Nýtt nafn á EM-bikarinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2018 10:00 Siraba Dembele fagnar marki Vísir/EPA Rússland og Frakkland mætast í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í handbolta í París á morgun. Hvorugt liðið hefur orðið Evrópumeistari og því er ljóst að nýtt nafn fer á bikarinn. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16.30 á morgun. Rúmenía og Holland eigast við í leiknum um 3. sætið. Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, vann Svíþjóð örugglega, 38-29, í leiknum um 5. sætið í gær. Norska liðið, sem hefur þrisvar sinnum orðið Evrópumeistari undir stjórn Þóris, vann síðustu fjóra leiki sína á EM með samtals 42 marka mun. Í fyrri undanúrslitaleiknum unnu Ólympíumeistarar Rússa sex marka sigur á Rúmenum, 28-22. Eftir jafnan fyrri hálfleik tók Rússland völdin í seinni hálfleik þar sem liðið hélt Rúmeníu í aðeins sjö mörkum. Cristina Neagu, besti leikmaður Rúmena og einn besti leikmaður heims, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla og munaði um minna. Anna Vyakhireva fór mikinn í leiknum og skoraði 13 mörk, eða tæpan helming marka rússneska liðsins. Rússland hefur einu sinni áður komist í úrslit á EM. Árið 2006 tapaði rússneska liðið fyrir því norska í úrslitaleik EM í Svíþjóð. Hinn skrautlegi þjálfari Rússlands, Yevgeni Trefilov, var einnig við stjórnvölinn hjá liðinu fyrir tólf árum. Seinni undanúrslitaleikurinn, milli Frakklands og Hollands, fylgdi svipaðri formúla og sá fyrri. Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu heimsmeistarar Frakka yfirhöndinni í þeim seinni og unnu á endanum sex marka sigur, 27-21. Frakkland hefur aldrei áður komist í úrslit á EM. Estelle Nze Minko var markahæst í franska liðinu með sex mörk. Lois Abbingh skoraði sjö mörk fyrir Holland sem komst í úrslit á EM 2016. Birtist í Fréttablaðinu EM 2018 í handbolta Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Rússland og Frakkland mætast í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í handbolta í París á morgun. Hvorugt liðið hefur orðið Evrópumeistari og því er ljóst að nýtt nafn fer á bikarinn. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16.30 á morgun. Rúmenía og Holland eigast við í leiknum um 3. sætið. Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, vann Svíþjóð örugglega, 38-29, í leiknum um 5. sætið í gær. Norska liðið, sem hefur þrisvar sinnum orðið Evrópumeistari undir stjórn Þóris, vann síðustu fjóra leiki sína á EM með samtals 42 marka mun. Í fyrri undanúrslitaleiknum unnu Ólympíumeistarar Rússa sex marka sigur á Rúmenum, 28-22. Eftir jafnan fyrri hálfleik tók Rússland völdin í seinni hálfleik þar sem liðið hélt Rúmeníu í aðeins sjö mörkum. Cristina Neagu, besti leikmaður Rúmena og einn besti leikmaður heims, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla og munaði um minna. Anna Vyakhireva fór mikinn í leiknum og skoraði 13 mörk, eða tæpan helming marka rússneska liðsins. Rússland hefur einu sinni áður komist í úrslit á EM. Árið 2006 tapaði rússneska liðið fyrir því norska í úrslitaleik EM í Svíþjóð. Hinn skrautlegi þjálfari Rússlands, Yevgeni Trefilov, var einnig við stjórnvölinn hjá liðinu fyrir tólf árum. Seinni undanúrslitaleikurinn, milli Frakklands og Hollands, fylgdi svipaðri formúla og sá fyrri. Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu heimsmeistarar Frakka yfirhöndinni í þeim seinni og unnu á endanum sex marka sigur, 27-21. Frakkland hefur aldrei áður komist í úrslit á EM. Estelle Nze Minko var markahæst í franska liðinu með sex mörk. Lois Abbingh skoraði sjö mörk fyrir Holland sem komst í úrslit á EM 2016.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2018 í handbolta Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti