Fjarlægðu tvö æxli úr lunga Ginsburg Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. desember 2018 20:53 Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna AP/J. Scott Applewhite Tvö illkynja æxli voru fjarlægð úr vinstra lunga hæstaréttardómarans Ruth Bader Ginsburg á dögunum. Þetta er í þriðja sinn sem krabbamein gerir vart um sig hjá Ginsburg, sem hefur verið einn dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna síðan árið 1993.Í tilkynningu frá réttinum segir að hin 85 ára gamla Ginsburg hafi farið í aðgerð í dag og að hún muni dvelja á sjúkrahúsi í nokkra daga. Læknar fundu engin merki um að meinið hafi dreift sér og þarf Ginsburg ekki að undirgangast frekari meðferð að svo stöddu. Æxlin fundust við læknisskoðun eftir að Ginsburg brákaði rifbein eftir að hún datt í nóvember. Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna og leiðir frjálslynda arm réttarins. Heilsufar hennar hefur valdið nokkrum áhyggjum upp á síðkastið vegna þess að ef hún leggst í helgan stein félli það í hlut Donalds Trump Bandaríkjaforseta að skipa annan dómara, en hann hefur þegar skipað tvo nýja dómara, þá Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh. Síðasti forseti Bandaríkjanna sem skipaði fleiri en tvo dómara í sinni forsetatíð var Ronald Reagan sem tilnefndi þrjá. Þar á meðal var Sandra Day O‘Connor sem var jafnframt fyrsta konan til að taka sæti í Hæstarétti. Ginsburg nýtur mikilla vinsælda meðal almennings í Bandaríkjunum fyrir skelegga framkomu og er orðin einskonar tákngervingu réttlætis og andspyrnu. Til að mynda er kvikmynd byggð á ævi hennar væntanleg í kvikmyndahús en hún fjallar um baráttu Ginsburg fyrir jafnrétti kynjanna. Bandaríkin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Tvö illkynja æxli voru fjarlægð úr vinstra lunga hæstaréttardómarans Ruth Bader Ginsburg á dögunum. Þetta er í þriðja sinn sem krabbamein gerir vart um sig hjá Ginsburg, sem hefur verið einn dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna síðan árið 1993.Í tilkynningu frá réttinum segir að hin 85 ára gamla Ginsburg hafi farið í aðgerð í dag og að hún muni dvelja á sjúkrahúsi í nokkra daga. Læknar fundu engin merki um að meinið hafi dreift sér og þarf Ginsburg ekki að undirgangast frekari meðferð að svo stöddu. Æxlin fundust við læknisskoðun eftir að Ginsburg brákaði rifbein eftir að hún datt í nóvember. Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna og leiðir frjálslynda arm réttarins. Heilsufar hennar hefur valdið nokkrum áhyggjum upp á síðkastið vegna þess að ef hún leggst í helgan stein félli það í hlut Donalds Trump Bandaríkjaforseta að skipa annan dómara, en hann hefur þegar skipað tvo nýja dómara, þá Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh. Síðasti forseti Bandaríkjanna sem skipaði fleiri en tvo dómara í sinni forsetatíð var Ronald Reagan sem tilnefndi þrjá. Þar á meðal var Sandra Day O‘Connor sem var jafnframt fyrsta konan til að taka sæti í Hæstarétti. Ginsburg nýtur mikilla vinsælda meðal almennings í Bandaríkjunum fyrir skelegga framkomu og er orðin einskonar tákngervingu réttlætis og andspyrnu. Til að mynda er kvikmynd byggð á ævi hennar væntanleg í kvikmyndahús en hún fjallar um baráttu Ginsburg fyrir jafnrétti kynjanna.
Bandaríkin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira