Bíóupplifun ársins framlengd í Paradís Þórarinn Þórarinsson skrifar 13. desember 2018 09:00 Roma er persónulegasta mynd Alfonso Cuarón, áleitin og áhrifarík, þannig að eindregið er mælt með því að fólk sjái hana. Þeir sem hafa séð Roma, nýjustu mynd mexíkóska leikstjórans Alfonso Cuarón, halda vart vatni af hrifningu. Netflix byrjar að sýna myndina á föstudaginn en enn er tækifæri til þess að sjá hana í bíó. Eins og á að upplifa hana. Alfonso Cuarón er frumlegur og fjölbreytilegur í efnisvali og á að baki jafn ólíkar myndir og Children of Men, Harry Potter and the Prisoner of Azkaban og Gravity sem skilaði honum Óskarsverðlaunum fyrir leikstjórn 2014. Roma er öllu jarðbundnari en þessar þrjár og einnig sú persónulegasta sem hann hefur gert. Myndin gerist upp úr 1970 í Roma-hverfi Mexíkóborgar þar sem Cuarón ólst upp og ekki leynir sér að myndin er um margt sjálfsævisöguleg. Myndin fjallar um ósköp venjulega fjölskyldu sem býr þar ásamt tveimur ráðskonum sínum. Þegar röð atvika ógnar tilveru fjölskyldunnar leggur önnur ráðskonan sig alla fram um að halda friðinn á meðan hún þarf að takast á við eigin vandræði. Efnisveitan Netflix frumsýnir Roma á föstudaginn en hún hefur þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðum og í sérvöldum kvikmyndahúsum, meðal annars á Íslandi í Bíó Paradís. Roma var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem hún vann hin eftirsóttu verðlaun Gullna ljónið. Þá var hún sýnd nýlega á Kvikmyndahátíðinni í New York og BFI-hátíðinni í London.Sýningum á Roma í Bíó Paradís átti að ljúka í dag en Hrönn Sveinsdóttir hefur fengið framlengingu til 22. desember, ekki eftir neinu að bíða.Myndin hefur vakið gríðarlega hrifningu og þannig telur gagnrýnandi hins virta kvikmyndatímarits Empire myndina vera þá bestu sem Cuarón hefur gert til þessa. Myndin er framlag Mexíkó í keppnina um bestu erlendu myndina á Óskarsverðlaunahátíðinni og ljóst þykir að hún muni hljóta fleiri tilnefningar og þegar er byrjað að fullyrða að hún muni óhjákvæmilega hljóta verðlaun sem besta mynd ársins.Ein magnaðasta mynd síðari ára „Roma er bíóupplifun ársins,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Bíó Paradís, og fer ekki leynt með að hún er bæði stolt og ánægð með að hafa fengið tækifæri til þess að bjóða upp á myndina á breiðtjaldi. „Myndataka og hljóðheimur myndarinnar er eitthvað sem fólk verður að njóta í bíó og við erum mjög ánægð að geta boðið upp á það tækifæri. Þetta er myndin sem mun vinna Óskarinn sem besta erlenda myndin og er án efa ein af mögnuðustu myndum síðustu ára,“ segir Hrönn og bætir við að samningar hafi náðst um sýningar á myndinni í Paradís til 22. desember þótt hún verði orðin aðgengileg á Netflix. Roma er svarthvít, á spænsku og leikararnir eru nánast óþekktir úti í hinum stóra heimi þannig að Cuarón gerði sér grein fyrir því að það yrði á brattann að sækja ef myndin væri aðeins sýnd í kvikmyndahúsum og þannig blandast Netflix í málið.Alfonso Cuarón ásamt Angelinu Jolie þegar hann hampaði Óskarnum fyrir Gravity. Yfirgnæfandi líkur eru á því að hann bæti fleiri styttum í safnið.Þar sem Cuarón er mikið í mun að Roma nái til sem flestra áhorfenda sló hann til þegar Netflix bauð upp á möguleika á sýningum í kvikmyndahúsum auk alþjóðlegrar dreifingar á efnisveitunni. Hann segist hafa haft áhyggjur af því að annars myndi hún fara fram hjá mörgum og telur sig hafa tryggt myndinni langlífi með samstarfinu við Netflix.Ekta bíómynd Viðbrögð gagnrýnenda og áhorfenda benda síðan eindregið til þess að Netflix hafi þarna veðjað á réttan hest þar sem talið er víst að Roma verði sterkasta Óskarsverðlaunatromp veitunnar og líklega fyrsta Netflix-myndin sem mun hljóta tilnefningu sem besta myndin. Hrönn er ekki ein á báti þegar hún leggur ofuráherslu á að fólk horfi á Roma í kvikmyndahúsi. Leikstjórinn Edgar Wright (Scott Pilgrim vs. the World, Hot Fuzz, Baby Driver) er einn þeirra sem heilluðust af Roma þegar hún var sýnd í London og hann hefur látið þau boð út ganga, um leið og hann eys myndina lofi, að ekkert annað komi til greina en að upplifa hana í bíó. Wright segir myndina vera sláandi og að hún sé í senn innileg, persónuleg og ofboðslega víðfeðm. „Ég vildi sökkva mér aftur ofan í hana um leið og hún var búin. Hún krefst þess að horft sé á hana af stóra tjaldinu.“ Bíó og sjónvarp Gagnrýni Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fleiri fréttir Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þeir sem hafa séð Roma, nýjustu mynd mexíkóska leikstjórans Alfonso Cuarón, halda vart vatni af hrifningu. Netflix byrjar að sýna myndina á föstudaginn en enn er tækifæri til þess að sjá hana í bíó. Eins og á að upplifa hana. Alfonso Cuarón er frumlegur og fjölbreytilegur í efnisvali og á að baki jafn ólíkar myndir og Children of Men, Harry Potter and the Prisoner of Azkaban og Gravity sem skilaði honum Óskarsverðlaunum fyrir leikstjórn 2014. Roma er öllu jarðbundnari en þessar þrjár og einnig sú persónulegasta sem hann hefur gert. Myndin gerist upp úr 1970 í Roma-hverfi Mexíkóborgar þar sem Cuarón ólst upp og ekki leynir sér að myndin er um margt sjálfsævisöguleg. Myndin fjallar um ósköp venjulega fjölskyldu sem býr þar ásamt tveimur ráðskonum sínum. Þegar röð atvika ógnar tilveru fjölskyldunnar leggur önnur ráðskonan sig alla fram um að halda friðinn á meðan hún þarf að takast á við eigin vandræði. Efnisveitan Netflix frumsýnir Roma á föstudaginn en hún hefur þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðum og í sérvöldum kvikmyndahúsum, meðal annars á Íslandi í Bíó Paradís. Roma var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem hún vann hin eftirsóttu verðlaun Gullna ljónið. Þá var hún sýnd nýlega á Kvikmyndahátíðinni í New York og BFI-hátíðinni í London.Sýningum á Roma í Bíó Paradís átti að ljúka í dag en Hrönn Sveinsdóttir hefur fengið framlengingu til 22. desember, ekki eftir neinu að bíða.Myndin hefur vakið gríðarlega hrifningu og þannig telur gagnrýnandi hins virta kvikmyndatímarits Empire myndina vera þá bestu sem Cuarón hefur gert til þessa. Myndin er framlag Mexíkó í keppnina um bestu erlendu myndina á Óskarsverðlaunahátíðinni og ljóst þykir að hún muni hljóta fleiri tilnefningar og þegar er byrjað að fullyrða að hún muni óhjákvæmilega hljóta verðlaun sem besta mynd ársins.Ein magnaðasta mynd síðari ára „Roma er bíóupplifun ársins,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Bíó Paradís, og fer ekki leynt með að hún er bæði stolt og ánægð með að hafa fengið tækifæri til þess að bjóða upp á myndina á breiðtjaldi. „Myndataka og hljóðheimur myndarinnar er eitthvað sem fólk verður að njóta í bíó og við erum mjög ánægð að geta boðið upp á það tækifæri. Þetta er myndin sem mun vinna Óskarinn sem besta erlenda myndin og er án efa ein af mögnuðustu myndum síðustu ára,“ segir Hrönn og bætir við að samningar hafi náðst um sýningar á myndinni í Paradís til 22. desember þótt hún verði orðin aðgengileg á Netflix. Roma er svarthvít, á spænsku og leikararnir eru nánast óþekktir úti í hinum stóra heimi þannig að Cuarón gerði sér grein fyrir því að það yrði á brattann að sækja ef myndin væri aðeins sýnd í kvikmyndahúsum og þannig blandast Netflix í málið.Alfonso Cuarón ásamt Angelinu Jolie þegar hann hampaði Óskarnum fyrir Gravity. Yfirgnæfandi líkur eru á því að hann bæti fleiri styttum í safnið.Þar sem Cuarón er mikið í mun að Roma nái til sem flestra áhorfenda sló hann til þegar Netflix bauð upp á möguleika á sýningum í kvikmyndahúsum auk alþjóðlegrar dreifingar á efnisveitunni. Hann segist hafa haft áhyggjur af því að annars myndi hún fara fram hjá mörgum og telur sig hafa tryggt myndinni langlífi með samstarfinu við Netflix.Ekta bíómynd Viðbrögð gagnrýnenda og áhorfenda benda síðan eindregið til þess að Netflix hafi þarna veðjað á réttan hest þar sem talið er víst að Roma verði sterkasta Óskarsverðlaunatromp veitunnar og líklega fyrsta Netflix-myndin sem mun hljóta tilnefningu sem besta myndin. Hrönn er ekki ein á báti þegar hún leggur ofuráherslu á að fólk horfi á Roma í kvikmyndahúsi. Leikstjórinn Edgar Wright (Scott Pilgrim vs. the World, Hot Fuzz, Baby Driver) er einn þeirra sem heilluðust af Roma þegar hún var sýnd í London og hann hefur látið þau boð út ganga, um leið og hann eys myndina lofi, að ekkert annað komi til greina en að upplifa hana í bíó. Wright segir myndina vera sláandi og að hún sé í senn innileg, persónuleg og ofboðslega víðfeðm. „Ég vildi sökkva mér aftur ofan í hana um leið og hún var búin. Hún krefst þess að horft sé á hana af stóra tjaldinu.“
Bíó og sjónvarp Gagnrýni Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fleiri fréttir Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira