Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. desember 2018 15:30 Í breytingartillögu við samgönguáætlun er gert ráð fyrir að vegtollur verði tekinn upp á öllum stofnbrautum út úr Reykjavík; á Reykjanesbraut, Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Vísir/Vilhelm Veggjöld yrðu tekin upp á öllum stofnbrautum til og frá Reykjavík og í öllum jarðgöngum landsins verði breytingartillaga við samgönguáætlun samþykkt í vikunni. Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að slík veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. Um er að ræða breytingartillögu á samgönguáætlun. Þar er gert ráð fyrir að vegtollur verði tekinn upp á öllum stofnbrautum út úr Reykjavík; á Reykjanesbraut, Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Einnig við öll jarðgöng á landinu, auk þess sem opnað er á veggjöld fyrir einstakar framkvæmdir, eins og á veg yfir Öxi og brú yfir Hornafjörð. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir félagið ekki jákvætt gagnvart þessum hugmyndum. Hann segir að nú þegar séu há gjöld innheimt af bílaeigendumRunólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.Fréttablaðið/Anton Brink„Nú kemur það fram þvert á loforð fyrir kosningar að menn eru með einhverjar stórfelldar hugmyndir um stóraukna skatta og töluverða mismunun eftir búsetu. Af því það á að byrja á því að setja skattinn á Suðurlandsveg, Vesturlandsveg og Reykjanesbraut, vegi sem almenningur hefur fram af þessu borgað og eru í raun eigu almennings en þá að taka þetta einhverju eignarnámi og búa til vegtollavæðingu þarna,“ segir Runólfur í samtali við Vísi. „Við höfum bara sagt að það er þegar búið að innheimta fyrir þessum vegum langt umfram það sem hefur verið varið til framkvæmda og það er viðurkennt af stjórnvöldum, sérstaklega í kjölfar hrunsins þá grotnaði vegakerfið niður vegna þess að menn töldu sig ekki hafa efni á því að setja þá peninga í sem var nauðsynlegt bara til að halda í horfinu. Þá er mjög einkennilegt að í ljósi þessarar miklu skattheimtu þá eigi að setja nýja skatta, viðbótarskatta, á umferðina ofan á þá skatta sem þegar eru innheimtir.“Sokkinn kostnaður fylgi veggjöldum Runólfur spyr sig jafnframt að því hvort að sanngjarnt sé að einhverskonar afsláttur verði af gjaldinu, líkt og tíðkaðist til dæmis í Hvalfjarðargöngum. „Þá var það einhver lykill sem þú keyptir þar sem þú hafðir einhverjar x ferðir innifaldar. Grófustu dæmin hafa verið þau eru að þeir sem fari oft um fái allt að 80 prósent afslátt miðað við þá sem fara sjaldnar um. Hvar er sanngirnin í því að sá sem fer 100 ferðir borgi það sama og sá sem fer 20 ferðir?“ Runólfur segist telja að mikill sokkinn kostnaður verði við að innheimta veggjöld. „Það leggst viðrisauki ofan á veggjaldið. Síðan þarf að búa til einhverskonar innheimtukerfi. Það þarf að setja upp þessi rafrænu myndavélakerfi. Þú þarft að halda utan um innheimtufaktorinn. Við þekkjum öll hvað greiðslugjöld í banka hvað þau eru. Það verður svo mikill sokkinn kostnaður sem fer í einhvern óþarfa. Það þarf að fara yfir allar númeraplötur sem ekki lesast í vélunum. Ef platan er skítug eða erlend þarf að fara manúalt yfir þær númeraplötur.“ „Það er verið að búa til bákn í bákninu. Við búum við það að skattheimtan eins og hún er núna, bensínskattarnir og díselskattarnir eru ódýrustu skattar sem ríkissjóður stendur í. Innheimt af olíufyrirtækjunum og skilað með reglulegu millibili inn í ríkissjóð og það er kannski eitthvað sem er ekki hægt að horfa fram hjá að kostnaður við hverja krónu er mjög lár.“ Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur sagt að veggjöldin séu meðal annars tilkomin vegna aðgerðaráætlunar ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og orkuskiptum. Þá muni tekjur ríkisins af bensín- og dísilgjöldum fara hratt lækkandi næstu ár og þær tekjur muni þá ekki duga fyrir þeim vegaframkvæmdum sem almenningur geti sætt sig við. Runólfur bendir á að víða séu lögð á gjöld vegna notkunar rafbíla.Axel KaaberAðsendHvati til að sleppa bílnum Axel Kaaber er stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl. Hann segist fagna því að möguleikinn verði fyrir hendi að leggja á veggjöld. Hann vonar að þetta verði til að minnka bílaumferð í Reykjavík. „Þetta er virkilega jákvætt og lofandi mál. Já ég myndi alveg hiklaust halda því fram að þetta sé virkilega skref í rétta átt til að minnka bílaumferð og efla hlutdeild fótgangandi, hjólandi og almenningssamganga,“ segir Axel í samtali við Vísi. „Það eru fordæmi fyrir þessu og hefur reynst öðrum borgum vel. Skilað tekjum í ríkissjóð og til sveitarfélaga þannig að ég sé ekki að það sé mikil fyrirstaða að kerfið komi til með að verða þessu verkefni að falli. Þykir það ólíklegt.“ Axel telur að veggjöld myndu virka sem hvati fyrir fólk að sleppa bílnum einhverja daga. „Það er það sem við þurfum. Við þurfum hvatann og sterkari almenningssamgöngur sem er bara öllum til bóta. Þannig að já ég myndi halda að svona fyrirkomulag myndi mögulega fá fólk til að hugsa sig tvisvar um áður en það velur umhugsunarlaust bílinn sem aðal valkost.“ Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Jón leiðir samgönguáætlun til lykta eftir brotthvarf Bergþórs Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun. 6. desember 2018 20:30 Veggjöld í breyttri samgönguáætlun Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, gagnrýnir að veggjöldum sé troðið í gegnum þingið á síðustu dögum haustþings, eins og hann kemst að orði. 10. desember 2018 16:59 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
Veggjöld yrðu tekin upp á öllum stofnbrautum til og frá Reykjavík og í öllum jarðgöngum landsins verði breytingartillaga við samgönguáætlun samþykkt í vikunni. Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að slík veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. Um er að ræða breytingartillögu á samgönguáætlun. Þar er gert ráð fyrir að vegtollur verði tekinn upp á öllum stofnbrautum út úr Reykjavík; á Reykjanesbraut, Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Einnig við öll jarðgöng á landinu, auk þess sem opnað er á veggjöld fyrir einstakar framkvæmdir, eins og á veg yfir Öxi og brú yfir Hornafjörð. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir félagið ekki jákvætt gagnvart þessum hugmyndum. Hann segir að nú þegar séu há gjöld innheimt af bílaeigendumRunólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.Fréttablaðið/Anton Brink„Nú kemur það fram þvert á loforð fyrir kosningar að menn eru með einhverjar stórfelldar hugmyndir um stóraukna skatta og töluverða mismunun eftir búsetu. Af því það á að byrja á því að setja skattinn á Suðurlandsveg, Vesturlandsveg og Reykjanesbraut, vegi sem almenningur hefur fram af þessu borgað og eru í raun eigu almennings en þá að taka þetta einhverju eignarnámi og búa til vegtollavæðingu þarna,“ segir Runólfur í samtali við Vísi. „Við höfum bara sagt að það er þegar búið að innheimta fyrir þessum vegum langt umfram það sem hefur verið varið til framkvæmda og það er viðurkennt af stjórnvöldum, sérstaklega í kjölfar hrunsins þá grotnaði vegakerfið niður vegna þess að menn töldu sig ekki hafa efni á því að setja þá peninga í sem var nauðsynlegt bara til að halda í horfinu. Þá er mjög einkennilegt að í ljósi þessarar miklu skattheimtu þá eigi að setja nýja skatta, viðbótarskatta, á umferðina ofan á þá skatta sem þegar eru innheimtir.“Sokkinn kostnaður fylgi veggjöldum Runólfur spyr sig jafnframt að því hvort að sanngjarnt sé að einhverskonar afsláttur verði af gjaldinu, líkt og tíðkaðist til dæmis í Hvalfjarðargöngum. „Þá var það einhver lykill sem þú keyptir þar sem þú hafðir einhverjar x ferðir innifaldar. Grófustu dæmin hafa verið þau eru að þeir sem fari oft um fái allt að 80 prósent afslátt miðað við þá sem fara sjaldnar um. Hvar er sanngirnin í því að sá sem fer 100 ferðir borgi það sama og sá sem fer 20 ferðir?“ Runólfur segist telja að mikill sokkinn kostnaður verði við að innheimta veggjöld. „Það leggst viðrisauki ofan á veggjaldið. Síðan þarf að búa til einhverskonar innheimtukerfi. Það þarf að setja upp þessi rafrænu myndavélakerfi. Þú þarft að halda utan um innheimtufaktorinn. Við þekkjum öll hvað greiðslugjöld í banka hvað þau eru. Það verður svo mikill sokkinn kostnaður sem fer í einhvern óþarfa. Það þarf að fara yfir allar númeraplötur sem ekki lesast í vélunum. Ef platan er skítug eða erlend þarf að fara manúalt yfir þær númeraplötur.“ „Það er verið að búa til bákn í bákninu. Við búum við það að skattheimtan eins og hún er núna, bensínskattarnir og díselskattarnir eru ódýrustu skattar sem ríkissjóður stendur í. Innheimt af olíufyrirtækjunum og skilað með reglulegu millibili inn í ríkissjóð og það er kannski eitthvað sem er ekki hægt að horfa fram hjá að kostnaður við hverja krónu er mjög lár.“ Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur sagt að veggjöldin séu meðal annars tilkomin vegna aðgerðaráætlunar ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og orkuskiptum. Þá muni tekjur ríkisins af bensín- og dísilgjöldum fara hratt lækkandi næstu ár og þær tekjur muni þá ekki duga fyrir þeim vegaframkvæmdum sem almenningur geti sætt sig við. Runólfur bendir á að víða séu lögð á gjöld vegna notkunar rafbíla.Axel KaaberAðsendHvati til að sleppa bílnum Axel Kaaber er stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl. Hann segist fagna því að möguleikinn verði fyrir hendi að leggja á veggjöld. Hann vonar að þetta verði til að minnka bílaumferð í Reykjavík. „Þetta er virkilega jákvætt og lofandi mál. Já ég myndi alveg hiklaust halda því fram að þetta sé virkilega skref í rétta átt til að minnka bílaumferð og efla hlutdeild fótgangandi, hjólandi og almenningssamganga,“ segir Axel í samtali við Vísi. „Það eru fordæmi fyrir þessu og hefur reynst öðrum borgum vel. Skilað tekjum í ríkissjóð og til sveitarfélaga þannig að ég sé ekki að það sé mikil fyrirstaða að kerfið komi til með að verða þessu verkefni að falli. Þykir það ólíklegt.“ Axel telur að veggjöld myndu virka sem hvati fyrir fólk að sleppa bílnum einhverja daga. „Það er það sem við þurfum. Við þurfum hvatann og sterkari almenningssamgöngur sem er bara öllum til bóta. Þannig að já ég myndi halda að svona fyrirkomulag myndi mögulega fá fólk til að hugsa sig tvisvar um áður en það velur umhugsunarlaust bílinn sem aðal valkost.“
Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Jón leiðir samgönguáætlun til lykta eftir brotthvarf Bergþórs Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun. 6. desember 2018 20:30 Veggjöld í breyttri samgönguáætlun Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, gagnrýnir að veggjöldum sé troðið í gegnum þingið á síðustu dögum haustþings, eins og hann kemst að orði. 10. desember 2018 16:59 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
Jón leiðir samgönguáætlun til lykta eftir brotthvarf Bergþórs Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun. 6. desember 2018 20:30
Veggjöld í breyttri samgönguáætlun Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, gagnrýnir að veggjöldum sé troðið í gegnum þingið á síðustu dögum haustþings, eins og hann kemst að orði. 10. desember 2018 16:59
Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00