Munu verja krónuna gegn útstreymi aflandskróna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. desember 2018 07:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. fréttablaðið/stefán Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það þurfi ekki að óttast að gengi krónu veikist samhliða væntanlegu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um losun aflandskróna. „Við höfum feikilega mikið púður í tunnunni,“ segir hann og vísar til þess að gjaldeyrisvaraforðinn sé 770 milljarðar króna. Þetta kom fram á fundi þegar Már kynnti vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í gærmorgun. „Maran sem við höfðum áhyggjur af að myndi leggjast yfir gjaldeyrismarkaðinn,“ segir greiningardeild Arion banka, „ætti því ekki að halda vöku fyrir markaðnum á næstunni.“ Aflandskrónur eru metnar 84 milljarðar króna. Þar af eru 37 milljarðar króna bundnir á reikningum sem myndu losna þegar frumvarpið verður að lögum. Um 40 milljarðar eru í mislöngum ríkisbréfum og átta milljarðar í öðrum verðbréfum. „Ólíklegt er að þessir átta milljarðar fari á hraða siglingu strax,“ segir Már. „Það eru samtals 64 milljarðar króna sem gætu farið út á nokkrum vikum. Þótt það sé ekki víst.“ Hann segir að Seðlabankinn muni ekki láta þennan fortíðarvanda, það er útstreymi aflandskróna, sem hafi ekkert að gera með núverandi efnahagsstöðu, verða til þess að lækka gengi krónunnar. „Við munum beita gjaldeyrisinngripum eins og þarf til að það verði ekki raunin.“ Seðlabankastjóri og greiningardeild Arion banka telja að krónan hafi veikst of mikið í haust og að krónan eigi styrkingu inni. Seðlabankinn telur að raungengið hafi færst niður fyrir jafnvægisgildi sitt. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Tengdar fréttir Forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta Þá verður gripið til aðgerða á næstunni til að bæta afkomu Seðlabanka Íslands. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem ávarpaði viðstadda á ársfundi bankans í dag. 5. apríl 2018 17:00 Einn sjóður með nærri helming aflandskróna Bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Loomis Sayles á aflandskrónur að fjárhæð samtals um 35 milljarðar. 12. desember 2018 08:45 Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í markaðinn Nýtt frumvarp gerir kleift að aflandskrónur streymi úr landi. Ef Seðlabankinn grípur ekki inn í gjaldeyrismarkaðinn er ljóst að krónan mun veikjast að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Segir að frumvarpið hefði hentað betur í styrkin 8. desember 2018 07:15 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það þurfi ekki að óttast að gengi krónu veikist samhliða væntanlegu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um losun aflandskróna. „Við höfum feikilega mikið púður í tunnunni,“ segir hann og vísar til þess að gjaldeyrisvaraforðinn sé 770 milljarðar króna. Þetta kom fram á fundi þegar Már kynnti vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í gærmorgun. „Maran sem við höfðum áhyggjur af að myndi leggjast yfir gjaldeyrismarkaðinn,“ segir greiningardeild Arion banka, „ætti því ekki að halda vöku fyrir markaðnum á næstunni.“ Aflandskrónur eru metnar 84 milljarðar króna. Þar af eru 37 milljarðar króna bundnir á reikningum sem myndu losna þegar frumvarpið verður að lögum. Um 40 milljarðar eru í mislöngum ríkisbréfum og átta milljarðar í öðrum verðbréfum. „Ólíklegt er að þessir átta milljarðar fari á hraða siglingu strax,“ segir Már. „Það eru samtals 64 milljarðar króna sem gætu farið út á nokkrum vikum. Þótt það sé ekki víst.“ Hann segir að Seðlabankinn muni ekki láta þennan fortíðarvanda, það er útstreymi aflandskróna, sem hafi ekkert að gera með núverandi efnahagsstöðu, verða til þess að lækka gengi krónunnar. „Við munum beita gjaldeyrisinngripum eins og þarf til að það verði ekki raunin.“ Seðlabankastjóri og greiningardeild Arion banka telja að krónan hafi veikst of mikið í haust og að krónan eigi styrkingu inni. Seðlabankinn telur að raungengið hafi færst niður fyrir jafnvægisgildi sitt.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Tengdar fréttir Forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta Þá verður gripið til aðgerða á næstunni til að bæta afkomu Seðlabanka Íslands. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem ávarpaði viðstadda á ársfundi bankans í dag. 5. apríl 2018 17:00 Einn sjóður með nærri helming aflandskróna Bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Loomis Sayles á aflandskrónur að fjárhæð samtals um 35 milljarðar. 12. desember 2018 08:45 Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í markaðinn Nýtt frumvarp gerir kleift að aflandskrónur streymi úr landi. Ef Seðlabankinn grípur ekki inn í gjaldeyrismarkaðinn er ljóst að krónan mun veikjast að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Segir að frumvarpið hefði hentað betur í styrkin 8. desember 2018 07:15 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta Þá verður gripið til aðgerða á næstunni til að bæta afkomu Seðlabanka Íslands. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem ávarpaði viðstadda á ársfundi bankans í dag. 5. apríl 2018 17:00
Einn sjóður með nærri helming aflandskróna Bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Loomis Sayles á aflandskrónur að fjárhæð samtals um 35 milljarðar. 12. desember 2018 08:45
Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í markaðinn Nýtt frumvarp gerir kleift að aflandskrónur streymi úr landi. Ef Seðlabankinn grípur ekki inn í gjaldeyrismarkaðinn er ljóst að krónan mun veikjast að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Segir að frumvarpið hefði hentað betur í styrkin 8. desember 2018 07:15