Körfubolti

Durant stigahæstur í sigri Golden State

Dagur Lárusson skrifar
Kevin Durant.
Kevin Durant. vísir/getty
Kevin Durant var aðalmaðurinn í sigri Golden State á Dallas Mavericks í NBA körfuboltanum í nótt en hann skoraði 29 stig.

 

Það fór alls sjö leikir fram í nótt og þar á meðal var viðureign Golden State og Dallas Mavericks í Dallas. Það voru liðsmenn Dallas sem byrjuðu leikinn betur og leiddu eftir fyrsta og annan leikhluta og staðan 61-58 í hálfleiknum.

 

Í seinni hálfleiknum tóku liðsmenn Golden State við sér og náðu sjö stiga forystu áður en síðasti leikhlutinn fór af stað. Liðsmenn Dalls náðu ekki að vinna upp forskot Golden State og því sigur Golden State staðreynd.

 

Það var Kevin Durant sem var stigahæstur í liði Golden State með 29 stig, næstur á eftir honum var síðan Jonas Jerebko með 23 stig og svo Stephen Curry með 22 stig. Stigahæstur hjá Dallas var Wesley Matthews með 25 stig.

 

Úr öðrum leikjum næturinnar er það helst að nefna að topplið Vesturdeildarinnar, Denver Duggets, tapaði fyrir LA Clippers 132-111 en Harris skoraði 21 stig fyrir Clippers í þeim stóra sigri.

 

Úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.

 

Nuggets 111-132 Clippers

Wizards 149-146 Suns

76ers 126-101 Raptors

Heat 94-87 Bucks

Rockets 108-101 Spurs

Warriors 120-116 Mavericks

Jazz 106-107

 

Allt það helsta úr leik Golden State og Dallas Mavericks má sjá hér að neðan.

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×