Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. desember 2018 19:00 Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin íátökum vetrarins. Í Frakklandi hafa mótmæli sem kennd eru við gul vesti staðið síðan í nóvember. Til að byrja með flykktist fólk út á götur til að mótmæla hækkunum á eldsneytissköttum síðan þá hafa þau snúist um hina ýmsu málaflokka. Miklar óeirðir og ofbeldi hafa brotist út í kringum þau í helstu borgum Frakklands og mörg hundruð manns hafa verið handtekin. Hér á landi hafa gulu vestin einnig verið að ryðja sér til rúms en Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýndi stjórnvöld harðlega í færslu á Facebook í gær og sagðist vera búinn að fá sér gult vesti og spurði hvort hann ætti að panta fleiri við góðar undirtektir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness tók undir með Ragnari og sagðist búinn að fá sér vesti vegna vaxta-og verðtryggingarofbeldis sem íslenskri alþýðu og íslenskum heimilum væri boðið uppá ár eftir á. Spurningin væri svo hvort hann yrði nauðbeygður til að nota það. Þá eru gul vesti áberandi á Facebooksíðu Gunnars Smára Egilssonar stofnanda Sósíalistaflokksins. Vestin voru seld á markaði flokksins í dag sem haldinn er til styrktar bágstöddum, vegna vaxandi eftirspurnar að sögn skipuleggjanda. Pálína Sif Þórarinsdóttir sósíalisti var ein þeirra og sagði að vestin hefðu selst ágætlega. „Fólk er að kalla eftir einkennisklæðnaði til að geta sýnt samstöðu og merkja sig á komandi mótmælum og svoleiðis. Fólk er bara óánægt með kjör sín í samfélaginu og vill merkja sig og sýna þannig samstöðu,“ sagði Pálína. Aðspurð um afhverju fyrirmyndin sé sótt til gulvestunga í Frakklandi þar sem hefur verið mikið ofbeldi segir Pálína að það sé eðlilegt. Frakkar hafi fengið kröfur sínar uppfylltar. Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurborg fékk sér vesti í dag og sagðist vera að búa sig undir byltingu. „Ég vil vera tilbúinn fyrir möguleg mótmæli eða bara byltingu í þjóðfélaginu,“ sagði Daníel. Reinhold Richter sjálfboðaliði hjá styrktarfélaginu Maístjörnunni sem sá um söluna í dag sagðist vilja vera í gulu vesti til að vera sýnilegur. Það sé mikilvægt hér eins og í Frakklandi. Hann hrósaði jafnframt Ólafi Sigurðssyni sem kallaður hafi verið Ólafur skiltakarl en hann gaf stóran hluta af plötusafni sínu á markaðinn í dag til styrktar bágstöddum. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin íátökum vetrarins. Í Frakklandi hafa mótmæli sem kennd eru við gul vesti staðið síðan í nóvember. Til að byrja með flykktist fólk út á götur til að mótmæla hækkunum á eldsneytissköttum síðan þá hafa þau snúist um hina ýmsu málaflokka. Miklar óeirðir og ofbeldi hafa brotist út í kringum þau í helstu borgum Frakklands og mörg hundruð manns hafa verið handtekin. Hér á landi hafa gulu vestin einnig verið að ryðja sér til rúms en Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýndi stjórnvöld harðlega í færslu á Facebook í gær og sagðist vera búinn að fá sér gult vesti og spurði hvort hann ætti að panta fleiri við góðar undirtektir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness tók undir með Ragnari og sagðist búinn að fá sér vesti vegna vaxta-og verðtryggingarofbeldis sem íslenskri alþýðu og íslenskum heimilum væri boðið uppá ár eftir á. Spurningin væri svo hvort hann yrði nauðbeygður til að nota það. Þá eru gul vesti áberandi á Facebooksíðu Gunnars Smára Egilssonar stofnanda Sósíalistaflokksins. Vestin voru seld á markaði flokksins í dag sem haldinn er til styrktar bágstöddum, vegna vaxandi eftirspurnar að sögn skipuleggjanda. Pálína Sif Þórarinsdóttir sósíalisti var ein þeirra og sagði að vestin hefðu selst ágætlega. „Fólk er að kalla eftir einkennisklæðnaði til að geta sýnt samstöðu og merkja sig á komandi mótmælum og svoleiðis. Fólk er bara óánægt með kjör sín í samfélaginu og vill merkja sig og sýna þannig samstöðu,“ sagði Pálína. Aðspurð um afhverju fyrirmyndin sé sótt til gulvestunga í Frakklandi þar sem hefur verið mikið ofbeldi segir Pálína að það sé eðlilegt. Frakkar hafi fengið kröfur sínar uppfylltar. Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurborg fékk sér vesti í dag og sagðist vera að búa sig undir byltingu. „Ég vil vera tilbúinn fyrir möguleg mótmæli eða bara byltingu í þjóðfélaginu,“ sagði Daníel. Reinhold Richter sjálfboðaliði hjá styrktarfélaginu Maístjörnunni sem sá um söluna í dag sagðist vilja vera í gulu vesti til að vera sýnilegur. Það sé mikilvægt hér eins og í Frakklandi. Hann hrósaði jafnframt Ólafi Sigurðssyni sem kallaður hafi verið Ólafur skiltakarl en hann gaf stóran hluta af plötusafni sínu á markaðinn í dag til styrktar bágstöddum.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira