Þingmenn hafa áhyggjur af stöðu Íslandspósts Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2018 21:00 Sögðu þingmenn að fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn. Vísir Þingmenn gagnrýndu rekstur Íslandspósts á undanförnum árum og áratugum sem meira og minna hafi verið undir sömu pólitísku stjórninni. Fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn. Í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi er einkaréttur Íslandspósts í póstsendingum að fullu afnuminn. Staða þessa ríkisfyrirtækis er hins vegar mjög slæm og við afgreiðslu fjárlaga nú var samþykkt að ríkið lánaði Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar hóf sérstakar umræður um stöðu Íslandspósts á Alþingi í dag. Hann sagði fyrirtækið skólabókardæmi um allt sem miður gæti farið í einokun ríkisins á einstökum sviðum atvinnulífsins. Megináherslan hafi verið að rökstyðja hækkunarþörf á þjónustu innan einkaréttar. „Þegar reikningar félagsins eru skoðaðir er engin merki að sjá um neina áherslu á aukið aðhald. Hagræðingu í rekstri félagsins. Þrátt fyrir að stjórnendum og stjórn félagsins hefði átt að vera það ljóst að í óefni stefndi,” sagði Þorsteinn. Fyrirtækið væri í raun gjaldþrota. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði að með frumvarpi um Íslandspóst sé einokun ríkisins á dreifingu bréfa undir fimmtíu grömmum afnuminn. Þar með væri opnað fyrir þann hluta póstmarkaðarins sem fallið hafi undir einkaréttinn eins og allar aðrar evrópuþjóðir hafi kosið að gera. „Stefnt er að því að gera þjónustusamning þannig að hægt sé að meta árlega hvað ríkið er tilbúið að borga til að halda uppi ákveðnu þjónustustigi. Þá með hliðsjón af því hver þörfin verður,” sagði Sigurður Ingi. Ljóst er af málflutningi þingmanna að þeir vilja ýmist styðja við áframhaldandi starfsemi Íslandspósts eða leggja fyrirtækið niður. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagðist hafa áhyggjur af stöðu mála. Ekki hafi verið brugðist við vanda fyrirtækisins árum saman.„Ég hef áhyggjur af því að sömu stjórnendum og hafa stýrt þessu fyrirtæki allan þennan tíma, að minnsta kosti síðasta áratug, sé falið að halda áfram um stýrið,” sagði Helga Vala. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði ekki hafa komið til greina að neita Íslandspósti um lán og láta fyrirtækið fara í gjaldþrot.. „Ég held að það sé mikilvægt að við ræðum það frumvarp sem hér er inni í þinginu um framtíð póstþjónustunnar. Ég hefði sjálf hefði gjarnan viljað sjá að við myndum selja fyrirtækið Íslandspóst. Og þá bjóða út þjónustu sem við teljum að sé þess eðlis að það þurfi að greiða eitthvað ríkisfé með,” sagði Bryndís Haraldsdóttir. Alþingi Íslandspóstur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þingmenn gagnrýndu rekstur Íslandspósts á undanförnum árum og áratugum sem meira og minna hafi verið undir sömu pólitísku stjórninni. Fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn. Í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi er einkaréttur Íslandspósts í póstsendingum að fullu afnuminn. Staða þessa ríkisfyrirtækis er hins vegar mjög slæm og við afgreiðslu fjárlaga nú var samþykkt að ríkið lánaði Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar hóf sérstakar umræður um stöðu Íslandspósts á Alþingi í dag. Hann sagði fyrirtækið skólabókardæmi um allt sem miður gæti farið í einokun ríkisins á einstökum sviðum atvinnulífsins. Megináherslan hafi verið að rökstyðja hækkunarþörf á þjónustu innan einkaréttar. „Þegar reikningar félagsins eru skoðaðir er engin merki að sjá um neina áherslu á aukið aðhald. Hagræðingu í rekstri félagsins. Þrátt fyrir að stjórnendum og stjórn félagsins hefði átt að vera það ljóst að í óefni stefndi,” sagði Þorsteinn. Fyrirtækið væri í raun gjaldþrota. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði að með frumvarpi um Íslandspóst sé einokun ríkisins á dreifingu bréfa undir fimmtíu grömmum afnuminn. Þar með væri opnað fyrir þann hluta póstmarkaðarins sem fallið hafi undir einkaréttinn eins og allar aðrar evrópuþjóðir hafi kosið að gera. „Stefnt er að því að gera þjónustusamning þannig að hægt sé að meta árlega hvað ríkið er tilbúið að borga til að halda uppi ákveðnu þjónustustigi. Þá með hliðsjón af því hver þörfin verður,” sagði Sigurður Ingi. Ljóst er af málflutningi þingmanna að þeir vilja ýmist styðja við áframhaldandi starfsemi Íslandspósts eða leggja fyrirtækið niður. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagðist hafa áhyggjur af stöðu mála. Ekki hafi verið brugðist við vanda fyrirtækisins árum saman.„Ég hef áhyggjur af því að sömu stjórnendum og hafa stýrt þessu fyrirtæki allan þennan tíma, að minnsta kosti síðasta áratug, sé falið að halda áfram um stýrið,” sagði Helga Vala. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði ekki hafa komið til greina að neita Íslandspósti um lán og láta fyrirtækið fara í gjaldþrot.. „Ég held að það sé mikilvægt að við ræðum það frumvarp sem hér er inni í þinginu um framtíð póstþjónustunnar. Ég hefði sjálf hefði gjarnan viljað sjá að við myndum selja fyrirtækið Íslandspóst. Og þá bjóða út þjónustu sem við teljum að sé þess eðlis að það þurfi að greiða eitthvað ríkisfé með,” sagði Bryndís Haraldsdóttir.
Alþingi Íslandspóstur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira