Veiðir við höfnina til að spara og slaka á Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. desember 2018 15:00 Muhammed að veiða sér í matinn og notar tímann til að slaka á og læra. „Ég er nú bara að elda mér þorsk,“ segir Muhammed Emin Kizilkaya, 24 ára gamall nemandi á meistarastigi í félagsfræði við Háskóla Íslands, þegar blaðamaður hefur samband. Það væri ekki í frásögur færandi fyrir utan þá staðreynd að þorskinn veiddi Muhammed sjálfur við höfn í Reykjavík. „Ég veiddi mikið í sumar og gekk frá í frysti. Ég á góðar birgðir af fiski í vetur. Ég fer bara með veiðistöngina mína, besti staðurinn er nærri Eimskip. Ég sé marga aðra veiða þar, mér finnst þetta líka ein besta slökun sem kostur er á,“ segir Muhammed frá. Hann steikir þorskinn á pönnu með sítrónu, salti, pipar og lauk. „Þetta er góður matur og fyrir manneskju í námi er þetta ágætis sparnaðarráð.“ Muhammed flutti til Íslands fyrir nokkrum árum frá Slagelse í Danmörku, bæ ekki fjarri Kaupmannahöfn. „Ég er fæddur í Danmörku. En móðir mín flutti þangað þriggja ára gömul. Við erum Kúrdar frá Tyrklandi. Mamma hefur plumað sig vel í Danmörku og er nú skólastjóri í Slagelse. Pabbi kom seinna til Danmerkur, eða eftir tvítugt. Það var miklu erfiðara fyrir hann að aðlagast. Hann var menntaður dýralæknir en námið og reynslan ekki metin í Danmörku. Hann þurfti því að taka gráðuna aftur í Danmörku á ókunnu tungumáli. Hverju einasta orði sem hann las þurfti hann að fletta upp í orðabók. Honum tókst þetta, það kostaði blóð, svita og tár. Pabbi átti seinna eftir að gefa mér ráð þegar ég flutti til Íslands. Að gefast ekki upp. Ég kunni ekki stakt orð í íslensku þegar ég fluttist hingað en lauk BS-gráðu á íslensku í félagsfræði,“ segir Muhammed léttur í sinni. Hann lærði mest í íslensku af aldraðri nágrannakonu sinni. „Ég átti dásamlegan nágranna sem kenndi mér mikið í íslensku. Hún er núna á Hrafnistu en ég geri ráð fyrir að heimsækja hana um jólin. Ég er múslimi og held ekki upp á jólin í desember eins og þið. Mér finnst jólahaldið hér notalegt og ég tek þátt í því með því að veita fólki liðsinni eða félagsskap sem er eitt síns liðs um jól.“ Hann hefur stundum orðið fyrir fordómum en kýs að líta hjá því. „Það er nú líklega vegna nafnsins. Fólk er tortryggið þegar það veit ekki mikið um menningu annarra. Ég lifi eftir þeim gildum að það sem skipti mestu máli í þessu lífi sé að gera ólíku fólki af ólíkum uppruna kleift að lifa saman í sátt og samlyndi. Þvert á trúarbrögð og menningu,“ segir Muhammed sem er í félagsskap sem kallast Horizon þar sem friðarhugsjónin er höfð í hávegum. „Mér finnst mikilvægt að vinna gegn pólskiptri umræðu. Þróunin hefur verið þannig, gjá milli fólks með mismunandi skoðanir er sífellt að dýpka. Sú þróun er ekki góð,“ segir hann. En hvers vegna kom hann hingað? Hvað dró hann til Íslands? „Ég elska veðrið hér. Ég vil helst hafa alveg snarvitlaust veður, hríðarbyl. Andstæðurnar heilla mig og náttúruöflin. Jarðskjálftar og eldgos. Orkan hér er svo mikil,“ segir Muhammed sem starfar með námi hjá ferðaþjónustufyrirtæki sem er með ferðaleiðsögn. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
„Ég er nú bara að elda mér þorsk,“ segir Muhammed Emin Kizilkaya, 24 ára gamall nemandi á meistarastigi í félagsfræði við Háskóla Íslands, þegar blaðamaður hefur samband. Það væri ekki í frásögur færandi fyrir utan þá staðreynd að þorskinn veiddi Muhammed sjálfur við höfn í Reykjavík. „Ég veiddi mikið í sumar og gekk frá í frysti. Ég á góðar birgðir af fiski í vetur. Ég fer bara með veiðistöngina mína, besti staðurinn er nærri Eimskip. Ég sé marga aðra veiða þar, mér finnst þetta líka ein besta slökun sem kostur er á,“ segir Muhammed frá. Hann steikir þorskinn á pönnu með sítrónu, salti, pipar og lauk. „Þetta er góður matur og fyrir manneskju í námi er þetta ágætis sparnaðarráð.“ Muhammed flutti til Íslands fyrir nokkrum árum frá Slagelse í Danmörku, bæ ekki fjarri Kaupmannahöfn. „Ég er fæddur í Danmörku. En móðir mín flutti þangað þriggja ára gömul. Við erum Kúrdar frá Tyrklandi. Mamma hefur plumað sig vel í Danmörku og er nú skólastjóri í Slagelse. Pabbi kom seinna til Danmerkur, eða eftir tvítugt. Það var miklu erfiðara fyrir hann að aðlagast. Hann var menntaður dýralæknir en námið og reynslan ekki metin í Danmörku. Hann þurfti því að taka gráðuna aftur í Danmörku á ókunnu tungumáli. Hverju einasta orði sem hann las þurfti hann að fletta upp í orðabók. Honum tókst þetta, það kostaði blóð, svita og tár. Pabbi átti seinna eftir að gefa mér ráð þegar ég flutti til Íslands. Að gefast ekki upp. Ég kunni ekki stakt orð í íslensku þegar ég fluttist hingað en lauk BS-gráðu á íslensku í félagsfræði,“ segir Muhammed léttur í sinni. Hann lærði mest í íslensku af aldraðri nágrannakonu sinni. „Ég átti dásamlegan nágranna sem kenndi mér mikið í íslensku. Hún er núna á Hrafnistu en ég geri ráð fyrir að heimsækja hana um jólin. Ég er múslimi og held ekki upp á jólin í desember eins og þið. Mér finnst jólahaldið hér notalegt og ég tek þátt í því með því að veita fólki liðsinni eða félagsskap sem er eitt síns liðs um jól.“ Hann hefur stundum orðið fyrir fordómum en kýs að líta hjá því. „Það er nú líklega vegna nafnsins. Fólk er tortryggið þegar það veit ekki mikið um menningu annarra. Ég lifi eftir þeim gildum að það sem skipti mestu máli í þessu lífi sé að gera ólíku fólki af ólíkum uppruna kleift að lifa saman í sátt og samlyndi. Þvert á trúarbrögð og menningu,“ segir Muhammed sem er í félagsskap sem kallast Horizon þar sem friðarhugsjónin er höfð í hávegum. „Mér finnst mikilvægt að vinna gegn pólskiptri umræðu. Þróunin hefur verið þannig, gjá milli fólks með mismunandi skoðanir er sífellt að dýpka. Sú þróun er ekki góð,“ segir hann. En hvers vegna kom hann hingað? Hvað dró hann til Íslands? „Ég elska veðrið hér. Ég vil helst hafa alveg snarvitlaust veður, hríðarbyl. Andstæðurnar heilla mig og náttúruöflin. Jarðskjálftar og eldgos. Orkan hér er svo mikil,“ segir Muhammed sem starfar með námi hjá ferðaþjónustufyrirtæki sem er með ferðaleiðsögn.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira