Gisele fær ekki ósk sína uppfyllta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2018 15:30 Tom Brady og Gisele. Vísir/Getty Tom Brady, sigursælasti leikstjórnandi allra tíma í NFL-deildinni er ekki á sínu síðasta tímabili í boltanum. Brady ætlar að mæta aftur með New England Patriots á næstu leiktíð. Brady sagði frá því í viðtali við Jim Gray á Westwood One að hann ætli sér að koma aftur á næsta ári. „Ég trúi því algjörlega að ég komi aftur á næsta tímabili. Ég hef talað um það áður. Mitt markmið er ekki aðeins að spila á næsta ári heldur lengra en það. Ég mun reyna mitt besta til að ná því. Það verður vissulega krefjandi,“ sagði Tom Brady en Washington Post segir frá.Tom Brady says he "absolutely" believes he’ll be back in 2019. Sorry Gisele. https://t.co/svsgaopDme — Post Sports (@PostSports) December 27, 2018Fyrirsætan Gisele Bündchen er eiginkona Tom Brady og hefur verið að reyna að fá manninn sinn til að leggja á skóna á hilluna. Hún talaði um það opinberlega í viðtali við Ellen DeGeneres fyrr í þessum mánuði. Brady er orðinn 41 árs gamall og hefur unnið allt á sínum ferli þar af NFL-titilinn fimm sinnum. „Ég er búinn að ná því að gera það sem ég elska í nítján ár. Ég vakna spenntur á hverjum degi að fara í vinnuna. Ég hef ekki fengið betri gjöf á ævinni. Ég elska að spila fótbolta,“ sagði Brady. Hann heldur upp á 42 ára afmælið sitt áður en næsta tímabil hefst. Það eina sem gæti mögulega komið í veg fyrir að Tom Brady haldi áfram, fyrir utan stór meiðsli, er ef að hann vinnur sjötta titilinn með New England Patriots eftir áramót. Þá væri líklega mjög freistandi að hætta. New England Patriots liðið er komið í úrslitakeppnina en hefur oft verið meira sannfærandi en í ár. Það getur hinsvegar allt gerst í úrslitakeppninni eins of dæmin hafa sýnt. NFL Mest lesið Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport Fleiri fréttir Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Sjá meira
Tom Brady, sigursælasti leikstjórnandi allra tíma í NFL-deildinni er ekki á sínu síðasta tímabili í boltanum. Brady ætlar að mæta aftur með New England Patriots á næstu leiktíð. Brady sagði frá því í viðtali við Jim Gray á Westwood One að hann ætli sér að koma aftur á næsta ári. „Ég trúi því algjörlega að ég komi aftur á næsta tímabili. Ég hef talað um það áður. Mitt markmið er ekki aðeins að spila á næsta ári heldur lengra en það. Ég mun reyna mitt besta til að ná því. Það verður vissulega krefjandi,“ sagði Tom Brady en Washington Post segir frá.Tom Brady says he "absolutely" believes he’ll be back in 2019. Sorry Gisele. https://t.co/svsgaopDme — Post Sports (@PostSports) December 27, 2018Fyrirsætan Gisele Bündchen er eiginkona Tom Brady og hefur verið að reyna að fá manninn sinn til að leggja á skóna á hilluna. Hún talaði um það opinberlega í viðtali við Ellen DeGeneres fyrr í þessum mánuði. Brady er orðinn 41 árs gamall og hefur unnið allt á sínum ferli þar af NFL-titilinn fimm sinnum. „Ég er búinn að ná því að gera það sem ég elska í nítján ár. Ég vakna spenntur á hverjum degi að fara í vinnuna. Ég hef ekki fengið betri gjöf á ævinni. Ég elska að spila fótbolta,“ sagði Brady. Hann heldur upp á 42 ára afmælið sitt áður en næsta tímabil hefst. Það eina sem gæti mögulega komið í veg fyrir að Tom Brady haldi áfram, fyrir utan stór meiðsli, er ef að hann vinnur sjötta titilinn með New England Patriots eftir áramót. Þá væri líklega mjög freistandi að hætta. New England Patriots liðið er komið í úrslitakeppnina en hefur oft verið meira sannfærandi en í ár. Það getur hinsvegar allt gerst í úrslitakeppninni eins of dæmin hafa sýnt.
NFL Mest lesið Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport Fleiri fréttir Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Sjá meira