Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. desember 2018 13:19 Gylfi Zoega hagfræðiprófessor. Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. Gylfi var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi meðal annars íslensku krónuna, málefni íslensku flugfélaganna í samhengi við hagkerfið og stöðuna sem er uppi á vinnumarkaðinum. Þá ræddi hann um grein eftir hann sem birtist nýverið í tímaritinu Vísbendingu. Þar varar hann við of mikilli róttækni verkalýðsforystunnar og þeim áhrifum sem hún gæti haft. „Þessi grein var kurteisleg ábending til verkalýðsforingja að nú væri nóg komið. Það væri komin þessi 12% gengisveiking. Það er ekki innistæða fyrir mikið meiri gengisveikingu.“ Í viðtalinu sagði Gylfi ástandið hér á landi vera nokkuð gott. Olíuverð hafi lækkað, viðskiptakjör batnað og að ferðamannastraumurinn hingað sé enn mikill. Því segir hann að hægt sé að segja að gengi krónunnar sé á nokkuð góðum stað og lítil ástæða til þess að ætla að hún lækki mikið meira. „En þessi skarkali getur hæglega orðið til þess að krónan veikist enn meira í vetur, sem bitnar mest á umbjóðendum verkalýðsfélaganna, sem er almenningur í landinu. Frekari gengisveiking mun þá auka hagnað fyrirtækjanna og minnka kaupmátt launafólks. Það er óþarfi. Svo þetta var kurteislega ábending að í þessu kerfi sem við erum núna, verðum við að standa saman til þess að heildarútkoman sé ekki slæm.“ Gylfi segir að mikilvægt sé að fólk sé tilbúið að „leika leikinn saman“ til þess að ná sem bestum árangri í því kerfi sem nú er við lýði á Íslandi. Í fullkomnum heimi myndi stjórnmálafólk á vinstri væng stjórnmálanna viðurkenna að öflug fyrirtæki væru nauðsynleg til þess að halda uppi lífskjörum. Sömuleiðis myndi hægrisinnaðra fólk þurfa að viðurkenna að velferðarkerfi og launajöfnuður væru þættir sem hefðu mikið um lífskjör almennings að segja. „Þegar það er samið á vinnumarkaði þá semji menn af ábyrgð og spyrji „hvar kreppir skóinn, hvaða fólk er það sem hefur það slæmt,“ og reynum að gera eitthvað fyrir það í fullri sátt og samvinnu. Ekki kveikja elda. Ef að það eru stálin stinn alls staðar þá bitnar það á þessum hlutum. Krónan fer niður, kaupmáttur þess fólks sem við viljum bæta versnar. Gylfi segir kjaraviðræður mismunandi hópa vera eðlilegan hluta af vinnumarkaðinum, en hann myndi ekki stimpla þær sem „stéttaátök í marxískum skilningi.“Umræðan í samhengi við verkalýðsleiðtoga í gulum vestum Ljóst er að umræðan um róttækni verkalýðsforystunnar á við einhver rök að styðjast en stutt er síðan fréttir bárust af því að verkalýðsforingjar væru farnir að sækja innblástur frá mótmælum svokallaðra gulvestunga í Frakklandi, sem undanfarnar vikur hafa mótmælt ríkisstjórn Frakklands klæddir hinum afar einkennandi gulu öryggisvestum. Formenn VR og Verkalýðsfélag Akraness hafa til að mynda báðir orðið sér úti um slík vesti, auk þess sem vestin voru seld á markaði Sósíalistaflokksins í gær, eins og sjá mátti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sprengisandur Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. Gylfi var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi meðal annars íslensku krónuna, málefni íslensku flugfélaganna í samhengi við hagkerfið og stöðuna sem er uppi á vinnumarkaðinum. Þá ræddi hann um grein eftir hann sem birtist nýverið í tímaritinu Vísbendingu. Þar varar hann við of mikilli róttækni verkalýðsforystunnar og þeim áhrifum sem hún gæti haft. „Þessi grein var kurteisleg ábending til verkalýðsforingja að nú væri nóg komið. Það væri komin þessi 12% gengisveiking. Það er ekki innistæða fyrir mikið meiri gengisveikingu.“ Í viðtalinu sagði Gylfi ástandið hér á landi vera nokkuð gott. Olíuverð hafi lækkað, viðskiptakjör batnað og að ferðamannastraumurinn hingað sé enn mikill. Því segir hann að hægt sé að segja að gengi krónunnar sé á nokkuð góðum stað og lítil ástæða til þess að ætla að hún lækki mikið meira. „En þessi skarkali getur hæglega orðið til þess að krónan veikist enn meira í vetur, sem bitnar mest á umbjóðendum verkalýðsfélaganna, sem er almenningur í landinu. Frekari gengisveiking mun þá auka hagnað fyrirtækjanna og minnka kaupmátt launafólks. Það er óþarfi. Svo þetta var kurteislega ábending að í þessu kerfi sem við erum núna, verðum við að standa saman til þess að heildarútkoman sé ekki slæm.“ Gylfi segir að mikilvægt sé að fólk sé tilbúið að „leika leikinn saman“ til þess að ná sem bestum árangri í því kerfi sem nú er við lýði á Íslandi. Í fullkomnum heimi myndi stjórnmálafólk á vinstri væng stjórnmálanna viðurkenna að öflug fyrirtæki væru nauðsynleg til þess að halda uppi lífskjörum. Sömuleiðis myndi hægrisinnaðra fólk þurfa að viðurkenna að velferðarkerfi og launajöfnuður væru þættir sem hefðu mikið um lífskjör almennings að segja. „Þegar það er samið á vinnumarkaði þá semji menn af ábyrgð og spyrji „hvar kreppir skóinn, hvaða fólk er það sem hefur það slæmt,“ og reynum að gera eitthvað fyrir það í fullri sátt og samvinnu. Ekki kveikja elda. Ef að það eru stálin stinn alls staðar þá bitnar það á þessum hlutum. Krónan fer niður, kaupmáttur þess fólks sem við viljum bæta versnar. Gylfi segir kjaraviðræður mismunandi hópa vera eðlilegan hluta af vinnumarkaðinum, en hann myndi ekki stimpla þær sem „stéttaátök í marxískum skilningi.“Umræðan í samhengi við verkalýðsleiðtoga í gulum vestum Ljóst er að umræðan um róttækni verkalýðsforystunnar á við einhver rök að styðjast en stutt er síðan fréttir bárust af því að verkalýðsforingjar væru farnir að sækja innblástur frá mótmælum svokallaðra gulvestunga í Frakklandi, sem undanfarnar vikur hafa mótmælt ríkisstjórn Frakklands klæddir hinum afar einkennandi gulu öryggisvestum. Formenn VR og Verkalýðsfélag Akraness hafa til að mynda báðir orðið sér úti um slík vesti, auk þess sem vestin voru seld á markaði Sósíalistaflokksins í gær, eins og sjá mátti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Sprengisandur Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira