Enski boltinn

Solskjær: Hitt liðið á aldrei að hlaupa meira en United

Dagur Lárusson skrifar
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segir að hann hafi sagt við leikmenn sína fyrir leik að það ætti aldrei að vera þannig að hitt liðið hlaupi meira heldur en United.

 

5-1 sigur United á Cardiff var í fyrsta sinn í langan tíma þar sem leikmenn United hlupu meira heldur en andstæðingar sínir. Ole Gunnar var að sjálfsögðu leikmaður hjá United á sínum tíma þar sem það var ekki í boði að hlaupa minna heldur en hitt liðið.

 

„Eitt af því sem ég talaði um fyrir leik er það að hitt liðið á aldrei að hlaupa meira heldur en Manchester United. Skiptir ekki máli við hvaða lið United er að spila, við eigum að hlaupa meira og þá munu gæði okkar sigra að lokum.“

 

„Ég sagði það sama við leikmennina mína í Noregi, ég sagði við þá að þeir þurfa að leggja harðar að sér, þeir þurfa að njóta sín, spila boltanum fram, hlaupa fram og ef þú tapar boltanum þá skiptir það ekki máli svo lengi sem þú vinnur hann aftur.“

 

„Þegar þú ert með leikmenn með þau gæði sem þessir leikmenn hafa þá munu þeir alltaf skapa færi.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×