Klopp um Alisson: Ef ég vissi að hann væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2018 10:30 Alisson Becker með Jürgen Klopp. Vísir/Getty Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. Stuðningsmenn Liverpool eru enn að jafna sig eftir hryllileg markvarðarmistök Loris Karius í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor en geta varla verið sáttari með markvörðinn sinn í dag. Hetja gærkvöldsins var án efa Alisson Becker sem varði algjört dauðafæri frá sóknarmanni Napoli í lok leiksins. Hefði Arkadiusz Milik skorað fyrir Napoli úr þessu færi þá hefði Liverpool þurft að skora tvö mörk sem var þrautinni þyngra. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, réði sér ekki fyrir kæti í leikslok og enginn var sáttari með Alisson Becker en hann."If I knew Alisson was this good I would have paid double.” Jurgen Klopp was on top form after Liverpool’s Champions League win. Readhttps://t.co/yDbsDgihPOpic.twitter.com/3dkPSLy2s9 — BBC Sport (@BBCSport) December 12, 2018„Ef ég vissi að Alisson væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira, sagði Jürgen Klopp en Liverpool borgaði Roma 66,8 milljónir punda fyrir brasilíska markvörðinn í sumar. Alisson Becker var dýrasti markvörður heims í aðeins nokkrar vikur en Chelsea sló metið með því að kaupa Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao fyrir 71,6 milljónir punda. Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins og á meðan Alisson Becker hélt marki sínu hreinu þá var það alltaf nóg. Það munaði hinsvegar ótrúlega litlu þegar boltinn datt fyrir Arkadiusz Milik á markteignum. Alisson Becker brást ekki á úrslitastundu, gerði sig stórann og komst fyrir skotið. Napoli menn trúðu ekki sínum eigin augum en leikmenn Liverpool fögnuðu Alisson Becker aftur á móti eins og hann hefði skorað mark. „Markið sem Mo skoraði var ótrúlegt en ég á engin orð til að lýsa markvörslunni hjá Ali (Allison). Hann bjargaði lífi okkar í kvöld,“ sagði Klopp. „Vá, þvílíkur leikur. Ég er ekki viss um að knattspyrnustjóri geti verið stoltari af liði sínu en ég er núna,“ sagði Klopp. Alisson Becker er búinn að halda tólf sinnum hreinu á tímabilinu þarf af tvisvar í sex leikjum í Meistaradeildinni. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. Stuðningsmenn Liverpool eru enn að jafna sig eftir hryllileg markvarðarmistök Loris Karius í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor en geta varla verið sáttari með markvörðinn sinn í dag. Hetja gærkvöldsins var án efa Alisson Becker sem varði algjört dauðafæri frá sóknarmanni Napoli í lok leiksins. Hefði Arkadiusz Milik skorað fyrir Napoli úr þessu færi þá hefði Liverpool þurft að skora tvö mörk sem var þrautinni þyngra. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, réði sér ekki fyrir kæti í leikslok og enginn var sáttari með Alisson Becker en hann."If I knew Alisson was this good I would have paid double.” Jurgen Klopp was on top form after Liverpool’s Champions League win. Readhttps://t.co/yDbsDgihPOpic.twitter.com/3dkPSLy2s9 — BBC Sport (@BBCSport) December 12, 2018„Ef ég vissi að Alisson væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira, sagði Jürgen Klopp en Liverpool borgaði Roma 66,8 milljónir punda fyrir brasilíska markvörðinn í sumar. Alisson Becker var dýrasti markvörður heims í aðeins nokkrar vikur en Chelsea sló metið með því að kaupa Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao fyrir 71,6 milljónir punda. Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins og á meðan Alisson Becker hélt marki sínu hreinu þá var það alltaf nóg. Það munaði hinsvegar ótrúlega litlu þegar boltinn datt fyrir Arkadiusz Milik á markteignum. Alisson Becker brást ekki á úrslitastundu, gerði sig stórann og komst fyrir skotið. Napoli menn trúðu ekki sínum eigin augum en leikmenn Liverpool fögnuðu Alisson Becker aftur á móti eins og hann hefði skorað mark. „Markið sem Mo skoraði var ótrúlegt en ég á engin orð til að lýsa markvörslunni hjá Ali (Allison). Hann bjargaði lífi okkar í kvöld,“ sagði Klopp. „Vá, þvílíkur leikur. Ég er ekki viss um að knattspyrnustjóri geti verið stoltari af liði sínu en ég er núna,“ sagði Klopp. Alisson Becker er búinn að halda tólf sinnum hreinu á tímabilinu þarf af tvisvar í sex leikjum í Meistaradeildinni.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira