Körfubolti

Öruggur sigur Bucks gegn Celtics

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik Bucks og Celtics.
Úr leik Bucks og Celtics. vísir/getty
Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig í sigri Milwaukee Bucks á Boston Celtics í NBA körfuboltanum í nótt en eftir leikinn er Bucks í öðru sæti Austurdeildarinnar.

 

Það voru gestirnir frá Milwaukee sem byrjuðu leikinn betur og skoruðu 35 stig gegn 22 frá Boston Celtics í fyrsta leikhlutanum. Þeir náðu síðan að auka við forskot sitt áður en flautað var til leikhlés.

 

Í seinni hálfleiknum skoruðu liðsmenn Boston Celtics fleiri stig í báðum leikhlutunum en þá var forskot Milwaukee einfaldlega orðið of stórt og því endaði leikurinn með öruggum sigri Milwaukee Bucks 120-107.

 

Giannis var stigahæstur í liði Bucks með 30 stig en Khris Middleton var næstur á eftir honum með 21 stig. Jayson Tatum var stigahæstur í liði Boston með 20 stig á meðan Kyrie Irving áttu óvenju hljóðlátan leik en hann skoraði 15 stig.

 

Boston Celtics eru í fimmta sæti deildarinnar eftir tapið en eins og áður kom fram er Milwaukee í öðru sætinu.

 

Alls fóru tíu leikir fram í nótt en úrslit úr þessum leikjum má sjá hér að neðan.

 

Hornets 98-86 Pistons

Raptors 126-110 Cavaliers

Nets 107-114 Hawks

Celtics 107-120 Bucks

Bulls 90-80 Magic

Spurs 124-98 Timberwolves

Trail Blazers 90-120 Jazz

Kings 102-99 Grizzlies 

Lakers 112-104 Pelicans

 

Allt það helst úr leik Milwaukee Bucks og Boston Celtics má sjá hér að neðan.

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×