Pétur Gunnarsson og Polina Oddr urðu heimsmeistarar í þriðja sinn þegar þau kepptu á WDC AL Open World Champinships mótinu í dansi í París.
Pétur og Polina hrepptu heimsmeistaratitilinn í latin dönsum í flokki U21 en þau kepptu einnig í flokki fullorðinna og urðu þar í 9. - 10. sæti.
Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir kepptu á heimsmeistaramótinu í ballroom dönsum og urðu í 7. sæti í flokki U19, einu sæti frá úrslitunum.
Íslendingar hafa sigrað dansmót á árinu í Kanada, Danmörku, Englandi Ítalíu og Taipei á árinu.
