Kristján stendur keikur í heimildarmynd þar sem hann er kallaður „hataðasti“ maður Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2018 13:58 Kristján Loftsson gengur svo langt að segja að fjölgun ferðamanna á Íslandi sé hvalveiðum að þakka. YouTube Fjallað er um hvalveiðar Kristjáns Loftssonar í nýrri heimildarmynd sem breska fyrirtækið Journeyman Pictures gefur út. Þar er Kristján sagður „hataðasti maður Íslands“ en myndin ber heitið Iceland´s Most Hated Man: On The Ground In The War On Whaling. Myndin segir frá hvalveiðum Íslendinga sem eru sagðar ögra dýraverndarsinnum um heim allan. Í myndinni segir Kristján hvalveiðar hans vera sjálfbærar og að vísindin séu með honum í liði. Kvikmyndagerðarmaðurinn sem ræðir við Kristján er danskur blaðamaður að nafni Jakob Krogh en hann segir Kristján vera ókrýndan konung hvalveiða á Íslandi.Meðlimur Sea Shepherd fylgist með verkun hvals í Hvalfirði.YouTubeSjónum kvikmyndagerðarmannanna er beint að tveimur meðlimum samtakanna Sea Shepherd sem fylgist með hvalveiðum Kristjáns. „Fólk eins og hann heldur að það geti komist upp með allt. Honum er alveg sama,“ segir Josh Riley, meðlimur Sea Shepherd, í myndinni. Kristján segir í myndinni að þessi dýraverndarsamtök séu afar grimm. „Þau myndu drepa þig ef það kæmi til þess,“ segir Kristján. Hann segir þær þjóðir sem mótmæla hvalveiðum hvað harðast hafa á árum áður veitt hvali og farið flatt á eigin græðgi með ofveiðum. Fjallað er áhyggjur sumra af því að hvalveiðar myndu hafa slæm áhrif á ferðamennsku á Íslandi. Í myndinni kemur fram að frá því hvalveiðar voru leyfðar á ný sé ekki að sjá að þær hafi haft neikvæð áhrif á komur ferðamanna til landsins.Rætt er við Stefán Úlfarsson í myndinni sem rekur 3 Frakka.YouTubeKristján fullyrðir að rekja megi fjölgun ferðamanna hér á landi til hvalveiða. „Fólk er áhugasamt um að koma til Íslands og skoða hvali og smakka hvalkjöt. Það fær það hvergi annars staðar í heiminum. Sumir segja að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Það er eins fáránlegt og það getur orðið.“ Í myndinni er sagt frá því að Sea Shepherd hafi reynt að stöðva Kristján í 32 ár. Árið 1986 var tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. sökkt í Reykjavíkurhöfn en Kristján segir þetta til marks um þau skemmdarverk sem þessi samtök hafa unnið. Þá er rætt við Stefán Úlfarsson sem rekur veitingastaðinn 3 Frakka þar sem boðið er upp á hvalkjöt. Stefán segist hafa orðið fyrir mótmælum úr öllum heimshornum. Veitingastaðurinn selji um tvö tonn af hvalkjöti á ári.Kristján og blaðamaðurinn Jakob Krogh.YouTubeHann segir marga þessa mótmælenda sem senda honum haturspóst ekki vera í tengslum við náttúruna. Dagbjartur Arelíusson bruggar hvalbjór úr Borgarnesi og notast við hvalaeistu. Hann segist hafa fengið fjölda haturspósta þar sem hann er meðal annars spurður hvort hann vilji ekki bara nota eigin eistu við bjórframleiðsluna? Kristján segist ekki óttast dýraverndarsinna sem hafa reynt að stöðva hann. „Þetta eru skræfur og ég mun ekki beygja mig fyrir þeim. Þau bíða eftir því.“ Hann er að lokum spurður hve lengi hann ætli sér að halda hvalveiðum áfram. Svarið er stutt og hnitmiðað: „Að eilífu.“ Hvalveiðar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Fjallað er um hvalveiðar Kristjáns Loftssonar í nýrri heimildarmynd sem breska fyrirtækið Journeyman Pictures gefur út. Þar er Kristján sagður „hataðasti maður Íslands“ en myndin ber heitið Iceland´s Most Hated Man: On The Ground In The War On Whaling. Myndin segir frá hvalveiðum Íslendinga sem eru sagðar ögra dýraverndarsinnum um heim allan. Í myndinni segir Kristján hvalveiðar hans vera sjálfbærar og að vísindin séu með honum í liði. Kvikmyndagerðarmaðurinn sem ræðir við Kristján er danskur blaðamaður að nafni Jakob Krogh en hann segir Kristján vera ókrýndan konung hvalveiða á Íslandi.Meðlimur Sea Shepherd fylgist með verkun hvals í Hvalfirði.YouTubeSjónum kvikmyndagerðarmannanna er beint að tveimur meðlimum samtakanna Sea Shepherd sem fylgist með hvalveiðum Kristjáns. „Fólk eins og hann heldur að það geti komist upp með allt. Honum er alveg sama,“ segir Josh Riley, meðlimur Sea Shepherd, í myndinni. Kristján segir í myndinni að þessi dýraverndarsamtök séu afar grimm. „Þau myndu drepa þig ef það kæmi til þess,“ segir Kristján. Hann segir þær þjóðir sem mótmæla hvalveiðum hvað harðast hafa á árum áður veitt hvali og farið flatt á eigin græðgi með ofveiðum. Fjallað er áhyggjur sumra af því að hvalveiðar myndu hafa slæm áhrif á ferðamennsku á Íslandi. Í myndinni kemur fram að frá því hvalveiðar voru leyfðar á ný sé ekki að sjá að þær hafi haft neikvæð áhrif á komur ferðamanna til landsins.Rætt er við Stefán Úlfarsson í myndinni sem rekur 3 Frakka.YouTubeKristján fullyrðir að rekja megi fjölgun ferðamanna hér á landi til hvalveiða. „Fólk er áhugasamt um að koma til Íslands og skoða hvali og smakka hvalkjöt. Það fær það hvergi annars staðar í heiminum. Sumir segja að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Það er eins fáránlegt og það getur orðið.“ Í myndinni er sagt frá því að Sea Shepherd hafi reynt að stöðva Kristján í 32 ár. Árið 1986 var tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. sökkt í Reykjavíkurhöfn en Kristján segir þetta til marks um þau skemmdarverk sem þessi samtök hafa unnið. Þá er rætt við Stefán Úlfarsson sem rekur veitingastaðinn 3 Frakka þar sem boðið er upp á hvalkjöt. Stefán segist hafa orðið fyrir mótmælum úr öllum heimshornum. Veitingastaðurinn selji um tvö tonn af hvalkjöti á ári.Kristján og blaðamaðurinn Jakob Krogh.YouTubeHann segir marga þessa mótmælenda sem senda honum haturspóst ekki vera í tengslum við náttúruna. Dagbjartur Arelíusson bruggar hvalbjór úr Borgarnesi og notast við hvalaeistu. Hann segist hafa fengið fjölda haturspósta þar sem hann er meðal annars spurður hvort hann vilji ekki bara nota eigin eistu við bjórframleiðsluna? Kristján segist ekki óttast dýraverndarsinna sem hafa reynt að stöðva hann. „Þetta eru skræfur og ég mun ekki beygja mig fyrir þeim. Þau bíða eftir því.“ Hann er að lokum spurður hve lengi hann ætli sér að halda hvalveiðum áfram. Svarið er stutt og hnitmiðað: „Að eilífu.“
Hvalveiðar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira