Pútín vill koma böndum á rapp Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. desember 2018 14:16 Pútín segist hafa mestar áhyggjur af fíkniefnaneyslu ungs fólks. Getty/Mikhail Svetlov Vladimír Pútín Rússlandsforseti vill að ríkisstjórnin þar í landi komi böndum á rapp tónlist í kjölfar þess að tónleikum hefur verið aflýst víða um landið. Sagði hann að ómögulegt hefði reynst að banna rapp og því ætti ríkið að reyna að stjórna því í meiri mæli. Menningarmálaráðuneytinu hefur verið falið að finna hentuga leið til að stýra tónleikum sem vinsælir eru meðal ungmenna. Ummæli Pútín koma eftir að rapparinn Husky var handtekinn í kjölfar þess að þónokkrum tónleikum hans var aflýst. Yfirvöld í borginni Krasnodar í suðurhluta Rússlands aflýstu tónleikum Husky vegna meintrar öfgastefnu. Husky, sem heitir réttu nafni Dmitry Kuznetsov, var síðar fangelsaður í tólfa daga eftir að hann kom fram á bílþaki.Rússlandsforseti segist hafa sérstakar áhyggjur af fíkniefnaneyslu meðal ungs fólks. „Rapp og annað nýmóðins byggja á þremur megin stoðum, kynlífi, fíkniefnum og mótmælum,“ sagði forsetinn. „Ég hef mestar áhyggjur af fíkniefnunum. Þetta stefnir í að þjóðin verði smánuð.“ Forsetinn hefur einnig áhyggjur af orðfæri í rappi og sagðist hafa rætt þann hluta við málfræðing. Málfræðingurinn á að hafa útskýrt fyrir forsetanum að blótsyrði séu hluti af öllum tungumálum og þá greip Pútín í myndlíkingu um líkamann. „Við erum með alls kyns líkamshluta, og það er ekki eins og við sýnum þá við hvert tilefni.“ Rússland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti vill að ríkisstjórnin þar í landi komi böndum á rapp tónlist í kjölfar þess að tónleikum hefur verið aflýst víða um landið. Sagði hann að ómögulegt hefði reynst að banna rapp og því ætti ríkið að reyna að stjórna því í meiri mæli. Menningarmálaráðuneytinu hefur verið falið að finna hentuga leið til að stýra tónleikum sem vinsælir eru meðal ungmenna. Ummæli Pútín koma eftir að rapparinn Husky var handtekinn í kjölfar þess að þónokkrum tónleikum hans var aflýst. Yfirvöld í borginni Krasnodar í suðurhluta Rússlands aflýstu tónleikum Husky vegna meintrar öfgastefnu. Husky, sem heitir réttu nafni Dmitry Kuznetsov, var síðar fangelsaður í tólfa daga eftir að hann kom fram á bílþaki.Rússlandsforseti segist hafa sérstakar áhyggjur af fíkniefnaneyslu meðal ungs fólks. „Rapp og annað nýmóðins byggja á þremur megin stoðum, kynlífi, fíkniefnum og mótmælum,“ sagði forsetinn. „Ég hef mestar áhyggjur af fíkniefnunum. Þetta stefnir í að þjóðin verði smánuð.“ Forsetinn hefur einnig áhyggjur af orðfæri í rappi og sagðist hafa rætt þann hluta við málfræðing. Málfræðingurinn á að hafa útskýrt fyrir forsetanum að blótsyrði séu hluti af öllum tungumálum og þá greip Pútín í myndlíkingu um líkamann. „Við erum með alls kyns líkamshluta, og það er ekki eins og við sýnum þá við hvert tilefni.“
Rússland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira