Líklegt að May standist vantraust: Hyggst ekki leiða flokkinn í gegn um næstu kosningar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. desember 2018 18:00 Atkvæðagreiðsla um vantraust á hendur May stendur nú yfir. AP/Tim Ireland Þingflokksfundur Íhaldsflokksins hófst klukkan sex og reikna má með að úrslit atkvæðagreiðslu um vantraust verði ljós rétt eftir klukkan átta. Í morgun varð það gert ljóst að meira en 48 þingmenn íhaldsflokksins höfðu óskað þess að vantraust yrði tekið á dagskrá innan þingflokksins og hefur þingflokksformaður Íhaldsmanna orðið við því. Kornið sem fyllti mælinn fyrir harðlínumenn í Íhaldsflokknum var ákvörðun Theresu May að fresta atkvæðagreiðslu í breska þinginu um útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandins. Almenn óánægja hefur ríkt með sáttmálann og nær öruggt að hann yrði felldur yrði greitt um hann atkvæði. May hefur áður mætt miklum mótbyr og hefur heitið því að berjast gegn áskoruninni með kjafti og klóm. Hún hefur þó tilkynnt að hún muni hætta sem leiðtogi fyrir næstu þingkosningar en margir andstæðinga hennar óttast gengi flokksins ef hún myndi leiða hann í gegn um kosningar.Fjölmargir þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við May og spáir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, því að hún nái að standast þetta áhlaup. „Menn hafa verið að telja þetta saman í allan dag og eins og þetta lítur út núna þá er líklegt að hún standi þetta af sér að það dugi ekki til fyrir áskorendurnar að koma henni frá núna,“ segir Eiríkur. Samkvæmt talningu The Guardian hafa 160 þingmenn Íhaldsflokksins lýst yfir stuðningi við May, 28 ætla að greiða atkvæði með vantrausti en 128 hafa ekki gefið upp afstöðu sína. May þarf atkvæði 158 til að standast vantraust. Gerist það má ekki leggja fram vantraust innan Íhaldsflokksins í 12 mánuði. Eiríkur segir að þannig muni hún hljóta ákveðið skjól frá eigin flokksfélögum en enn geti stjórnarandstaðan gripið til vopna. „Ef að stór hluti þingflokks Íhaldsmanna greiðir atkvæði gegn henni skapast færi fyrir Verkamannaflokkinn að bera fram vantraustsyfirlýsingu á hana sem forsætisráðherra,“ segir hann. Þrátt fyrir að May muni standa af sér öll áhlaup er enn ekki fyrirséð hvernig hún muni ná útgöngusáttmálanum í gegn um breska þingið. Mikil andstaða er við sáttmálann og leiðtogar Evrópusambandsins segja að ekki sé mögulegt að endursemja um efni hans. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May sat fyrir svörum í þinginu Brexit var til harðrar umræðu í fyrirspurnatíma forsætirsáðherra í breska þinginu. 12. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Þingflokksfundur Íhaldsflokksins hófst klukkan sex og reikna má með að úrslit atkvæðagreiðslu um vantraust verði ljós rétt eftir klukkan átta. Í morgun varð það gert ljóst að meira en 48 þingmenn íhaldsflokksins höfðu óskað þess að vantraust yrði tekið á dagskrá innan þingflokksins og hefur þingflokksformaður Íhaldsmanna orðið við því. Kornið sem fyllti mælinn fyrir harðlínumenn í Íhaldsflokknum var ákvörðun Theresu May að fresta atkvæðagreiðslu í breska þinginu um útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandins. Almenn óánægja hefur ríkt með sáttmálann og nær öruggt að hann yrði felldur yrði greitt um hann atkvæði. May hefur áður mætt miklum mótbyr og hefur heitið því að berjast gegn áskoruninni með kjafti og klóm. Hún hefur þó tilkynnt að hún muni hætta sem leiðtogi fyrir næstu þingkosningar en margir andstæðinga hennar óttast gengi flokksins ef hún myndi leiða hann í gegn um kosningar.Fjölmargir þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við May og spáir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, því að hún nái að standast þetta áhlaup. „Menn hafa verið að telja þetta saman í allan dag og eins og þetta lítur út núna þá er líklegt að hún standi þetta af sér að það dugi ekki til fyrir áskorendurnar að koma henni frá núna,“ segir Eiríkur. Samkvæmt talningu The Guardian hafa 160 þingmenn Íhaldsflokksins lýst yfir stuðningi við May, 28 ætla að greiða atkvæði með vantrausti en 128 hafa ekki gefið upp afstöðu sína. May þarf atkvæði 158 til að standast vantraust. Gerist það má ekki leggja fram vantraust innan Íhaldsflokksins í 12 mánuði. Eiríkur segir að þannig muni hún hljóta ákveðið skjól frá eigin flokksfélögum en enn geti stjórnarandstaðan gripið til vopna. „Ef að stór hluti þingflokks Íhaldsmanna greiðir atkvæði gegn henni skapast færi fyrir Verkamannaflokkinn að bera fram vantraustsyfirlýsingu á hana sem forsætisráðherra,“ segir hann. Þrátt fyrir að May muni standa af sér öll áhlaup er enn ekki fyrirséð hvernig hún muni ná útgöngusáttmálanum í gegn um breska þingið. Mikil andstaða er við sáttmálann og leiðtogar Evrópusambandsins segja að ekki sé mögulegt að endursemja um efni hans.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May sat fyrir svörum í þinginu Brexit var til harðrar umræðu í fyrirspurnatíma forsætirsáðherra í breska þinginu. 12. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55
May sat fyrir svörum í þinginu Brexit var til harðrar umræðu í fyrirspurnatíma forsætirsáðherra í breska þinginu. 12. desember 2018 12:08
Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00