Flóttakonur fá mismunandi aðstoð eftir búsetu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2018 21:16 Flóttakonur eiga erfitt með að fóta sig hér á landi og fá mismunandi aðstoð eftir því hvaða sveitarfélagi þær búa í. Rannsókn Starfsgreinasambandsins á stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði leiðir í ljós að halda þurfi mun betur utan um þennan hóp.Þegar #metoo-sögur kvenna af erlendum uppruna litu dagsins ljós var ljóst að þær eru meðal hinna valdaminnstu á vinnumarkaði. Í kjölfar frásagnanna lét Starfsgreinasambandið gera rannsókn á stöðu þeirra á vinnumarkaði og hvernig hægt er að veita þeim stuðning. Rætt var við konur frá Póllandi, Taílandi, Filippseyjum og Sýrlandi. Rannveig Gústafsdóttir verkefnastjóri segir að þær sem hafa náð að fóta sig síst eru þær frá Sýrlandi. Hún segir að þar hafi lítil enskukunnátta og tölvukunnátta skipt máli. „Ein þeirra talaði um að hún var að leita sér að starfi og hún gerði eins og maður gerði í gamla daga – fór á milli staða og spurði atvinnurekendur hvort þeir væru með laust starf.“ Hún bendir á að staða kvennanna sé mjög misjöfn við komuna til landsins. Þær sem eiga íslenskan maka standa oftast betur. Pólsku konurnar sögðust nýta sér trúnaðarmann á vinnustaðnum sínum til að aðstoða sig í daglegu lífi, en niðurstöðurnar leiða í ljós að stéttarfélögin þurfa að standa þétt við bakið á þeim. Flestum fannst þær ná að fóta sig ágætlega en sýrlensku konurnar, sem komu til Íslands sem flóttakonur, eiga erfitt uppdráttar. Rannveig segir að flóttamannaverkefnin séu mismunandi upp byggð milli sveitarfélaga. Þannig telji sumar konurnar að aðrar í öðrum sveitarfélögum hafi fengið meiri þjónustu. Flóttafólk á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Flóttakonur eiga erfitt með að fóta sig hér á landi og fá mismunandi aðstoð eftir því hvaða sveitarfélagi þær búa í. Rannsókn Starfsgreinasambandsins á stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði leiðir í ljós að halda þurfi mun betur utan um þennan hóp.Þegar #metoo-sögur kvenna af erlendum uppruna litu dagsins ljós var ljóst að þær eru meðal hinna valdaminnstu á vinnumarkaði. Í kjölfar frásagnanna lét Starfsgreinasambandið gera rannsókn á stöðu þeirra á vinnumarkaði og hvernig hægt er að veita þeim stuðning. Rætt var við konur frá Póllandi, Taílandi, Filippseyjum og Sýrlandi. Rannveig Gústafsdóttir verkefnastjóri segir að þær sem hafa náð að fóta sig síst eru þær frá Sýrlandi. Hún segir að þar hafi lítil enskukunnátta og tölvukunnátta skipt máli. „Ein þeirra talaði um að hún var að leita sér að starfi og hún gerði eins og maður gerði í gamla daga – fór á milli staða og spurði atvinnurekendur hvort þeir væru með laust starf.“ Hún bendir á að staða kvennanna sé mjög misjöfn við komuna til landsins. Þær sem eiga íslenskan maka standa oftast betur. Pólsku konurnar sögðust nýta sér trúnaðarmann á vinnustaðnum sínum til að aðstoða sig í daglegu lífi, en niðurstöðurnar leiða í ljós að stéttarfélögin þurfa að standa þétt við bakið á þeim. Flestum fannst þær ná að fóta sig ágætlega en sýrlensku konurnar, sem komu til Íslands sem flóttakonur, eiga erfitt uppdráttar. Rannveig segir að flóttamannaverkefnin séu mismunandi upp byggð milli sveitarfélaga. Þannig telji sumar konurnar að aðrar í öðrum sveitarfélögum hafi fengið meiri þjónustu.
Flóttafólk á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira