Ávöxtun lífeyrissjóða getur skilið á milli þess að lifa góðu lífi eða við fátæktarmörk við starfslok Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. desember 2018 12:00 Hallgrímur Óskarsson sérfræðingur í lífeyrissmálum segir gríðarlega mikilvægt að almenningur sé vel upplýstur um hver sé ávöxtun hjá lífeyrissjóðum. Gríðarlega mikill munur getur verið á greiðslum úr lífeyrissjóðum við starfslok eftir því hvernig ávöxtun þeirra hefur verið háttað að sögn sérfræðings í lífeyrismálum. Hann gagnrýnir að Landssamtök lífeyrissjóða hafi ekki ennþá birt samanburð á ávöxtun skyldulífeyrissjóða svo sjóðsfélagar geti borið þá saman á einfaldan hátt. Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur og sérfræðingur í lífeyrissmálum og Gylfi Magnússon lektor við Háskóla Íslands hafa tekið saman ávöxtun lífeyrissjóða á árunum 2000 til 2017 þar sem kemur fram að mikill munur er á meðalávöxtun samtryggingasjóð, í sumum tilfellum allt að sexfaldur. Hallgrímur segir ávöxtunina vera veigamesta þáttinn þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar. „Sá sem er með hærri ávöxtun getur leikandi haft tvöfalt hærri lífeyri lífeyri en sá sem hefur verið í lífeyrissjóði með lélega ávöxtun. Í raun getur þetta þýtt að annar hefur það ágætt eftir starfslok og hinn þarf að skera við nögl,“ segir Hallgrímur. Hann segir að almennt sé hver launþegi að greiða tugi þúsunda króna í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. „Það ekki óalgengt að hvert heimili greiði hundrað þúsund eða meira inn í þetta kerfi. Það eru því gríðarlega frjáhæðir að fara inn í það. lífeyrissjóðirnir þurfa því að hafa miklu meira gagnsæi um hvað verður um þennan pening og sýna samanburðatölur ávöxtunar,“ segir hann. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða sagði í fréttum Stöðvar 2 í sumar að slíkur samanburður yrði tiltækur hjá samtökunum í lok árs. Það er hins vegar ekki ennþá hægt að nálgast hann á heimasíðu samtakanna. Hallgrímur segist af og hafa bent samtökunum á mikilvægi þess að sýna þennan samanburð. „Það er í raun ótrúlegt að lífeyrissjóðir hafi ekki sett þarfir sjóðsfélaga í forgang og birt þessar tölur, þeir verða að svara fyrir það. Þeir segja stundum að það megi ekki bera þá saman af því þeir hafi mismunandi fjárfestingarstefnu. Það er hins vegar misskilningur, við erum ekki að biðja um upplýsingar um hvar séu bestu sjóðstjórarnir heldur hvernig ávöxtunin sé þannig að fólk sé upplýst um hvernig lífeyrissparnaði sínum sé háttað,“ segir Hallgrímur að lokum. Lífeyrissjóðir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir auglýsingabruðl Isavia með miklum ósköpum Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Sjá meira
Gríðarlega mikill munur getur verið á greiðslum úr lífeyrissjóðum við starfslok eftir því hvernig ávöxtun þeirra hefur verið háttað að sögn sérfræðings í lífeyrismálum. Hann gagnrýnir að Landssamtök lífeyrissjóða hafi ekki ennþá birt samanburð á ávöxtun skyldulífeyrissjóða svo sjóðsfélagar geti borið þá saman á einfaldan hátt. Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur og sérfræðingur í lífeyrissmálum og Gylfi Magnússon lektor við Háskóla Íslands hafa tekið saman ávöxtun lífeyrissjóða á árunum 2000 til 2017 þar sem kemur fram að mikill munur er á meðalávöxtun samtryggingasjóð, í sumum tilfellum allt að sexfaldur. Hallgrímur segir ávöxtunina vera veigamesta þáttinn þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar. „Sá sem er með hærri ávöxtun getur leikandi haft tvöfalt hærri lífeyri lífeyri en sá sem hefur verið í lífeyrissjóði með lélega ávöxtun. Í raun getur þetta þýtt að annar hefur það ágætt eftir starfslok og hinn þarf að skera við nögl,“ segir Hallgrímur. Hann segir að almennt sé hver launþegi að greiða tugi þúsunda króna í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. „Það ekki óalgengt að hvert heimili greiði hundrað þúsund eða meira inn í þetta kerfi. Það eru því gríðarlega frjáhæðir að fara inn í það. lífeyrissjóðirnir þurfa því að hafa miklu meira gagnsæi um hvað verður um þennan pening og sýna samanburðatölur ávöxtunar,“ segir hann. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða sagði í fréttum Stöðvar 2 í sumar að slíkur samanburður yrði tiltækur hjá samtökunum í lok árs. Það er hins vegar ekki ennþá hægt að nálgast hann á heimasíðu samtakanna. Hallgrímur segist af og hafa bent samtökunum á mikilvægi þess að sýna þennan samanburð. „Það er í raun ótrúlegt að lífeyrissjóðir hafi ekki sett þarfir sjóðsfélaga í forgang og birt þessar tölur, þeir verða að svara fyrir það. Þeir segja stundum að það megi ekki bera þá saman af því þeir hafi mismunandi fjárfestingarstefnu. Það er hins vegar misskilningur, við erum ekki að biðja um upplýsingar um hvar séu bestu sjóðstjórarnir heldur hvernig ávöxtunin sé þannig að fólk sé upplýst um hvernig lífeyrissparnaði sínum sé háttað,“ segir Hallgrímur að lokum.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir auglýsingabruðl Isavia með miklum ósköpum Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent