Fjölskyldur tveggja bræðra voru í bílnum sem fór út af brúnni yfir Núpsvötn í morgun. Fólkið er af indverskum ættum en búsett á Bretlandi og með breskan ríkisborgararétt. Tveir fullorðnir og ungt barn fórust í slysinu.
Indverska sendiráðið staðfesti þjóðerni fólksins. Auk þeirra sem létust eru tveir fullorðnir og tvö börn, sjö og níu ára gömul, alvarlega slösuð.
Jeppi þeirra af gerðinni Toyota Land Cruiser fór fram af brúnni yfir Núpsvötn og steyptist niður í áraurana í morgun. Bifreiðin var hífð upp og flutt á Selfoss þar sem klippa átti tvo þeirra látnu úr henni.
Loka þurfti þjóðvegi 1 um tíma vegna slyssins í dag en umferð var hleypt á brúna aftur nú síðdegis.
Tvær fjölskyldur af indverskum ættum í bílnum
Tengdar fréttir
Hræðileg aðkoma og afar erfiðar aðstæður á vettvangi
Aðstæður á slysstað við Núpsvötn í dag voru afar erfiðar og aðkoman hræðileg. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem hún sendi fjölmiðlum laust fyrir klukkan 16.
Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf
Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun.
Brúin yfir Núpsvötn sögð með þeim verri hér á landi
Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur segir um tíu til fimmtán brýr hér á landi ekki uppfylla öryggiskröfur.
Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn
Fjórir eru alvarlega slasaðir.