Ríkur stuðningur við fangelsaða blaðamenn Reuters Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. desember 2018 09:00 Meðferð blaðamannanna er reglulega mótmælt. Nordicphotos/AFP Stuðningsmenn mjanmörsku Reuters-blaðamannanna Wa Lone og Kyaw Soe Oo söfnuðust saman í miðborg Yangon í gær. Fjöldi fólks birti stuðningsyfirlýsingar á netinu og fjölskyldur og vinir blaðamannanna kölluðu eftir því að þeir yrðu leystir úr haldi. BBC greindi frá. Blaðamennirnir tveir voru handteknir í desember fyrir ári og síðar dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn lögum um ríkisleyndarmál. Þeir höfðu verið að vinna að umfjöllun um fjöldamorð á tíu Róhingjum í bænum Inn Dinn í Rakhine-ríki Mjanmars. Rannsakendur á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa sakað mjanmarska herforingja um að standa að þjóðarmorði í Rakhine. Blaðamennirnir hafa alltaf haldið fram sakleysi sínu, sagt að lögregla hafi uppdiktað sekt þeirra. Wa Lone og Kyaw Soe Oo voru á meðal þeirra ofsóttu blaðamanna sem Time útnefndi manneskjur ársins. Aung San Suu Kyi, handhafi friðarverðlauna Nóbels, ríkisráðgjafi og þjóðarleiðtogi Mjanmar, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir mál blaðamannanna og vissulega hið meinta þjóðarmorð sömuleiðis. Suu Kyi hefur neitað að náða mennina og varið réttmæti dómsins. Sagt blaðamennina hafa brotið landslög. „Fyrir ári voru Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, handteknir í tálbeituaðgerð lögreglu sem ætlað var að trufla rannsókn þeirra á fjöldamorði í Mjanmar. Sú staðreynd að þeir eru enn í fangelsi fyrir glæp sem þeir frömdu ekki er þess valdandi að stórt spurningarmerki er sett við mjanmarskt lýðræði og tjáningarfrelsi,“ sagði í yfirlýsingu sem Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, sendi frá sér. Asía Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mjanmar Tengdar fréttir Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00 Fangelsaðir blaðamenn í Myanmar telja lögreglu hafa leitt þá í gildru Dæmdir í fangelsi fyrir að ætla að skaða hagsmuni ríkisins. 3. september 2018 08:01 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Stuðningsmenn mjanmörsku Reuters-blaðamannanna Wa Lone og Kyaw Soe Oo söfnuðust saman í miðborg Yangon í gær. Fjöldi fólks birti stuðningsyfirlýsingar á netinu og fjölskyldur og vinir blaðamannanna kölluðu eftir því að þeir yrðu leystir úr haldi. BBC greindi frá. Blaðamennirnir tveir voru handteknir í desember fyrir ári og síðar dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn lögum um ríkisleyndarmál. Þeir höfðu verið að vinna að umfjöllun um fjöldamorð á tíu Róhingjum í bænum Inn Dinn í Rakhine-ríki Mjanmars. Rannsakendur á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa sakað mjanmarska herforingja um að standa að þjóðarmorði í Rakhine. Blaðamennirnir hafa alltaf haldið fram sakleysi sínu, sagt að lögregla hafi uppdiktað sekt þeirra. Wa Lone og Kyaw Soe Oo voru á meðal þeirra ofsóttu blaðamanna sem Time útnefndi manneskjur ársins. Aung San Suu Kyi, handhafi friðarverðlauna Nóbels, ríkisráðgjafi og þjóðarleiðtogi Mjanmar, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir mál blaðamannanna og vissulega hið meinta þjóðarmorð sömuleiðis. Suu Kyi hefur neitað að náða mennina og varið réttmæti dómsins. Sagt blaðamennina hafa brotið landslög. „Fyrir ári voru Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, handteknir í tálbeituaðgerð lögreglu sem ætlað var að trufla rannsókn þeirra á fjöldamorði í Mjanmar. Sú staðreynd að þeir eru enn í fangelsi fyrir glæp sem þeir frömdu ekki er þess valdandi að stórt spurningarmerki er sett við mjanmarskt lýðræði og tjáningarfrelsi,“ sagði í yfirlýsingu sem Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, sendi frá sér.
Asía Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mjanmar Tengdar fréttir Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00 Fangelsaðir blaðamenn í Myanmar telja lögreglu hafa leitt þá í gildru Dæmdir í fangelsi fyrir að ætla að skaða hagsmuni ríkisins. 3. september 2018 08:01 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00
Fangelsaðir blaðamenn í Myanmar telja lögreglu hafa leitt þá í gildru Dæmdir í fangelsi fyrir að ætla að skaða hagsmuni ríkisins. 3. september 2018 08:01