Innlent

Stjórnarformaður Kjarnans segir hegðun Ágústs hafa verið niðrandi og óboðlega

Birgir Olgeirsson skrifar
Ágúst Ólafur var áminntur af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar en mál hans hefur ekki verið tilkynnt til siðanefndar Alþingis.
Ágúst Ólafur var áminntur af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar en mál hans hefur ekki verið tilkynnt til siðanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm
Stjórnarformaður Kjarnans miðla fullyrðir að hegðun Ágústs Ólafs Ágústssonar í garð starfsmanns Kjarnans hafi verið niðrandi og óboðleg. Hegðunin hafði að sögn stjórnarformannsins víðtækar afleiðingar fyrir þann varð fyrir henni, bæði persónulegar og faglegar.

Þetta ritar Hjálmar Gíslason, stjórnarformaður Kjarnans, í yfirlýsingu sem birt er á vef Kjarnans.

Þar kemur fram að stjórn og stjórnendur Kjarnans hafi staðið hundrað prósent á bak við blaðamann Kjarnans, Báru Huld Beck, sem varð fyrir áreitni þingmannsins.

Bára Huld, blaðamaður Kjarnans.Kjarninn
Hjálmar segir að bæði stjórn og stjórnendur Kjarnans hafi gert Báru ljóst frá upphafi að hún réði ferðinni í þessum máli og til hvaða aðgerða hún taldi réttast að grípa.

Hann segir jafnframt að eftir að viðurkenning lá fyrir frá Ágústi á því sem átti sér stað, en enginn sýnilegur vilji til að bregðast við hegðun sinni með öðrum hætti, ákvað Bára að koma vitneskju sinni á framfæri við Samfylkinguna en þar fór málið fyrir nýstofnaða trúnaðarnefnd flokksins.

Hjálmar segir Báru hafa fullan rétt yfir því hvort, hvenær og hvernig hún tjáir sig um þau atvik sem hún varð fyrir, líkt og í öllum öðrum áreitni- og ofbeldismálum.

Biður Hjálmar að endingu fjölmiðla og aðra að virða þau mörk.


Tengdar fréttir

Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×