Segja löngu tímabært að gera sögu hinsegin fólks betri skil Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2018 21:00 Enn er mörgum spurningum ósvarað um sögu hinsegin fólks á Íslandi. Vísir/Elín Þótt fátt bendi til annars en að hommar, lesbíur, trans og annað hinseginfólk hafi búið á Íslandi allt frá landnámi er lítið er vitað um sögu hinsegin fólks á Íslandi fyrir árið 1950. Í tilefni af stórafmæli samtakanna 78' á næsta ári hefur regnbogaþráðurinn, vegvísir um sögu hinsegin fólks, verið fléttaður saman við grunnsýningu Þjóðminjasafnsins. Ýmsum spurningum er velt upp í Regnbogaþræðinum enda sagan mörgu leyti ennþá götótt. „Samtökin 78’ eða fulltrúar frá þeim komu að máli við okkur hérna í safninu og höfðu áhuga á því að gera hinsegin sögunni skil í safninu og við tókum vel í það enda stendur safnið fyrir víðsýni og mannréttindi,” segir Ingunn Jónsdóttir, sviðsstjóri miðlunar hjá Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin er í formi vefleiðsagnar með hljóði og verður opin eitthvað fram á næsta ár. Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslenskufræðingur og doktorsnemi og Ynda Gestsson, list- og sagnfræðingur, eru sjálfboðaliðar hjá Samtökunum 78’ og segja löngu tímabært að sögunni séu gerð betri skil. „Það við vitum ekki mjög mikið og það vantar mikið upp á rannsóknir,” segir Ásta Kristín og Ynda tekur í sama streng. Þó er ýmislegt sem fyrir liggur og má finna heimildir úr ýmsum áttum. Meðal þess sem bregður fyrir í sýningunni er bréf sem Sigurður Guðmundsson málari og hönnuður íslenska skautbúningsins ritaði árið 1870. „Í þessu bréfi hans til Eggerts Ó. Briem er mjög athyglisverð teikning af fjúgandi typpi sem að gefur ótrúlega margar vísbendingar um það hvernig Sigurður gæti hafa verið, hvað hann gæti hafa verið að hugsa og getur verið leiðarvísir inn í hinseginleika sem var í gangi á 19.öld,” segir Ynda. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Þótt fátt bendi til annars en að hommar, lesbíur, trans og annað hinseginfólk hafi búið á Íslandi allt frá landnámi er lítið er vitað um sögu hinsegin fólks á Íslandi fyrir árið 1950. Í tilefni af stórafmæli samtakanna 78' á næsta ári hefur regnbogaþráðurinn, vegvísir um sögu hinsegin fólks, verið fléttaður saman við grunnsýningu Þjóðminjasafnsins. Ýmsum spurningum er velt upp í Regnbogaþræðinum enda sagan mörgu leyti ennþá götótt. „Samtökin 78’ eða fulltrúar frá þeim komu að máli við okkur hérna í safninu og höfðu áhuga á því að gera hinsegin sögunni skil í safninu og við tókum vel í það enda stendur safnið fyrir víðsýni og mannréttindi,” segir Ingunn Jónsdóttir, sviðsstjóri miðlunar hjá Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin er í formi vefleiðsagnar með hljóði og verður opin eitthvað fram á næsta ár. Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslenskufræðingur og doktorsnemi og Ynda Gestsson, list- og sagnfræðingur, eru sjálfboðaliðar hjá Samtökunum 78’ og segja löngu tímabært að sögunni séu gerð betri skil. „Það við vitum ekki mjög mikið og það vantar mikið upp á rannsóknir,” segir Ásta Kristín og Ynda tekur í sama streng. Þó er ýmislegt sem fyrir liggur og má finna heimildir úr ýmsum áttum. Meðal þess sem bregður fyrir í sýningunni er bréf sem Sigurður Guðmundsson málari og hönnuður íslenska skautbúningsins ritaði árið 1870. „Í þessu bréfi hans til Eggerts Ó. Briem er mjög athyglisverð teikning af fjúgandi typpi sem að gefur ótrúlega margar vísbendingar um það hvernig Sigurður gæti hafa verið, hvað hann gæti hafa verið að hugsa og getur verið leiðarvísir inn í hinseginleika sem var í gangi á 19.öld,” segir Ynda.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira