Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Margrét Helga Erlingsdóttir og Sighvatur Jónsson skrifa 10. desember 2018 21:43 Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. Vísir/Vilhelm Forsætisnefnd Alþingis fjallaði í dag um þá sérstöku stöðu sem komin er upp á Aþingi að fræðimenn frá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands hyggist sniðganga velferðarnefnd Alþingis á meðan Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins situr í nefndinni. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segist treysta Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis en samkvæmd dagskrá velferðarnefndar Alþingis í morgun stóð til að taka á móti gestum vegna vinnu við þýðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á dagskrá var einnig lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á meðal umsagna um það mál er erindi frá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir stöðuna erfiða því mikilvægt sé að þingið geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn frá gestum nefnda. „Nú er þetta í sjálfu sér [...] fordæmalaust. Þetta hefur ekki gerst áður. Auðvitað hafa allir rétt á því að hafa skoðun sína á því sem er að gerast í þjóðfélaginu en það hefur hins vegar ekki gerst áður að fulltrúar opinberrar stofnunar hafi ákveðið að – hvað á ég að segja – hundsa einhverja ákveðna starfsemi Alþingis. Hvort að þingið bregst einhvern veginn við því það á bara eftir að koma í ljós. Hitt er það að Anna Kolbrún Árnadóttir er náttúrulega kjörinn fulltrúi Alþingis með umboð til fjögurra ára,“ segir Þorsteinn um stöðuna sem er uppi.Hópur fræðimanna hefur ákveðið að sniðganga velferðarnefnd Alþingis vegna Önnu Kolbrúnar Árnadóttur.Vísir/VilhelmAðspurður hvort Miðflokkurinn hyggist gera eitthvað í málinu svarar Þorsteinn: „Flokkarnir hafa í sjálfu sér völd til þess að skáka fólki til í nefndum ef þeir kjósa svo en í okkar tilfelli og hennar Önnu Kolbrúnar er engin þörf á því. Hún nýtur trausts okkar til þess að sitja í þessari nefnd. Hún hefur langa reynslu af því að vinna með fötluðum og ber hag þeirra fyrir brjósti og það er engin þörf að okkar mati til þess að fara að breyta því eitthvað.“ Þorsteinn segist ekki gera neina athugasemd við ákvörðun fræðimannanna. „Fræðimenn mega að sjálfsögðu hafa þá skoðun og þær skoðanir sem þeim dettur í hug og þeir kjósa en það er eins og ég segi í fyrsta skipti sem einhver hópur fræðimanna eða nefnd eða einhver deild í háskólanum ákveður að hundsa einhverja ákveðna nefnd hér í þinginu.“ Þorsteinn segir að viðbrögð þingsins eigi eftir að koma fram. „Nefndin verður náttúrulega að athuga það hvort hún ræður við að vinna án þess að njóta þjónustu þessa góða fólks, það á eftir að koma í ljós. Eins og ég segi síðan eiga náttúrulega viðbrögð þingsins við þessu bréfi sem hingað barst eftir að koma fram. Þau eru ekkert klár núna eða ekkert ljós.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32 Skrifstofustjóri Alþingis harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun en þar sagði hún að mjög sérstakur kúltúr væri á Alþingi. 6. desember 2018 14:51 Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07 Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun. 10. desember 2018 12:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis fjallaði í dag um þá sérstöku stöðu sem komin er upp á Aþingi að fræðimenn frá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands hyggist sniðganga velferðarnefnd Alþingis á meðan Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins situr í nefndinni. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segist treysta Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis en samkvæmd dagskrá velferðarnefndar Alþingis í morgun stóð til að taka á móti gestum vegna vinnu við þýðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á dagskrá var einnig lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á meðal umsagna um það mál er erindi frá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir stöðuna erfiða því mikilvægt sé að þingið geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn frá gestum nefnda. „Nú er þetta í sjálfu sér [...] fordæmalaust. Þetta hefur ekki gerst áður. Auðvitað hafa allir rétt á því að hafa skoðun sína á því sem er að gerast í þjóðfélaginu en það hefur hins vegar ekki gerst áður að fulltrúar opinberrar stofnunar hafi ákveðið að – hvað á ég að segja – hundsa einhverja ákveðna starfsemi Alþingis. Hvort að þingið bregst einhvern veginn við því það á bara eftir að koma í ljós. Hitt er það að Anna Kolbrún Árnadóttir er náttúrulega kjörinn fulltrúi Alþingis með umboð til fjögurra ára,“ segir Þorsteinn um stöðuna sem er uppi.Hópur fræðimanna hefur ákveðið að sniðganga velferðarnefnd Alþingis vegna Önnu Kolbrúnar Árnadóttur.Vísir/VilhelmAðspurður hvort Miðflokkurinn hyggist gera eitthvað í málinu svarar Þorsteinn: „Flokkarnir hafa í sjálfu sér völd til þess að skáka fólki til í nefndum ef þeir kjósa svo en í okkar tilfelli og hennar Önnu Kolbrúnar er engin þörf á því. Hún nýtur trausts okkar til þess að sitja í þessari nefnd. Hún hefur langa reynslu af því að vinna með fötluðum og ber hag þeirra fyrir brjósti og það er engin þörf að okkar mati til þess að fara að breyta því eitthvað.“ Þorsteinn segist ekki gera neina athugasemd við ákvörðun fræðimannanna. „Fræðimenn mega að sjálfsögðu hafa þá skoðun og þær skoðanir sem þeim dettur í hug og þeir kjósa en það er eins og ég segi í fyrsta skipti sem einhver hópur fræðimanna eða nefnd eða einhver deild í háskólanum ákveður að hundsa einhverja ákveðna nefnd hér í þinginu.“ Þorsteinn segir að viðbrögð þingsins eigi eftir að koma fram. „Nefndin verður náttúrulega að athuga það hvort hún ræður við að vinna án þess að njóta þjónustu þessa góða fólks, það á eftir að koma í ljós. Eins og ég segi síðan eiga náttúrulega viðbrögð þingsins við þessu bréfi sem hingað barst eftir að koma fram. Þau eru ekkert klár núna eða ekkert ljós.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32 Skrifstofustjóri Alþingis harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun en þar sagði hún að mjög sérstakur kúltúr væri á Alþingi. 6. desember 2018 14:51 Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07 Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun. 10. desember 2018 12:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32
Skrifstofustjóri Alþingis harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun en þar sagði hún að mjög sérstakur kúltúr væri á Alþingi. 6. desember 2018 14:51
Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07
Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun. 10. desember 2018 12:00