Sigursælasti þjálfarinn í sögu MLS-deildarinnar er látinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. desember 2018 08:00 Sigi Schmid er allur. getty/Otto Greule Jr Sigi Schmid, sigursælasti þjálfarinn í sögu bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta, er látinn 65 ára að aldri. Hann lést á jóladag á Ronald Reagan-sjúkrahúsinu í Los Angeles þar sem hann að hann beið eftir að fá nýtt hjarta. Formleg dánarorsök hefur ekki verið gefin út en Þjóðverjinn, sem var skírður Siegfried Schmid, var búinn að glíma lengi við hjartavandamál og höfðu leikmenn LA Galaxy áhyggjur af honum á síðustu leiktíð, að því fram kemur í frétt LA Times. Schmid var meðal annars lagður inn á sjúkrahús vegna lungnabólgu þegar að hann stýrði Seattle Sounders árið 2009 og fyrir þremur árum missti hann af leik liðsins án þess að útskýrt var hvar þjálfarinn væri og hvers vegna hann missti af leiknum. Sigi Schmid fæddist í Þýskaland en flutti með foreldrum sínum aðeins fjögurra ára gamall til Kaliforníu þar sem að faðir hans fékk vinnu við bruggverksmiðju og móðir hans rak þýska matvöruverslun.Sigi Schmid fer yfir málin með Zlatan.getty/ Matthew AshtonJürgen Klinsmann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og þjálfari bandaríska landsliðsins, fæddist skammt frá heimaslóðum Schmid í Þýskalandi og kynntist honum vel þegar að hann stýrði bandaríska landsliðinu. „Hann var mikill fjölskyldumaður og hann elskaði fótbolta. Hann var eins og alfræðiorðabók. Hann á stærstan hlut í uppbyggingu fótboltans í Bandaríkjunum undanfarin 30 ár. Hann bjó til sigursæl lið hjá LA Galaxy, Columbus Crew og Seattle Sounders,“ segir Klinsmann í viðtali við LA Times. Sigi Schmid gerðist þjálfari UCLA-háskólans árið 1980, fimm árum eftir að ljúka þar námi en hann tók svo við LA Galaxy árið 1999 og stýrði því til sigurs í MLS-deildinni árið 2002. Þá vann hann Meistaradeild Mið-Ameríku árið 2000 með Galaxy. Hann tók við Columbus Crew árið 2006 og gerði það að meisturum tveimur árum síðar áður en hann tók svo við stórliði Seattle Sounders árið 2009 og var þar í sjö ár. Hann var svo þjálfari Galaxy með Zlatan á síðustu leiktíð áður en hann lét af störfum. Schmid vann 266 deildarleiki í MLS-deildinni og 18 leiki í úrslitakeppninni. Hann vann MLS-deildina tvisvar sinnum, deildarmeistaratitilinn þrívegis og bandaríska bikarinn fimm sinnum. Andlát Fótbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Sigi Schmid, sigursælasti þjálfarinn í sögu bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta, er látinn 65 ára að aldri. Hann lést á jóladag á Ronald Reagan-sjúkrahúsinu í Los Angeles þar sem hann að hann beið eftir að fá nýtt hjarta. Formleg dánarorsök hefur ekki verið gefin út en Þjóðverjinn, sem var skírður Siegfried Schmid, var búinn að glíma lengi við hjartavandamál og höfðu leikmenn LA Galaxy áhyggjur af honum á síðustu leiktíð, að því fram kemur í frétt LA Times. Schmid var meðal annars lagður inn á sjúkrahús vegna lungnabólgu þegar að hann stýrði Seattle Sounders árið 2009 og fyrir þremur árum missti hann af leik liðsins án þess að útskýrt var hvar þjálfarinn væri og hvers vegna hann missti af leiknum. Sigi Schmid fæddist í Þýskaland en flutti með foreldrum sínum aðeins fjögurra ára gamall til Kaliforníu þar sem að faðir hans fékk vinnu við bruggverksmiðju og móðir hans rak þýska matvöruverslun.Sigi Schmid fer yfir málin með Zlatan.getty/ Matthew AshtonJürgen Klinsmann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og þjálfari bandaríska landsliðsins, fæddist skammt frá heimaslóðum Schmid í Þýskalandi og kynntist honum vel þegar að hann stýrði bandaríska landsliðinu. „Hann var mikill fjölskyldumaður og hann elskaði fótbolta. Hann var eins og alfræðiorðabók. Hann á stærstan hlut í uppbyggingu fótboltans í Bandaríkjunum undanfarin 30 ár. Hann bjó til sigursæl lið hjá LA Galaxy, Columbus Crew og Seattle Sounders,“ segir Klinsmann í viðtali við LA Times. Sigi Schmid gerðist þjálfari UCLA-háskólans árið 1980, fimm árum eftir að ljúka þar námi en hann tók svo við LA Galaxy árið 1999 og stýrði því til sigurs í MLS-deildinni árið 2002. Þá vann hann Meistaradeild Mið-Ameríku árið 2000 með Galaxy. Hann tók við Columbus Crew árið 2006 og gerði það að meisturum tveimur árum síðar áður en hann tók svo við stórliði Seattle Sounders árið 2009 og var þar í sjö ár. Hann var svo þjálfari Galaxy með Zlatan á síðustu leiktíð áður en hann lét af störfum. Schmid vann 266 deildarleiki í MLS-deildinni og 18 leiki í úrslitakeppninni. Hann vann MLS-deildina tvisvar sinnum, deildarmeistaratitilinn þrívegis og bandaríska bikarinn fimm sinnum.
Andlát Fótbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira