Enski boltinn

Mané: Allir búnir að gleyma verðinu

Dagur Lárusson skrifar
Félagarnir Virgil og Mané.
Félagarnir Virgil og Mané. vísir/getty
Sadio Mané, leikmaður Liverpool, hefur farið fögrum orðum um liðsfélaga sinn Virgil Van Djik en hann segir að sá hollenski hafi gjörbreytt liðinu.

 

Van Djik var fenginn til Liverpool fyrir rúmlega ári fyrir 75 milljónir punda en Mané segir að allir séu búnir að gleyma verðmiðanum.

 

„Hann hefur haft svo mikil áhrif á liðið, við erum allir búnir að sjá það. Auðvitað voru allir að hugsa þegar hann var keyptur að félagið hafi eitt og miklum pening í hann.“

 

„En núna er tilfinningin allaveganna þannig að flestir eru búnir að gleyma þessu verði og er það aðallega útaf magnaðri spilamennsku hans.“

 

„Hann hefur staðið sig svo vel fyrir okkur, ég er svo ánægður að hann sé liðsfélagi minn. Hann er einn af leiðtogunum í hópnum og einn besti varnarmaður í heimi.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×