Landsbjörg býður tré í stað flugelda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. desember 2018 20:00 Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í Áramótaskógi. Björgunarsveitarfólk hafði í nægu að snúast við uppsetningu flugeldasölu Landsbjargar þegar fréttastofu bar að garði í dag. Undirbúningurinn hefur þó staðið yfir frá síðustu áramótum. „Þá eru sendar út pantanir til okkar birgja og svo streyma vörurnar inn frá miðju ári," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Svo í dag og á morgun verður byrjað að setja vörur í hillur. Nú er vertíðin bara hafin." Flugeldasalan er langstærsta fjáröflun björgunarsveitanna sem selja flugeldana á um níutíu sölustöðum. Þegar mest lætur á gamlársdag verða um eitt þúsund sjálfboðaliðar að störfum. Salan hefur haldist nokkuð svipuð á síðustu árum og pantað var inn í samræmi við það. Krónan hefur þó veikst nokkuð á árinu og verða flugeldarnir því aðeins dýrari en í fyrra. „Auðvitað eru flugeldar með sömu verðteygni og annað. Það hækkar ef gengið hækkar," segir Jónas.Mikil svifryksmengun hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu tvenn síðustu áramót.Vísir/VilhelmErfitt þykir að spá fyrir um áramótaveðrið með fullri vissu að svo stöddu, þar sem spálíkön eru enn mismunandi. Núna er þó útlit fyrir nokkuð hæga norðanátt en lítið þarf til að breyta því í froststillu. „Eins og er virðist ætla að verða norðan fimm til tíu metrar á sekúndu víða um landið. Þá ætti megnið af reyknum að blása í burtu," sagði Daníel Þorláksson, veðurfræðingur, í samtali við fréttastofu í dag. Jónas segir björgunarsveitirnar ekki hafa farið varhluta af umræðunni um skaðsemi flugeldamengunar og til þess að koma til móts við hana verður nú í fyrsta sinn boðið upp á nýja vöru sem kostar þrjú þúsund krónur og nefnist „skjótum rótum". „Þá kemur viðskiptavinurinnn hingað og kaupir lítið pappírstré og í staðinn fyrir það tré verður tré plantað í Áramótaskógi í Þorlákshöfn. Þetta er samstarfsverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og skógræktarfélagsins. Þetta er valkostur fyrir þá sem vilja styðja við störf björgunarsveitanna en ekki kaupa flugelda," segir Jónas. Björgunarsveitir Loftslagsmál Tengdar fréttir „Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. 4. janúar 2018 22:00 Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í Áramótaskógi. Björgunarsveitarfólk hafði í nægu að snúast við uppsetningu flugeldasölu Landsbjargar þegar fréttastofu bar að garði í dag. Undirbúningurinn hefur þó staðið yfir frá síðustu áramótum. „Þá eru sendar út pantanir til okkar birgja og svo streyma vörurnar inn frá miðju ári," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Svo í dag og á morgun verður byrjað að setja vörur í hillur. Nú er vertíðin bara hafin." Flugeldasalan er langstærsta fjáröflun björgunarsveitanna sem selja flugeldana á um níutíu sölustöðum. Þegar mest lætur á gamlársdag verða um eitt þúsund sjálfboðaliðar að störfum. Salan hefur haldist nokkuð svipuð á síðustu árum og pantað var inn í samræmi við það. Krónan hefur þó veikst nokkuð á árinu og verða flugeldarnir því aðeins dýrari en í fyrra. „Auðvitað eru flugeldar með sömu verðteygni og annað. Það hækkar ef gengið hækkar," segir Jónas.Mikil svifryksmengun hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu tvenn síðustu áramót.Vísir/VilhelmErfitt þykir að spá fyrir um áramótaveðrið með fullri vissu að svo stöddu, þar sem spálíkön eru enn mismunandi. Núna er þó útlit fyrir nokkuð hæga norðanátt en lítið þarf til að breyta því í froststillu. „Eins og er virðist ætla að verða norðan fimm til tíu metrar á sekúndu víða um landið. Þá ætti megnið af reyknum að blása í burtu," sagði Daníel Þorláksson, veðurfræðingur, í samtali við fréttastofu í dag. Jónas segir björgunarsveitirnar ekki hafa farið varhluta af umræðunni um skaðsemi flugeldamengunar og til þess að koma til móts við hana verður nú í fyrsta sinn boðið upp á nýja vöru sem kostar þrjú þúsund krónur og nefnist „skjótum rótum". „Þá kemur viðskiptavinurinnn hingað og kaupir lítið pappírstré og í staðinn fyrir það tré verður tré plantað í Áramótaskógi í Þorlákshöfn. Þetta er samstarfsverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og skógræktarfélagsins. Þetta er valkostur fyrir þá sem vilja styðja við störf björgunarsveitanna en ekki kaupa flugelda," segir Jónas.
Björgunarsveitir Loftslagsmál Tengdar fréttir „Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. 4. janúar 2018 22:00 Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
„Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. 4. janúar 2018 22:00
Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45
Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36