Eyjamaðurinn Nökkvi Dan Elliðason er genginn til liðs við Selfoss í Olís-deild karla.
Nökkvi er uppalinn í Eyjum en gekk til liðs við Gróttu sumarið 2016.
Nú síðasta sumar hélt hann út í atvinnumennsku er hann gekk til liðs við Arendal í norsku úrvalsdeildinni.
Nökkvi stoppaði stutt við í Noregi og er kominn aftur í Olís-deildina.
Nökkvi skrifar undir eins og hálfs árs samning við Selfoss en hann er 21 árs gamall miðjumaður.
„Handknattleiksdeildin er feykilega ánægð með komu Nökkva og mun hann verða góð styrking við hóp meistaraflokks karla sem er í toppbaráttu í Olísdeildinni nú um mundir,“ segir í tilkynningu Selfoss.
Selfoss er í þriðja sæti Olís-deildarinnar, tveimur stigum frá toppliði Vals.
Handbolti