Ferlið hjá sáttasemjara hafið Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. desember 2018 07:00 Frá sáttafundinum í gær. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari situr við enda borðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Þetta var fyrsti fundur. Við lögðum fram öll gögn sem voru nokkur hundruð blaðsíður af efni sem við höfum farið yfir með samninganefndum VR og Starfsgreinasambandsins. Þarna eru ítarlegar greiningar og tillögur að því hvernig hægt er að greiða úr stöðunni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fyrsti sáttafundur í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness fór fram hjá ríkissáttasemjara í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að það hefði nú ekki gerst mikið á fundinum. „Af okkar hálfu fórum við yfir stutta greinargerð sem við skiluðum inn til ríkissáttasemjara og það hvernig viðræður hefðu gengið og hvers vegna við hefðum talið rétt að vísa. Ég upplifi það mjög sterkt að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa en ég er líka mjög ánægð með að vera þarna með félögum mínum úr Verkalýðsfélagi Akraness og VR,“ segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín segir að Samtök atvinnulífsins hefðu kosið að vísa deilunni ekki til ríkissáttasemjara. „Lögin eru hins vegar þannig að það er nóg að annar aðilinn ákveði að vísa. Ég hefði viljað halda þessu áfram í sama farvegi og áður enda fannst mér gangurinn vera ágætur.“ Hann leggur áherslu á að samhliða þessum sáttaviðræðum séu SA á fleygiferð í samningaviðræðum við þau félög SGS sem ekki hafa vísað og iðnaðarmannasamfélagið. „Við munum funda mjög oft með þeim á fyrstu dögum nýs árs. Það er mikið kapp og áhersla lögð á þá samningafundi.“ Þá séu fyrir utan aðalsamningaborðið ýmsir sérhópar sem hittist og ræði ýmis smærri málefni. „Við reyndum að koma þeirri skoðun okkar áleiðis að við teldum mikilvægt að stjórnvöld kæmu með einhver svör um þeirra innlegg jafnvel þótt við gerum okkur auðvitað fulla grein fyrir því að slíkar viðræður fara ekki fram við þetta borð. Við vildum engu að síður koma því að,“ segir Sólveig Anna. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður þann 9. janúar. „Þar munum við fara yfir okkar kröfugerðir og útskýra þær. SA mun að sama skapi fara yfir sína sýn á málin og sín gögn. Við höldum bara okkar vinnu áfram,“ segir Sólveig Anna. Hún tekur fram að þeir undirhópar sem verið hafa að störfum innan Starfsgreinasambandsins starfi áfram. „Við munum taka áfram þátt í því starfi ásamt félögum okkar í SGS þannig að sú vinna mun halda markvisst áfram. Ég er mjög ánægð með það vegna þess að það hefur gengið mjög vel í mörgum hópum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Þetta var fyrsti fundur. Við lögðum fram öll gögn sem voru nokkur hundruð blaðsíður af efni sem við höfum farið yfir með samninganefndum VR og Starfsgreinasambandsins. Þarna eru ítarlegar greiningar og tillögur að því hvernig hægt er að greiða úr stöðunni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fyrsti sáttafundur í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness fór fram hjá ríkissáttasemjara í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að það hefði nú ekki gerst mikið á fundinum. „Af okkar hálfu fórum við yfir stutta greinargerð sem við skiluðum inn til ríkissáttasemjara og það hvernig viðræður hefðu gengið og hvers vegna við hefðum talið rétt að vísa. Ég upplifi það mjög sterkt að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa en ég er líka mjög ánægð með að vera þarna með félögum mínum úr Verkalýðsfélagi Akraness og VR,“ segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín segir að Samtök atvinnulífsins hefðu kosið að vísa deilunni ekki til ríkissáttasemjara. „Lögin eru hins vegar þannig að það er nóg að annar aðilinn ákveði að vísa. Ég hefði viljað halda þessu áfram í sama farvegi og áður enda fannst mér gangurinn vera ágætur.“ Hann leggur áherslu á að samhliða þessum sáttaviðræðum séu SA á fleygiferð í samningaviðræðum við þau félög SGS sem ekki hafa vísað og iðnaðarmannasamfélagið. „Við munum funda mjög oft með þeim á fyrstu dögum nýs árs. Það er mikið kapp og áhersla lögð á þá samningafundi.“ Þá séu fyrir utan aðalsamningaborðið ýmsir sérhópar sem hittist og ræði ýmis smærri málefni. „Við reyndum að koma þeirri skoðun okkar áleiðis að við teldum mikilvægt að stjórnvöld kæmu með einhver svör um þeirra innlegg jafnvel þótt við gerum okkur auðvitað fulla grein fyrir því að slíkar viðræður fara ekki fram við þetta borð. Við vildum engu að síður koma því að,“ segir Sólveig Anna. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður þann 9. janúar. „Þar munum við fara yfir okkar kröfugerðir og útskýra þær. SA mun að sama skapi fara yfir sína sýn á málin og sín gögn. Við höldum bara okkar vinnu áfram,“ segir Sólveig Anna. Hún tekur fram að þeir undirhópar sem verið hafa að störfum innan Starfsgreinasambandsins starfi áfram. „Við munum taka áfram þátt í því starfi ásamt félögum okkar í SGS þannig að sú vinna mun halda markvisst áfram. Ég er mjög ánægð með það vegna þess að það hefur gengið mjög vel í mörgum hópum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira