Enski boltinn

Wagner: Vondur tími til þess að mæta United

Dagur Lárusson skrifar
vísir/getty
David Wagner, stjóri Huddersfield, segir að þetta sé vondur tími til þess að mæta Manchester United.

 

Ole Gunnar byrjaði stjóratíð sína með 5-1 sigri á Cardiff í síðustu umferð og því telur Wagner að sjálfstraust og ákveðni leikmanna United verði í botni.

 

„Ég var mjög hissa þegar ég heyrði fréttirnar um Mourinho, þetta er ekki eitthvað sem við stjórar elskum að heyra.“

 

„Mér líkar almennt ekki vel við það þegar stjórar eru reknir en þá sérstaklega ekki þegar mitt lið á að keppa við það lið stuttu seinna eins og gerðist gegn Southampton, það gerir okkar vinnu ekki léttari.“

 

Wagner og lærisveinar hans hafa tapað fimm leikjum í röð í deildinni en hann vonast eftir því að enda það hrikalega gengi gegn United.

 

„Ég myndi stefna að því að enda þetta gengi gegn hvaða liði sem er, mér er alvega sama hvaða lið það er. Næsti leikur þar sem við höfum möguleika á því er gegn United og því munum við reyna allt sem við getum.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×