Röskun er á ferðum Strætó á Suðurnesjum og Norðvesturlandi í dag vegna veðurs. Gul viðvörun er á landinu í dag.
Í tilkynningu frá Strætó segir að röskun verði á eftirfarandi leiðum:
- Leið 57 sem ekur frá Reykjavík til Akureyrar fer ekki lengra en á Akranes í bili. Eins og staðan er núna falla einnig ferðir niður frá Akureyri til Reykjavíkur.
- Ferðir með leið 55 milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar falla niður eins og staðan er núna.
„Stjórnstöð Strætó mun upplýsa almenning um þróun mála í dag á heimasíðu Strætó og á Twitter síðu Strætó,“ segir í tilkynningunni.
Ferðir Strætó raskast á Suðurnesjum og Norðvesturlandi

Tengdar fréttir

Yfir 20 metrar á sekúndu framan af degi
Úrkoma fylgir hvassviðrinu suðvestanlands en draga á úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn.