Íbúðalánasjóður stofnar leigufélagið Bríeti Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2018 13:27 Bríet er sögð ætla að leggja áherslu á landsbyggðina en ekki standa í samkeppni á höfuðborgarsvæðinu. visir/vilhelm Stjórn Íbúðalánsjóðs tók á fundi sínum í dag ákvörðun um stofnun leigufélags utan um fasteignir sjóðsins. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kynnti áformin á fundi um húsnæðismál sem haldinn var í Dalabyggð í dag. Fram kemur í tilkynningum frá Íbúðalánasjóði og Stjórnarráðinu að leigufélagið muni fá nafnið Bríet, rekstur þess verður sjálfstæður og að félagið muni taka við flestum þeim fasteignum sem eru á hendi sjóðsins í dag. Ætlunin sé að „reka hagkvæma leiguþjónustu með sérstaka áherslu á landsbyggðina.“ Bríeti sé þó ekki ætlað að fara í samkeppni við einkarekin leigufélög á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt er tekið fram að meirihluti eignanna sé nú þegar í útleigu og að núverandi leigutakar þurfi ekki að „óttast um hag sinn vegna þessara breytinga,“ eins og það er orðað á vef Stjórnarráðsins. Soffía Guðmundsdóttir, sem áður var framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs hjá Íbúðalánasjóði, mun stýra hinu nýja leigufélagi. Ásmundur er sagður á vef Stjórnarráðsins vilja fá sveitarfélög til samstarfs við hið nýja félag, sem mörg hver reka nú þegar félagslegt húsnæði. Ráðherrann er sagður telja að hægt verði að „bæta gæði, auka framboð og draga úr kostnaði með því að sameinast um rekstur slíks húsnæðis í stærra félagi sem starfi í þessum tilgangi einum og hafi ekki hagnað að leiðarljósi, umfram það sem þarf til að sinna viðhaldi og endurnýjun húsnæðisins.“ Nánar má fræðast um Bríeti á vef Stjórnarráðsins. Húsnæðismál Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Sjá meira
Stjórn Íbúðalánsjóðs tók á fundi sínum í dag ákvörðun um stofnun leigufélags utan um fasteignir sjóðsins. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kynnti áformin á fundi um húsnæðismál sem haldinn var í Dalabyggð í dag. Fram kemur í tilkynningum frá Íbúðalánasjóði og Stjórnarráðinu að leigufélagið muni fá nafnið Bríet, rekstur þess verður sjálfstæður og að félagið muni taka við flestum þeim fasteignum sem eru á hendi sjóðsins í dag. Ætlunin sé að „reka hagkvæma leiguþjónustu með sérstaka áherslu á landsbyggðina.“ Bríeti sé þó ekki ætlað að fara í samkeppni við einkarekin leigufélög á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt er tekið fram að meirihluti eignanna sé nú þegar í útleigu og að núverandi leigutakar þurfi ekki að „óttast um hag sinn vegna þessara breytinga,“ eins og það er orðað á vef Stjórnarráðsins. Soffía Guðmundsdóttir, sem áður var framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs hjá Íbúðalánasjóði, mun stýra hinu nýja leigufélagi. Ásmundur er sagður á vef Stjórnarráðsins vilja fá sveitarfélög til samstarfs við hið nýja félag, sem mörg hver reka nú þegar félagslegt húsnæði. Ráðherrann er sagður telja að hægt verði að „bæta gæði, auka framboð og draga úr kostnaði með því að sameinast um rekstur slíks húsnæðis í stærra félagi sem starfi í þessum tilgangi einum og hafi ekki hagnað að leiðarljósi, umfram það sem þarf til að sinna viðhaldi og endurnýjun húsnæðisins.“ Nánar má fræðast um Bríeti á vef Stjórnarráðsins.
Húsnæðismál Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Sjá meira