Aðeins þrjú snjóléttari haust í nærri sextíu ár Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. desember 2018 07:30 Einn af þremur snjódögum haustsins í Reykjavík var 5. nóvember. Þá grunaði sjálfsagt fáa hversu fágætur snjórinn yrði þetta haust. Fréttablaðið Ef það verður ekki alhvítt næstu þrjá daga þá verður þetta ár númer fjögur í röðinni hvað snjóhulu í Reykjavík snertir frá 1961,“ segir Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Eins og Reykvíkingar hafa tekið eftir eru þeir dagar sem snjó hefur fest í höfuðborginni það sem af er vetri teljandi á fingrum annarrar handar. Nánar tiltekið segir Þóranna að dagar með alhvítri jörð þetta haustið teljist aðeins hafa verið þrír; 5. nóvember og 4. og 5. desember. Ávallt sé miðað við stöðuna eins og hún sé klukkan níu að morgni hvers dags. Mat hafi verið gert á þessu frá 1961. Fara þarf sextán ár aftur í tímann til að finna snjóléttara haust í Reykjavík. Árin 2002 og 1987 taldist enginn dagur í desember vera með alhvítri jörð, að sögn Þórönnu. „Það var miklu hlýrra í desember 2002 og 1987 heldur en núna, alveg fádæma hlýtt,“ segir hún. Árin 1976 og 1987 taldist aðeins einn frá októberbyrjun fram til áramóta vera með alhvítri jörð í Reykjavík. Og haustið 2002 voru dagarnir aðeins tveir. Miðað við veðurspár nú gæti snjóað í höfuðborginni daginn fyrir gamlársdag. Ef þannig bætist við einn snjóhuludagur í Reykjavík myndi árið 2018 jafna árið 2000 með fjóra alhvíta haustdaga. Aðspurð segir Þóranna ekki séð fyrir endann á því að jörð verði auð. „Það er ekki sjáanlegt í kortunum enn þá að snjó fari að kyngja niður.“ Hún hafi engar sérstakar kenningar um hvers vegna staðan sé þessi nú. Allir merki hins vegar breytingar í veðri. Hins vegar sé ágætt í öllu tali um breytingar að minnast áðurnefndra dæma úr fortíðinni. „Þó að okkur finnist þetta skrítið þá var 1987 og 2002 mjög skrítið,“ segir Þóranna. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ef það verður ekki alhvítt næstu þrjá daga þá verður þetta ár númer fjögur í röðinni hvað snjóhulu í Reykjavík snertir frá 1961,“ segir Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Eins og Reykvíkingar hafa tekið eftir eru þeir dagar sem snjó hefur fest í höfuðborginni það sem af er vetri teljandi á fingrum annarrar handar. Nánar tiltekið segir Þóranna að dagar með alhvítri jörð þetta haustið teljist aðeins hafa verið þrír; 5. nóvember og 4. og 5. desember. Ávallt sé miðað við stöðuna eins og hún sé klukkan níu að morgni hvers dags. Mat hafi verið gert á þessu frá 1961. Fara þarf sextán ár aftur í tímann til að finna snjóléttara haust í Reykjavík. Árin 2002 og 1987 taldist enginn dagur í desember vera með alhvítri jörð, að sögn Þórönnu. „Það var miklu hlýrra í desember 2002 og 1987 heldur en núna, alveg fádæma hlýtt,“ segir hún. Árin 1976 og 1987 taldist aðeins einn frá októberbyrjun fram til áramóta vera með alhvítri jörð í Reykjavík. Og haustið 2002 voru dagarnir aðeins tveir. Miðað við veðurspár nú gæti snjóað í höfuðborginni daginn fyrir gamlársdag. Ef þannig bætist við einn snjóhuludagur í Reykjavík myndi árið 2018 jafna árið 2000 með fjóra alhvíta haustdaga. Aðspurð segir Þóranna ekki séð fyrir endann á því að jörð verði auð. „Það er ekki sjáanlegt í kortunum enn þá að snjó fari að kyngja niður.“ Hún hafi engar sérstakar kenningar um hvers vegna staðan sé þessi nú. Allir merki hins vegar breytingar í veðri. Hins vegar sé ágætt í öllu tali um breytingar að minnast áðurnefndra dæma úr fortíðinni. „Þó að okkur finnist þetta skrítið þá var 1987 og 2002 mjög skrítið,“ segir Þóranna.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira