Enski boltinn

Klopp mun líta á leikmannamarkaðinn ef fleiri leikmenn meiðast

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Klopp segir að hann gæti litið á leikmannamarkaðinn ef fleiri leikmenn meiðast, annars ekki
Klopp segir að hann gæti litið á leikmannamarkaðinn ef fleiri leikmenn meiðast, annars ekki vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool segir að félagið gæti litist um á leikmannamarkaðnum sem opnar aftur í janúar til þess að styrkja liðið, skyldi það missa leikmenn í meiðsli.



Liverpool eru með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en Manchester City situr í öðru sæti.



Jólatörnin er hafin í Englandi og Liverpool fer inn í hana án varnarmannanna Joe Gomez og Joel Matip sem báðir eru frá vegna meiðsla.



Trent Alexander-Arnold hefur verið frá vegna meiðsla, en á blaðamannafundi sagði Klopp að hann væri snúinn aftur til æfinga, og þá væri Naby Keita einnig tæpur fyrir leikinn gegn Newcastle á öðrum degi jóla.



Þar af leiðandi segir Klopp að hann gæti horft á leikmannamarkaðinn ef fleiri leikmenn munu meiðast.



„Ég er gríðarlega ánægður með liðið sem ég er með, en eins og ég hef alltaf sagt, maður veit ekki. Ég mun hafa hurðina opna,“ sagði Klopp.



„Ef eitthvað gerist, þá verðum við að líta um. Mikið af leikjum er framundan, og það er mjög mikilvægt að við bregðumst við.“



„Ef eitthvað stórt gerist, þá verðum við að líta í kringum okkur, en ef ekkert gerist, þá munum við ekki gera neitt,“ bætti Klopp við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×