Veiðir við höfnina til að spara og slaka á Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. desember 2018 15:00 Muhammed að veiða sér í matinn og notar tímann til að slaka á og læra. „Ég er nú bara að elda mér þorsk,“ segir Muhammed Emin Kizilkaya, 24 ára gamall nemandi á meistarastigi í félagsfræði við Háskóla Íslands, þegar blaðamaður hefur samband. Það væri ekki í frásögur færandi fyrir utan þá staðreynd að þorskinn veiddi Muhammed sjálfur við höfn í Reykjavík. „Ég veiddi mikið í sumar og gekk frá í frysti. Ég á góðar birgðir af fiski í vetur. Ég fer bara með veiðistöngina mína, besti staðurinn er nærri Eimskip. Ég sé marga aðra veiða þar, mér finnst þetta líka ein besta slökun sem kostur er á,“ segir Muhammed frá. Hann steikir þorskinn á pönnu með sítrónu, salti, pipar og lauk. „Þetta er góður matur og fyrir manneskju í námi er þetta ágætis sparnaðarráð.“ Muhammed flutti til Íslands fyrir nokkrum árum frá Slagelse í Danmörku, bæ ekki fjarri Kaupmannahöfn. „Ég er fæddur í Danmörku. En móðir mín flutti þangað þriggja ára gömul. Við erum Kúrdar frá Tyrklandi. Mamma hefur plumað sig vel í Danmörku og er nú skólastjóri í Slagelse. Pabbi kom seinna til Danmerkur, eða eftir tvítugt. Það var miklu erfiðara fyrir hann að aðlagast. Hann var menntaður dýralæknir en námið og reynslan ekki metin í Danmörku. Hann þurfti því að taka gráðuna aftur í Danmörku á ókunnu tungumáli. Hverju einasta orði sem hann las þurfti hann að fletta upp í orðabók. Honum tókst þetta, það kostaði blóð, svita og tár. Pabbi átti seinna eftir að gefa mér ráð þegar ég flutti til Íslands. Að gefast ekki upp. Ég kunni ekki stakt orð í íslensku þegar ég fluttist hingað en lauk BS-gráðu á íslensku í félagsfræði,“ segir Muhammed léttur í sinni. Hann lærði mest í íslensku af aldraðri nágrannakonu sinni. „Ég átti dásamlegan nágranna sem kenndi mér mikið í íslensku. Hún er núna á Hrafnistu en ég geri ráð fyrir að heimsækja hana um jólin. Ég er múslimi og held ekki upp á jólin í desember eins og þið. Mér finnst jólahaldið hér notalegt og ég tek þátt í því með því að veita fólki liðsinni eða félagsskap sem er eitt síns liðs um jól.“ Hann hefur stundum orðið fyrir fordómum en kýs að líta hjá því. „Það er nú líklega vegna nafnsins. Fólk er tortryggið þegar það veit ekki mikið um menningu annarra. Ég lifi eftir þeim gildum að það sem skipti mestu máli í þessu lífi sé að gera ólíku fólki af ólíkum uppruna kleift að lifa saman í sátt og samlyndi. Þvert á trúarbrögð og menningu,“ segir Muhammed sem er í félagsskap sem kallast Horizon þar sem friðarhugsjónin er höfð í hávegum. „Mér finnst mikilvægt að vinna gegn pólskiptri umræðu. Þróunin hefur verið þannig, gjá milli fólks með mismunandi skoðanir er sífellt að dýpka. Sú þróun er ekki góð,“ segir hann. En hvers vegna kom hann hingað? Hvað dró hann til Íslands? „Ég elska veðrið hér. Ég vil helst hafa alveg snarvitlaust veður, hríðarbyl. Andstæðurnar heilla mig og náttúruöflin. Jarðskjálftar og eldgos. Orkan hér er svo mikil,“ segir Muhammed sem starfar með námi hjá ferðaþjónustufyrirtæki sem er með ferðaleiðsögn. Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
„Ég er nú bara að elda mér þorsk,“ segir Muhammed Emin Kizilkaya, 24 ára gamall nemandi á meistarastigi í félagsfræði við Háskóla Íslands, þegar blaðamaður hefur samband. Það væri ekki í frásögur færandi fyrir utan þá staðreynd að þorskinn veiddi Muhammed sjálfur við höfn í Reykjavík. „Ég veiddi mikið í sumar og gekk frá í frysti. Ég á góðar birgðir af fiski í vetur. Ég fer bara með veiðistöngina mína, besti staðurinn er nærri Eimskip. Ég sé marga aðra veiða þar, mér finnst þetta líka ein besta slökun sem kostur er á,“ segir Muhammed frá. Hann steikir þorskinn á pönnu með sítrónu, salti, pipar og lauk. „Þetta er góður matur og fyrir manneskju í námi er þetta ágætis sparnaðarráð.“ Muhammed flutti til Íslands fyrir nokkrum árum frá Slagelse í Danmörku, bæ ekki fjarri Kaupmannahöfn. „Ég er fæddur í Danmörku. En móðir mín flutti þangað þriggja ára gömul. Við erum Kúrdar frá Tyrklandi. Mamma hefur plumað sig vel í Danmörku og er nú skólastjóri í Slagelse. Pabbi kom seinna til Danmerkur, eða eftir tvítugt. Það var miklu erfiðara fyrir hann að aðlagast. Hann var menntaður dýralæknir en námið og reynslan ekki metin í Danmörku. Hann þurfti því að taka gráðuna aftur í Danmörku á ókunnu tungumáli. Hverju einasta orði sem hann las þurfti hann að fletta upp í orðabók. Honum tókst þetta, það kostaði blóð, svita og tár. Pabbi átti seinna eftir að gefa mér ráð þegar ég flutti til Íslands. Að gefast ekki upp. Ég kunni ekki stakt orð í íslensku þegar ég fluttist hingað en lauk BS-gráðu á íslensku í félagsfræði,“ segir Muhammed léttur í sinni. Hann lærði mest í íslensku af aldraðri nágrannakonu sinni. „Ég átti dásamlegan nágranna sem kenndi mér mikið í íslensku. Hún er núna á Hrafnistu en ég geri ráð fyrir að heimsækja hana um jólin. Ég er múslimi og held ekki upp á jólin í desember eins og þið. Mér finnst jólahaldið hér notalegt og ég tek þátt í því með því að veita fólki liðsinni eða félagsskap sem er eitt síns liðs um jól.“ Hann hefur stundum orðið fyrir fordómum en kýs að líta hjá því. „Það er nú líklega vegna nafnsins. Fólk er tortryggið þegar það veit ekki mikið um menningu annarra. Ég lifi eftir þeim gildum að það sem skipti mestu máli í þessu lífi sé að gera ólíku fólki af ólíkum uppruna kleift að lifa saman í sátt og samlyndi. Þvert á trúarbrögð og menningu,“ segir Muhammed sem er í félagsskap sem kallast Horizon þar sem friðarhugsjónin er höfð í hávegum. „Mér finnst mikilvægt að vinna gegn pólskiptri umræðu. Þróunin hefur verið þannig, gjá milli fólks með mismunandi skoðanir er sífellt að dýpka. Sú þróun er ekki góð,“ segir hann. En hvers vegna kom hann hingað? Hvað dró hann til Íslands? „Ég elska veðrið hér. Ég vil helst hafa alveg snarvitlaust veður, hríðarbyl. Andstæðurnar heilla mig og náttúruöflin. Jarðskjálftar og eldgos. Orkan hér er svo mikil,“ segir Muhammed sem starfar með námi hjá ferðaþjónustufyrirtæki sem er með ferðaleiðsögn.
Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira