Lágmarkslaun á Spáni hækka um 22 prósent um áramót Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2018 22:44 Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, greindi frá ákvörðun stjórnar sinnar fyrr í dag. Getty Lágmarkslaun á Spáni munu hækka um 22 prósent um áramótin og er hækkunin sú mesta í landinu í rúm fjörutíu ár. Hækkunin felur í sér að launþegar sem þiggja lágmarkslaun sjá fram á að fá greiddar 900 evrur í mánaðarlaun, um 127 þúsund íslenskra króna, í stað 736 evra, eða 103 þúsund íslenskar. Sósíalistinn Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, greindi frá breytingunni fyrr í dag þar sem hann sagði að „ríkt land gæti ekki verið með fátæka verkamenn“. Í frétt BBC kemur fram að tilkynning Sánchez komi tveimur dögum eftir að Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti um 100 evra hækkun á lágmarkslaunum í Frakklandi. Macron var með breytingunni að bregðast við margra vikna aðgerðum mótmælenda sem kennd hafa verið við gul vesti. Lágmarkslaun á Spáni eru endurskoðuð á ári hverju, og er hækkunin nú umtalsvert hærri en verið hefur síðustu áratugina. Þannig nam hækkunin um síðustu áramót fjögur prósent. Hækkunin nú er sú hæsta frá árinu 1977, sama ár og fyrstu kosningarnar fóru fram eftir fall einræðisherrans Francisco Franco. Lágmarkslaun á Spáni eru lægri en í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi en hærri en í fjölda annarra ESB-ríkja, meðal annars Portúgal, Grikklandi og Póllandi. Evrópa Evrópusambandið Spánn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Sjá meira
Lágmarkslaun á Spáni munu hækka um 22 prósent um áramótin og er hækkunin sú mesta í landinu í rúm fjörutíu ár. Hækkunin felur í sér að launþegar sem þiggja lágmarkslaun sjá fram á að fá greiddar 900 evrur í mánaðarlaun, um 127 þúsund íslenskra króna, í stað 736 evra, eða 103 þúsund íslenskar. Sósíalistinn Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, greindi frá breytingunni fyrr í dag þar sem hann sagði að „ríkt land gæti ekki verið með fátæka verkamenn“. Í frétt BBC kemur fram að tilkynning Sánchez komi tveimur dögum eftir að Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti um 100 evra hækkun á lágmarkslaunum í Frakklandi. Macron var með breytingunni að bregðast við margra vikna aðgerðum mótmælenda sem kennd hafa verið við gul vesti. Lágmarkslaun á Spáni eru endurskoðuð á ári hverju, og er hækkunin nú umtalsvert hærri en verið hefur síðustu áratugina. Þannig nam hækkunin um síðustu áramót fjögur prósent. Hækkunin nú er sú hæsta frá árinu 1977, sama ár og fyrstu kosningarnar fóru fram eftir fall einræðisherrans Francisco Franco. Lágmarkslaun á Spáni eru lægri en í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi en hærri en í fjölda annarra ESB-ríkja, meðal annars Portúgal, Grikklandi og Póllandi.
Evrópa Evrópusambandið Spánn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Sjá meira