Innlent

Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook síðu Miðflokksins.

„Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast,“ segir í tilkynningunni.

Þá er tekið fyrir í tilkynningunni að ekki hafi verið hægt að ná í Sigmund Davíð vegna fundarins.

„Er sannleikurinn sá að alltaf er hægt að ná í Sigmund Davíð af starfsmönnum Alþingis eða koma boðum til hans. Svar við fundarboði var tilbúið en kl 17.00 var fundurinn afboðaður. Engin tímamörk voru höfð í fundarboði. Það var vitað að hvert svo sem svarið hefði orðið hefði það lekið í fjölmiðla nær samstundis.“

Þess ber þó að geta að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra höfðu svarað fundarboðinu.

Ekki búið að fara fram á bætur frá neinum

Þá er einnig komið inn á það að Bára Halldórsdóttir sem tók upp samtal sexmenninganna á Klaustri hefur verið boðuð til þinghalds vegna mögulegs einkamáls fjögurra þingmanna Miðflokksins á hendur henni.

„Vegna umræðu í fjölmiðlum er rétt að taka eftirfarandi fram. Skýrslutaka yfir manneskju sem gerðist sek um eða tók á sig sök um hlerun er einungis einn liður í nauðsynlegri gagnaöflun. Við reiknum fastlega með því að ýmislegt eigi eftir að koma fram. Rétt einstaklinga til friðhelgi ber alltaf að virða og er það okkar helsti útgangspunktur. Ekki er búið að ákæra neinn og ekki að fara fram á bætur frá neinum.“






Tengdar fréttir

Engin viðurlög en gengið út frá því að hlutverk Alþingis sé virt

Forseti Alþingis segir að almennt sé treyst á að menn bregðist vel við fundarboði hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis. Sjaldgæft sé að það sé ekki gert. Formaður og þingmaður Miðflokksins svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum nefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×