Leonard-lausir Raptors fóru létt með Golden State Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. desember 2018 07:30 Kyle Lowry setti 23 stig vísir/getty Topplið Austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta Toronto Raptors átti ekki í neinum vandræðum við að vinna ríkjandi meistara Golden State Warriors á þeirra heimavelli í Oakland í nótt. Aðalsóknarmaður Toronto í vetur, Kawhi Leonard, gat ekki tekið þátt í leiknum en það kom ekki að sök. Kyle Lowry skoraði 23 stig og gaf 12 stoðsendingar og Serge Ibaka bætti við 20 stigum í leiknum sem Raptors stjórnaði frá fyrstu mínútu. Danny Green, Pascal Siakam og Fred VanVleet fóru allir í tveggja stiga tölu í liði Raptors sem vann leikinn 113-93. Toronto hefur nú unnið 23 leiki og tapað 7 og jöfnuðu með því bestu byrjun á tímabili í sögu liðsins. Raptors vann einnig leik þessara liða í Toronto fyrr í vetur en þar var Golden State án bæði Stephen Curry og Draymond Green. Þeir voru hins vegar báðir með í þessum leik. Curry skoraði bara 10 stig, hitti þremur af 12 þriggja stiga körfum sínum. Green náði boltanum einu sinni í körfuna og allt Golden State liðið var með 23 prósenta þriggja stiga nýtingu, 6 af 26 skotum.Lowry | VanVleet | Green | Siakam | Ibaka The BEST from the @Raptors starting 5 as they all score double figures to defeat GSW in Oakland! #WeTheNorthpic.twitter.com/eWWqdf0zPh — NBA (@NBA) December 13, 2018 Í Charlotte fögnuðu heimamenn í Hornets flautuþrist Jeremy Lamb gegn Detroit Pistons aðeins of snemma því dómarar leiksins ákváðu að skoða hvort Hornets ætti að fá tæknivilu fyrir að hafa of marga leikmenn inn á vellinum í einu. Karfan fékk hins vegar að standa og Charlotte fór með 108-107 sigur eftir að hafa verið 10 stigum undir seint í fjórða leikhluta. Um leið og Lamb fagnaði sinni fyrstu flautukörfu í NBA deildinni flautuðu dómararnir og skoðuðu endursýningar af körfunni. Malik Monk og Bismack Biyombo höfðu hlaupið inn á völlinn, tilbúnir að fagna sigrinum ef boltinn færi ofan í körfuna. Tæknivilla var dæmd, Detroit fékk eitt vítaskot sem þeir skoruðu úr, en þristurinn hafði komið Hornets tveimur stigum yfir svo sigurinn var þeirra. Þegar Monk snéri aftur á varamannabekkinn las eigandi Hornets, enginn annar en goðsögnin Michael Jordan, vel yfir hausamótunum á honum og sló hann svo tvisvar létt á hnakkann.Jeremy Lamb wins it late for the @hornets with the clutch jumper!#Hornets30 108#DetroitBasketball 107 Kemba Walker: 31 PTS, 9 AST, 8 REB Blake Griffin: 26 PTS, 10 REB, 7 AST pic.twitter.com/iZCWNE8CAb — NBA (@NBA) December 13, 2018 Anthony Davies var enn og aftur stjarnan í liði New Orleans Pelicans sem hafði betur gegn Oklahoma City Thunder. Davies setti 41 stig á næst bestu vörn deildarinnar, Boston Celtics, fyrir tveimur dögum og í nótt mætti hann bestu vörn deildarinnar. Hann skoraði 44 stig á þá. Davies skoraði úr 16 af 32 skotum sínum, hitti öllum 11 vítaskotum sínum og tók 18 fráköst í 118-114 sigri Pelicans. Julius Randle bætti 22 stigum við og Jrue Holiday 20 svo aðal sóknarþrenning New Orleans skilaði 86 stigum.Anthony Davis drops a season-high 44 PTS and pulls down 18 REB in the @PelicansNBA win over OKC! #doitBIGpic.twitter.com/YIjLgWPZ4q — NBA (@NBA) December 13, 2018Öll úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Detroit Pistons 108-107 Cleveland Cavaliers - New York Knicks 113-106 Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 113-97 Philadelphia 76ers - Brooklyn Nets 124-127 Washington Wizards - Boston Celtics 125-130 Memphis Grizzlies - Portland Trail Blazers 92-83 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 118-114 Dallas Mavericks - Atlanta Hawks 114-107 Utah Jazz - Miami Heat 111-84 Sacramento Kins - Minnesota Timberwolves 141-130 Golden State Warriors - Toronto Raptors 93-113 NBA Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
Topplið Austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta Toronto Raptors átti ekki í neinum vandræðum við að vinna ríkjandi meistara Golden State Warriors á þeirra heimavelli í Oakland í nótt. Aðalsóknarmaður Toronto í vetur, Kawhi Leonard, gat ekki tekið þátt í leiknum en það kom ekki að sök. Kyle Lowry skoraði 23 stig og gaf 12 stoðsendingar og Serge Ibaka bætti við 20 stigum í leiknum sem Raptors stjórnaði frá fyrstu mínútu. Danny Green, Pascal Siakam og Fred VanVleet fóru allir í tveggja stiga tölu í liði Raptors sem vann leikinn 113-93. Toronto hefur nú unnið 23 leiki og tapað 7 og jöfnuðu með því bestu byrjun á tímabili í sögu liðsins. Raptors vann einnig leik þessara liða í Toronto fyrr í vetur en þar var Golden State án bæði Stephen Curry og Draymond Green. Þeir voru hins vegar báðir með í þessum leik. Curry skoraði bara 10 stig, hitti þremur af 12 þriggja stiga körfum sínum. Green náði boltanum einu sinni í körfuna og allt Golden State liðið var með 23 prósenta þriggja stiga nýtingu, 6 af 26 skotum.Lowry | VanVleet | Green | Siakam | Ibaka The BEST from the @Raptors starting 5 as they all score double figures to defeat GSW in Oakland! #WeTheNorthpic.twitter.com/eWWqdf0zPh — NBA (@NBA) December 13, 2018 Í Charlotte fögnuðu heimamenn í Hornets flautuþrist Jeremy Lamb gegn Detroit Pistons aðeins of snemma því dómarar leiksins ákváðu að skoða hvort Hornets ætti að fá tæknivilu fyrir að hafa of marga leikmenn inn á vellinum í einu. Karfan fékk hins vegar að standa og Charlotte fór með 108-107 sigur eftir að hafa verið 10 stigum undir seint í fjórða leikhluta. Um leið og Lamb fagnaði sinni fyrstu flautukörfu í NBA deildinni flautuðu dómararnir og skoðuðu endursýningar af körfunni. Malik Monk og Bismack Biyombo höfðu hlaupið inn á völlinn, tilbúnir að fagna sigrinum ef boltinn færi ofan í körfuna. Tæknivilla var dæmd, Detroit fékk eitt vítaskot sem þeir skoruðu úr, en þristurinn hafði komið Hornets tveimur stigum yfir svo sigurinn var þeirra. Þegar Monk snéri aftur á varamannabekkinn las eigandi Hornets, enginn annar en goðsögnin Michael Jordan, vel yfir hausamótunum á honum og sló hann svo tvisvar létt á hnakkann.Jeremy Lamb wins it late for the @hornets with the clutch jumper!#Hornets30 108#DetroitBasketball 107 Kemba Walker: 31 PTS, 9 AST, 8 REB Blake Griffin: 26 PTS, 10 REB, 7 AST pic.twitter.com/iZCWNE8CAb — NBA (@NBA) December 13, 2018 Anthony Davies var enn og aftur stjarnan í liði New Orleans Pelicans sem hafði betur gegn Oklahoma City Thunder. Davies setti 41 stig á næst bestu vörn deildarinnar, Boston Celtics, fyrir tveimur dögum og í nótt mætti hann bestu vörn deildarinnar. Hann skoraði 44 stig á þá. Davies skoraði úr 16 af 32 skotum sínum, hitti öllum 11 vítaskotum sínum og tók 18 fráköst í 118-114 sigri Pelicans. Julius Randle bætti 22 stigum við og Jrue Holiday 20 svo aðal sóknarþrenning New Orleans skilaði 86 stigum.Anthony Davis drops a season-high 44 PTS and pulls down 18 REB in the @PelicansNBA win over OKC! #doitBIGpic.twitter.com/YIjLgWPZ4q — NBA (@NBA) December 13, 2018Öll úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Detroit Pistons 108-107 Cleveland Cavaliers - New York Knicks 113-106 Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 113-97 Philadelphia 76ers - Brooklyn Nets 124-127 Washington Wizards - Boston Celtics 125-130 Memphis Grizzlies - Portland Trail Blazers 92-83 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 118-114 Dallas Mavericks - Atlanta Hawks 114-107 Utah Jazz - Miami Heat 111-84 Sacramento Kins - Minnesota Timberwolves 141-130 Golden State Warriors - Toronto Raptors 93-113
NBA Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira