Næturstrætó ekur áfram á næsta ári Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2018 11:31 Strætisvagnar hafa ekið um höfuðborgarsvæðið að næturlagi um helgar allt síðastliðið ár. Vísir/Vilhelm Strætó mun áfram aka að næturlagi um höfuðborgarsvæðið á komandi ári. Ætla má að einhverjar breytingar verði þó gerðar á leiðakerfinu sem kynntar verða betur síðar. Hinn svokallaði næturstrætó hélt í sína fyrstu ferð í upphafi árs, undir þeim formerkjum að um tilraunaverkefni til eins árs væri að ræða. Ekið hefur verið eftir sex leiðum, sem ýmist hefjast við Stjórnarráðið eða Hlemm. Fyrsta ferð hefur lagt af stað úr miðborginni um klukkan 1 en sú síðasta á fjórða tímanum.Sjá einnig: Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkustUm miðjan október var hins vegar greint frá því að framtíð næturakstursins væri óljós. Ágætis nýting væri á tveimur leiðum af sex en minni á hinum fjórum og því væri til umræðu hjá stjórn Strætó hvort áfram ætti að bjóða upp á þessa þjónustu á nýju ári - og þá hvernig. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að nú liggi hins vegar fyrir að næturstrætóinn muni áfram aka um götur borgarinnar eftir áramót. Hugsanlega verði þó gerðar breytingar síðar á árinu á þeim leiðum sem eru minna notaðar, vísar hann þar til leiða 102, 103, 105 og 111. Það verði þó auglýst betur þegar endanleg ákvörðun stjórnarinnar liggur fyrir. Hér að neðan má sjá farþegatölur Strætó fyrir árið 2018, að frátöldum desember. Þar má sjá að notkun næturvagnanna er sérstaklega mæld, en að sögn Guðmundar er að finna búnað í meirihluta vagnanna sem mælir innstig. Þannig geti Strætó fylgst með farþegafjölda.Fjöldi innstiga 2018 Almennar leiðirNæturleiðirSamtalsJanúar9560001700957700Febrúar9290002100931100Mars101600022001018200Apríl9410001900942900Maí9050002100907100Júní8700002400872400Júlí7820002200784200Ágúst9490002800951800September101300026001015600Október110800019001109900Nóvember109400021001096100 Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Til skoðunar að hafa ælupoka í næturstrætó Hugsanlega verður farþegum boðið upp á ælupoka - ef þess gerist þörf - þegar næturakstur hefst að nýju. 23. desember 2017 18:27 Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkust Frændur hittast óvænt, vinir spjalla, pör kúra og fólk með strætókort eins og ég fer frítt heim af djamminu. Allir ánægðir, segir Miriam Petra Ómarsdóttir Awad. 13. janúar 2018 12:30 Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Strætó mun áfram aka að næturlagi um höfuðborgarsvæðið á komandi ári. Ætla má að einhverjar breytingar verði þó gerðar á leiðakerfinu sem kynntar verða betur síðar. Hinn svokallaði næturstrætó hélt í sína fyrstu ferð í upphafi árs, undir þeim formerkjum að um tilraunaverkefni til eins árs væri að ræða. Ekið hefur verið eftir sex leiðum, sem ýmist hefjast við Stjórnarráðið eða Hlemm. Fyrsta ferð hefur lagt af stað úr miðborginni um klukkan 1 en sú síðasta á fjórða tímanum.Sjá einnig: Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkustUm miðjan október var hins vegar greint frá því að framtíð næturakstursins væri óljós. Ágætis nýting væri á tveimur leiðum af sex en minni á hinum fjórum og því væri til umræðu hjá stjórn Strætó hvort áfram ætti að bjóða upp á þessa þjónustu á nýju ári - og þá hvernig. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að nú liggi hins vegar fyrir að næturstrætóinn muni áfram aka um götur borgarinnar eftir áramót. Hugsanlega verði þó gerðar breytingar síðar á árinu á þeim leiðum sem eru minna notaðar, vísar hann þar til leiða 102, 103, 105 og 111. Það verði þó auglýst betur þegar endanleg ákvörðun stjórnarinnar liggur fyrir. Hér að neðan má sjá farþegatölur Strætó fyrir árið 2018, að frátöldum desember. Þar má sjá að notkun næturvagnanna er sérstaklega mæld, en að sögn Guðmundar er að finna búnað í meirihluta vagnanna sem mælir innstig. Þannig geti Strætó fylgst með farþegafjölda.Fjöldi innstiga 2018 Almennar leiðirNæturleiðirSamtalsJanúar9560001700957700Febrúar9290002100931100Mars101600022001018200Apríl9410001900942900Maí9050002100907100Júní8700002400872400Júlí7820002200784200Ágúst9490002800951800September101300026001015600Október110800019001109900Nóvember109400021001096100
Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Til skoðunar að hafa ælupoka í næturstrætó Hugsanlega verður farþegum boðið upp á ælupoka - ef þess gerist þörf - þegar næturakstur hefst að nýju. 23. desember 2017 18:27 Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkust Frændur hittast óvænt, vinir spjalla, pör kúra og fólk með strætókort eins og ég fer frítt heim af djamminu. Allir ánægðir, segir Miriam Petra Ómarsdóttir Awad. 13. janúar 2018 12:30 Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Til skoðunar að hafa ælupoka í næturstrætó Hugsanlega verður farþegum boðið upp á ælupoka - ef þess gerist þörf - þegar næturakstur hefst að nýju. 23. desember 2017 18:27
Fyrsta ferðin með næturstrætó ævintýri líkust Frændur hittast óvænt, vinir spjalla, pör kúra og fólk með strætókort eins og ég fer frítt heim af djamminu. Allir ánægðir, segir Miriam Petra Ómarsdóttir Awad. 13. janúar 2018 12:30
Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26