Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2018 13:11 Breiðavík. Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. Sanngirnisbætur eru byggðar ár annsókn vistheimilanefndar á árunum 2007 á starfsemi vistheimila og stofnana þar sem börn voru vistuð á síðustu öld. Um er að ræða ellefu heimili og stofnanir og fjölda undirstofnana. Skýrsla um framkvæmd sanngirnisbóta verður kynnt síðar í dag. Eftir að Breiðavíkurmálið var til umfjöllunar í febrúar 2007 hófst umfangsmikið ferli þar sem farið var yfir vistun barna á vist- og meðferðarheimilum á Íslandi á síðustu öld. Rannsókna á starfsemi þessara stofnana og undirstofnana gáfu sterkar vísbendingar um að börn sem dvöldu á þeim hefðu í mörgum tilvikum mátt sæta ýmiskonar vanvirðandi og illri meðferð eða ofbeldi. Í tilkynningu frá vistheimilanefnd segir að greiðsla skaðabóta hafi verið miklum vandkvæðum bundin þar sem bótakröfur voru allar fyrndar og sönnun tjóns afar flókin. Var því farin sú leið að setja sérstök lög um sanngirnisbætur eða greiðslu bóta utan almennrar skyldu og tóku þau lög gildi 2010. Verkefnið hófst í október það ár en innköllun á kröfum fór fram eftir því sem starfi vistheimilanefndar miðaði áfram. „Með lögunum var málsmeðferð einfölduð til þess að hraða mætti afgreiðslu málanna. Árið 2015 var bætt við lögin bráðabirgðaákvæði sem gerði fyrrum nemendum Landakotsskóla var gert mögulegt að sækja um sanngirnisbætur.“Margir mátt þola illa meðferð Vistheimilanefnd hefur skilað fimm skýrslum um niðurstöðurnar og hefur dómsmálaráðuneytið haft umsjón með framkvæmd á bótagreiðslum. Guðrún Ögmundsdóttir var ráðin í sérstakt starf tengiliðar með vistheimilum og hefur haft það hlutverk að aðstoða þá sem vilja sækja um bætur og leita ýmissa úrræða sem eru í boði eins og sálfræðiaðstoðar og ráðgjafar. Þá var sýslumanninum á Siglufirði, síðar sýslumanninum á Norðurlandi eystra, falið að annast innköllun á bótakröfum og ákveða bætur. Umsjónarmaður sanngirnisbóta Ekki liggur fyrir hve margir dvöldu á þessum stofnunum en ætla má að það hafi verið um 5000 einstaklingar. „Ekki verður annað ráðið en tekist hafi að ná til meginþorra þeirra stofnana þar sem börn voru vistuð á síðustu öld. Nokkur gagnrýni hefur komið fram á að börn sem dvöldu á sveitaheimilum á síðustu öld hafi í mörgum tilvikum mátt þola illa meðferð sem er óbætt. Könnun á aðstæðum þeirra getur ekki talist annað en næsta ófær, enda ekki um að ræða stofnanir heldur einkaheimili sem njóta friðhelgi, auk þess sem upplýsingar eru af skornum skammti,“ segir í tilkynningu. „Þá hefur komið fram nokkur gagnrýni frá samtökunum Þroskahjálp vegna þess að aðstæður fatlaðra sem dvalið hafi á stofnunum hafi ekki verið kannaðar til hlítar, nema á Kópavogshælinu. Þess ber að geta að lög um sanngirnisbætur ná aðeins til þeirra sem dvöldu á stofnunum sem börn og bætur til fullorðinna einstaklinga sem orðið hafa fyrir misgjörðum á stofnunum verða ekki greiddar á grundvelli þeirra. Standi vilji stjórnvalda til að kanna heildstætt aðbúnað fatlaðra á stofnunum verður að fara aðra leið sem bíður ákvörðunar síðari tíma.“ Tengdar fréttir Vistheimili ríkisins verða rannsökuð vegna Breiðuvíkur Félagsmálaráðherra ætlar að láta rannsaka málefni vistheimilisins í Breiðuvík og fleiri stofnana og hagi þeirra sem þar voru vistaðir. Til greina kemur að greiða vistmönnum bætur vegna hrottalegrar meðferðar á heimilinu. 6. febrúar 2007 18:45 Vill láta rannsaka drengjaheimilið í Breiðuvík Félagsmálaráðherra telur mikilvægt að starfsemi á drengjaheimilinu í Breiðuvík á Vestfjörðum verði rannsökuð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vakti máls á fréttaflutningi Kastljósins af slæmri meðferð drengjanna sem þar dvöldu við upphaf þingfundar í dag. 6. febrúar 2007 13:37 Breiðavíkurdrengur segir erfitt að rifja upp "helvíti á jörð" "Það var mjög erfitt að rifja upp þetta helvíti á jörð og ég táraðist í viðtalinu," segir Guðmundur Gissurarson einn þeirra sem sendir voru á Breiðavíkurheimilið árið 1962 þá níu ára gamall. Guðmundur var einn þeirra sem fóru í viðtal í dag til nefndarinnar sem ríkisstjórrnin skipaði til að rannsaka málefni Breiðavíkurheimilisins. Alls hefur nefndin boðað rúmlega 60 fyrrum vistmenn í Breiðuvík til viðtals. 13. ágúst 2007 16:50 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. Sanngirnisbætur eru byggðar ár annsókn vistheimilanefndar á árunum 2007 á starfsemi vistheimila og stofnana þar sem börn voru vistuð á síðustu öld. Um er að ræða ellefu heimili og stofnanir og fjölda undirstofnana. Skýrsla um framkvæmd sanngirnisbóta verður kynnt síðar í dag. Eftir að Breiðavíkurmálið var til umfjöllunar í febrúar 2007 hófst umfangsmikið ferli þar sem farið var yfir vistun barna á vist- og meðferðarheimilum á Íslandi á síðustu öld. Rannsókna á starfsemi þessara stofnana og undirstofnana gáfu sterkar vísbendingar um að börn sem dvöldu á þeim hefðu í mörgum tilvikum mátt sæta ýmiskonar vanvirðandi og illri meðferð eða ofbeldi. Í tilkynningu frá vistheimilanefnd segir að greiðsla skaðabóta hafi verið miklum vandkvæðum bundin þar sem bótakröfur voru allar fyrndar og sönnun tjóns afar flókin. Var því farin sú leið að setja sérstök lög um sanngirnisbætur eða greiðslu bóta utan almennrar skyldu og tóku þau lög gildi 2010. Verkefnið hófst í október það ár en innköllun á kröfum fór fram eftir því sem starfi vistheimilanefndar miðaði áfram. „Með lögunum var málsmeðferð einfölduð til þess að hraða mætti afgreiðslu málanna. Árið 2015 var bætt við lögin bráðabirgðaákvæði sem gerði fyrrum nemendum Landakotsskóla var gert mögulegt að sækja um sanngirnisbætur.“Margir mátt þola illa meðferð Vistheimilanefnd hefur skilað fimm skýrslum um niðurstöðurnar og hefur dómsmálaráðuneytið haft umsjón með framkvæmd á bótagreiðslum. Guðrún Ögmundsdóttir var ráðin í sérstakt starf tengiliðar með vistheimilum og hefur haft það hlutverk að aðstoða þá sem vilja sækja um bætur og leita ýmissa úrræða sem eru í boði eins og sálfræðiaðstoðar og ráðgjafar. Þá var sýslumanninum á Siglufirði, síðar sýslumanninum á Norðurlandi eystra, falið að annast innköllun á bótakröfum og ákveða bætur. Umsjónarmaður sanngirnisbóta Ekki liggur fyrir hve margir dvöldu á þessum stofnunum en ætla má að það hafi verið um 5000 einstaklingar. „Ekki verður annað ráðið en tekist hafi að ná til meginþorra þeirra stofnana þar sem börn voru vistuð á síðustu öld. Nokkur gagnrýni hefur komið fram á að börn sem dvöldu á sveitaheimilum á síðustu öld hafi í mörgum tilvikum mátt þola illa meðferð sem er óbætt. Könnun á aðstæðum þeirra getur ekki talist annað en næsta ófær, enda ekki um að ræða stofnanir heldur einkaheimili sem njóta friðhelgi, auk þess sem upplýsingar eru af skornum skammti,“ segir í tilkynningu. „Þá hefur komið fram nokkur gagnrýni frá samtökunum Þroskahjálp vegna þess að aðstæður fatlaðra sem dvalið hafi á stofnunum hafi ekki verið kannaðar til hlítar, nema á Kópavogshælinu. Þess ber að geta að lög um sanngirnisbætur ná aðeins til þeirra sem dvöldu á stofnunum sem börn og bætur til fullorðinna einstaklinga sem orðið hafa fyrir misgjörðum á stofnunum verða ekki greiddar á grundvelli þeirra. Standi vilji stjórnvalda til að kanna heildstætt aðbúnað fatlaðra á stofnunum verður að fara aðra leið sem bíður ákvörðunar síðari tíma.“
Tengdar fréttir Vistheimili ríkisins verða rannsökuð vegna Breiðuvíkur Félagsmálaráðherra ætlar að láta rannsaka málefni vistheimilisins í Breiðuvík og fleiri stofnana og hagi þeirra sem þar voru vistaðir. Til greina kemur að greiða vistmönnum bætur vegna hrottalegrar meðferðar á heimilinu. 6. febrúar 2007 18:45 Vill láta rannsaka drengjaheimilið í Breiðuvík Félagsmálaráðherra telur mikilvægt að starfsemi á drengjaheimilinu í Breiðuvík á Vestfjörðum verði rannsökuð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vakti máls á fréttaflutningi Kastljósins af slæmri meðferð drengjanna sem þar dvöldu við upphaf þingfundar í dag. 6. febrúar 2007 13:37 Breiðavíkurdrengur segir erfitt að rifja upp "helvíti á jörð" "Það var mjög erfitt að rifja upp þetta helvíti á jörð og ég táraðist í viðtalinu," segir Guðmundur Gissurarson einn þeirra sem sendir voru á Breiðavíkurheimilið árið 1962 þá níu ára gamall. Guðmundur var einn þeirra sem fóru í viðtal í dag til nefndarinnar sem ríkisstjórrnin skipaði til að rannsaka málefni Breiðavíkurheimilisins. Alls hefur nefndin boðað rúmlega 60 fyrrum vistmenn í Breiðuvík til viðtals. 13. ágúst 2007 16:50 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Vistheimili ríkisins verða rannsökuð vegna Breiðuvíkur Félagsmálaráðherra ætlar að láta rannsaka málefni vistheimilisins í Breiðuvík og fleiri stofnana og hagi þeirra sem þar voru vistaðir. Til greina kemur að greiða vistmönnum bætur vegna hrottalegrar meðferðar á heimilinu. 6. febrúar 2007 18:45
Vill láta rannsaka drengjaheimilið í Breiðuvík Félagsmálaráðherra telur mikilvægt að starfsemi á drengjaheimilinu í Breiðuvík á Vestfjörðum verði rannsökuð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vakti máls á fréttaflutningi Kastljósins af slæmri meðferð drengjanna sem þar dvöldu við upphaf þingfundar í dag. 6. febrúar 2007 13:37
Breiðavíkurdrengur segir erfitt að rifja upp "helvíti á jörð" "Það var mjög erfitt að rifja upp þetta helvíti á jörð og ég táraðist í viðtalinu," segir Guðmundur Gissurarson einn þeirra sem sendir voru á Breiðavíkurheimilið árið 1962 þá níu ára gamall. Guðmundur var einn þeirra sem fóru í viðtal í dag til nefndarinnar sem ríkisstjórrnin skipaði til að rannsaka málefni Breiðavíkurheimilisins. Alls hefur nefndin boðað rúmlega 60 fyrrum vistmenn í Breiðuvík til viðtals. 13. ágúst 2007 16:50