Trump gagnrýndi þá til dæmis kaffihúsakeðjuna Starbucks sem hafði reitt kristna til reiði með því að bjóða eingöngu upp á rauða kaffibolla í stað rauðra kaffibolla með jólaskrauti eins og hafði tíðkast áður. Þetta, ásamt öðru sagði Trump að væri árás á frasann „gleðileg jól“.
Í ræðu sinni í Iowa ríki í október 2015 sagði verðandi forsetinn: „Ef ég verð forseti mun gleðileg jól heyrast í hverri verslun...„Gleðilega hátíð“ má skilja eftir annars staðar“.
Trump hvatti til þess að Starbucks yrði sniðgengið vegna jólabolla fyrirtækisins. Á jóladag í fyrra skrifaði forsetinn færslu á Twitter þar sem hann sagði að fólk væri aftur farið að segja „gleðileg jól“ með stolti. Trump sagðist einnig hafa leitt baráttuna gegn andstæðingum frasans.
People are proud to be saying Merry Christmas again. I am proud to have led the charge against the assault of our cherished and beautiful phrase. MERRY CHRISTMAS!!!!!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 25, 2017
Guardian greinir frá því að fyrirtæki í eigu Trump, virðast ekki hafa móttekið skilaboð forsetans. Auglýsingar Trump-verslanna auglýsa hátíðartilboð, á Trump-veitingastöðum er boðið upp á hátíðar-matseðla og opinber twittersíða Trumpturnsins hefur óskað gleðilegrar hátíðar undanfarin ár.
Going up! Trump Tower New York is officially decorated for the holiday season pic.twitter.com/jgklMuN1U0
— Trump Tower New York (@TrumpTower) December 5, 2018