Erfiðir tímar vegna veikinda hjálpuðu mér á framabrautinni Hjörvar Ólafsson skrifar 22. desember 2018 12:00 Bjarki Már Ólafsson er 24 ára gamall Seltirningur sem hefur mikinn metnað fyrir starfi sínu. Þegar Heimir Hallgrímsson var kynntur til leiks sem aðalþjálfari katarska knattspyrnuliðsins Al Arabi var á sama tíma tilkynnt að með honum í för á þessar framandi slóðir yrði ungur og tiltölulega óþekktur íslenskur þjálfari. Þessi 24 ára Seltirningur sem verður í þjálfarateymi Heimis heitir Bjarki Már Ólafsson og hefur þrátt fyrir ungan aldur bæði reynt margt í lífinu og komið nafni sínu vel á framfæri í íslenskum þjálfaraheimi. Þegar hann var tæplega tvítugur gekkst hann undir nauðsynlega hjartaaðgerð, en meðfæddur hjartagalli var farinn að há honum í daglegu lífi. Hjarta hans vann undir töluvert meira álagi en gerist og gengur hjá einstaklingum með eðlilega hjartastarfsemi og leki frá hjartaloku hans orðinn svo mikill að aðgerð var óhjákvæmileg. Veikindi hans urðu til þess að stefnubreyting varð á knattspyrnuferli hans, en í stað þess að stefna að því að verða knattspyrnumaður í fremstu röð sett Bjarki Már stefnuna á að ná frama í þjálfarabransanum. Það hefur svo sannarlega tekist. Hann hefur sinnt hinum ýmsu störfum fyrir uppeldisfélag sitt, Gróttu, meðal annars þjálfað yngri flokka hjá félaginu. Hann var svo 22 ára gamall ráðinn yfirþjálfari Gróttu sem er nokkuð sjaldgæft þegar tekið er mið af aldri hans þegar hann tók við starfinu. Þá hefur hann sinnt afreksæfingum hjá félaginu og síðasta eina og hálfa árið verið í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá Seltjarnarnesliðinu sem fór upp úr 2. deild í haust.Hefur skýr markmið um ferilinn Í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Rússlandi í sumar fékk Heimir svo Bjarka Má til þess að sinna störfum fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fyrir og á meðan á mótinu stóð. Bjarki Már sinnti leikgreiningu fyrir íslenska liðið og bauðst að fara út á HM og starfa fyrir liðið á þessari sögulegu stund í íslenskri knattspyrnu. Þegar rætt er við Bjarka Má kemur fljótlega í ljós hvers vegna Heimir ákvað að fá hann til aðstoðar við sig við þjálfun íslenska liðsins og síðar Al Arabi. Hann virðist við fyrstu kynni afar þroskaður og skýr einstaklingur sem veit upp á hár hvert hann vill stefna. Þá er hann vel að sér í knattspyrnufræðunum og með skemmtilega hugmyndafræði þegar kemur að því hvernig nálgast á einstaklinginn og spila knattspyrnu.„Ég hef ávallt sett mér skýr markmið og tileinkað mér það að leggja hart að mér hvern einasta dag til að færa mig nær þeim. Fyrir fimm árum varð það ljóst að ég yrði að breyta um vettvang innan knattspyrnunnar úr því að spila sjálfur í að þjálfa vegna hjartavandræða minna. Ég hafði mikinn metnað sem leikmaður og stefndi í atvinnumennsku. Þegar ég byrjaði að þjálfa vissi ég það strax að mig langaði að starfa erlendis í umhverfi sem myndi efla mig enn frekar og þroska mig sem þjálfara. Ég stefndi leynt og ljóst að því og nú hef ég fengið slíkt tækifæri sem ég er afskaplega þakklátur fyrir og það er bara algjör draumur. Jafnframt er ég meðvitaður um það að halda áfram að afla mér þekkingar og reynslu til að færa mig nær næstu markmiðum,“ segir hann þegar Fréttablaðið hringir í hann til Katar rúmri viku eftir að hann er fluttur til Doha. „Það er erfitt að lýsa katörsku samfélagi, en hlutirnir gerast mjög hratt hérna og það er nokkuð yfirþyrmandi hversu stórt allt er hérna. Æfingaaðstæður liðsins eru á allt öðru stigi hvað gæði varðar en það sem ég hef áður séð. Ég hef heimsótt félög í hæsta gæðaflokki bæði á Norðurlöndum og í Evrópu. Aðstæðurnar þar standast engan samanburð við það sem er til staðar hér. Komast raunar ekki í hálfkvisti við þetta. Það segir sína sögu að á næstu vikum munu franska stórliðið PSG og þýska stórveldið Bayern München æfa hér. Þá flykkjast landslið víða að til að nýta sér aðstöðuna í æfingu og keppni á þessum tíma árs. Svo maður getur fylgst með aðferðum færustu þjálfara heims og lært af þeim,“ segir hann um fyrstu kynni sín af Katar. Það er ekki algengt að svo ungur þjálfari fái tækifæri til þess að þjálfa í atvinnumannaumhverfi. Bjarki Már segist eiga uppeldisfélaginu margt að þakka fyrir skjótan frama sinn í þjálfaraheiminum.Uppeldisfélagið á stóran þátt „Grótta tók vel á mínum málum þegar í ljós kom að ég þyrfti að leggja skóna á hilluna vegna veikinda. Þeir buðu mér verkefni og sáu um að móta mig sem þjálfara. Þeir treystu mér fljótlega fyrir ábyrgðarfullum verkefnum og ég var fremur snöggur að vinna mig upp metorðastigann hjá félaginu. Það að hafa þjálfað krakka á öllum aldri hefur þróað og þroskað hugmyndafræðina. Vegna þess að ég hef þjálfað leikmenn á öllum aldurs- og getustigum horfi ég á það sem getur gerst og hægt er að laga. Að sama skapi hugsa ég lengra fram í tímann,“ segir hann um fyrstu árin í þjálfun. „Fljótlega var mér treyst fyrir því að taka við sem yfirþjálfari knattspyrnudeildar Gróttu. Við Magnús Örn Helgason smíðuðum „Gróttuleiðina“, stefnu fyrir yngriflokkastarf félagsins sem á að vera meistaraflokkum félagsins til heilla. Þar er lögð áhersla á það meðal annars að sinna hverjum og einum einstaklingi eins vel og nokkur kostur er og finna verkefni við hæfi fyrir hann. Markmið stefnunnar var að hugsa til lengri tíma hvað varðar langtímamarkmið iðkenda Gróttu. Mér finnst hafa tekist vel til með að fylgja þessari stefnu og ungir leikmenn hafa fengið tækifæri til þess að vaxa og þroskast og gegna stórum hlutverkum í meistaraflokkum félagsins með góðum árangri. Það var mér ómetanlegt að fá að vera yfirþjálfari 22 ára gamall og öðlast þá reynslu sem því starfi fylgir. Þá stend ég í þakkarskuld við Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason sem tóku mig inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Þeir hjálpuðu mér mikið og ég lærði fjölmargt af þeim. Ég væri ekki í Katar að þjálfa hjá atvinnumannaliði og á þeirri vegferð sem ég er á í dag ef ég hefði ekki fengið þau tækifæri sem Grótta veitti mér,“ segir Bjarki Már um ár sín á Seltjarnarnesinu. Á meðan Bjarki Már starfaði hjá Gróttu fór hann í athyglisvert verkefni á aðrar framandi slóðir fyrir íslenskt samfélag. Hann starfaði í Kólumbíu við þjálfun í fátækrahverfinu Ciudad Bolivar í Bógóta og í kjölfarið flutti hann til Svíþjóðar. Hann langaði að komast inn í akademíuumhverfi og átti þess kost á sænskri grundu.Fékk tilboð að utan um þjálfun „Árið 2014 var Magni Fannberg, sem er núna yfirmaður akademíunnar hjá norska liðinu Brann, að starfa fyrir sænska liðið Brommapojkarna. Hann hafði lesið sögu mína í grein sem birtist í fjölmiðlum í kringum jólin 2013, eftir að Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þáverandi fræðslustjóri KSÍ og þjálfari ÍBV, hafði deilt samskiptum okkar á samfélagsmiðlum og vakið athygli á því að ég þurfti að hætta að leika fótbolta vegna veikinda langt fyrir aldur fram. Siggi Raggi hjálpaði mér mikið að taka skrefið yfir í þjálfun með því að bjóða mér hlutverk í leikgreiningu hjá ÍBV. Það var jafnframt í fyrsta skipti sem ég kynntist því sviði fótboltans. Í framhaldinu bauð Magni mér að heimsækja sig til Stokkhólms til að kynnast starfinu þar. Ég skrópaði í útskriftarferð Verzló og varði viku heima hjá Magna og fylgdist með æfingum og leikjum hjá félaginu. Þá kynntist ég atvinnuþjálfaralífinu fyrir alvöru og stefnan varð enn skýrari. Ári seinna, þegar Þorlákur Árnason var yfirmaður akademíunnar hjá sama liði, fékk ég að þjálfa á nokkrum æfingum og þegar ég loks flutti til Stokkhólms árið 2016 átti ég í viðræðum við AIK um að starfa í akademíunni þar. Ég hafði farið í umfangsmikla hjartaaðgerð rúmum mánuði áður en ég fór til Svíþjóðar og ég þurfti lengri tíma til þess að jafna mig eftir þá aðgerð. Í ljósi þeirra aðstæðna varð ég að gefa frá mér það starf sem mér stóð til boða í Stokkhólmi og halda heim til Íslands,“ segir hann.Hjartaaðgerðin þroskaði mig „Hjartavandamálin og aðgerðin sem á eftir fylgdi reyndu verulega á en tímabilið eftir aðgerðina hefur reynst mér mjög lærdómsríkt og þroskandi. Fyrir hjartaaðgerðina var lekinn í hjartalokunum svo mikill að hjartað vann undir miklu álagi. Ég viðurkenni það fúslega að ég var eðlilega þó nokkuð stressaður og kvíðinn í aðdraganda aðgerðarinnar. Þetta er mikið inngrip í líkamsstarfsemina og mánuðirnir fyrir aðgerð voru erfiðir. Ég á sem betur fer gott fólk að sem hjálpaði mér í yfir þennan hjalla. Aðgerðin gekk eins og best varð á kosið og ég finn ekkert fyrir einkennum hvorki í leik né starfi núna sem er frábær tilfinning,“ segir þessi geðþekki piltur um erfiða tíma í sínu lífi. „Þó svo að aðgerðin hafi gengið vel var mér kippt út úr daglegu lífi. Það tók þó nokkurn tíma að komast aftur í eðlilega rútínu og að jafna mig eftir aðgerðina. Ég ætlaði mér að byrja að starfa mánuði þar á eftir í nýju landi. Það reyndist eftir á að hyggja aðeins of bratt. Eftir að hafa verið kvíðinn og stressaður fyrir aðgerðina tók við þungt og erfitt tímabil. Það tók tíma að vinna sig út úr því,“ segir hann enn fremur um tímann í kringum aðgerðina. Hann segir að hann hafi hins vegar jafnað sig að fullu bæði líkamlega og andlega nokkrum mánuðum seinna.Fagmannleg og góð vinnubrögð Bjarka Más vöktu verðskuldaða athygli á þeim vettvangi sem hann starfaði á og samhliða hélt hann úti bloggsíðu sem vakti athygli. Öðrum hvorum megin við síðustu áramót fangaði hann athygli Heimis sem var þá þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem var á leið í sitt stærsta verkefni í sögunni. Þó svo að samstarf Bjarka Más og Heimis hafi byrjað í ársbyrjun á þessu ári á það sér þó lengri aðdraganda.Lærði mikið í Rússlandi „Ég hef fylgst með Heimi síðan hann var að þjálfa ÍBV og svo hjá KSÍ. Lars Lagerbäck kemur svo til skjalanna og ég sé að það eru spennandi tímar fram undan. Ég hætti sjálfur að spila knattspyrnu haustið 2013 og vantaði vinnu sumarið 2014 og var spenntur fyrir starfi íslenska karlalandsliðsins á þeim tíma. Ég var ráðinn sem vallarstarfsmaður á Laugardalsvelli sumarið 2014 og átti þess kost að fylgjast með störfum Heimis, Lars og Freys Alexanderssonar með landsliðum KSÍ. Þar fékk ég smjörþefinn af toppþjálfurum. Það að vera nálægt þeim var mjög hvetjandi og skerpti sýn mína hvað þjálfun varðar,“ segir hann um fyrstu kynni sín af Heimi. „Ég var svo vallarstarfsmaður þegar Pep Guardiola kom hingað með Manchester City til þess að spila æfingarleik. Ég átti samskipti við þá og það var mjög gefandi. Við Heimir eigum báðir ættir að rekja til Vestmannaeyja, hann innfæddur Eyjamaður líkt og pabbi minn. Árið 2017 fór ég til Danmerkur sem var liður í þjálfaramenntun minni þegar ég var að sækja mér UEFA A-gráðuna. Heimir var kennari á því námskeiði. Ég flutti leikgreiningarverkefni þar og Heimir var hrifinn af vinnunni hjá hópnum mínum. Seinna í náminu fékk ég Ólaf Helga Kristjánsson sem yfirleiðbeinanda minn og af honum lærði ég mikið. Ég er ævinlega þakklátur fyrir það tækifæri sem KSÍ gaf mér við að veita mér aðgöngu að náminu til UEFA A-gráðunnar þetta ungum að árum. Ég útskrifaðist snemma árs 2018 og í vor ákvað ég að heyra í Heimi og óskaði eftir því að fá fund með honum til þess að fá ráðleggingar um störf mín og næstu skref á þjálfaraferlinum. Þar nefnir Heimir að ég komi inn í leikgreiningarteymið hjá íslenska karlalandsliðinu. Liðið er þarna á leiðinni á heimsmeistaramótið og ég varð samstundis rosalega spenntur,“ segir hann. „Ég fékk lítið verkefni til að byrja með þar sem ég fékk að fylgjast með Davíð Snorra, Arnari Bill og Frey sem mynduðu á þessum tíma leikgreiningarteymið í kringum íslenska liðið. Ég fékk svo að leikgreina Noreg fyrir vináttulandsleik við þá í aðdraganda heimsmeistaramótsins. Ég var meðvitaður um að þarna bauðst stórt tækifæri til að sýna hvað í mér bjó. Og ég var staðráðinn í að nýta mér það til fulls. Á þessari stundu kristallaðist það í huga mér að nýta tækifærið á vettvangi þjálfunar þar sem draumar mínir sem leikmanns brustu. Ég lagði mikla vinnu og metnað í verkefnið. Mér gekk vel að kynna vinnuna fyrir þjálfarateyminu og þeir ákváðu að bjóða mér í framhaldinu að kynna greininguna fyrir leikmönnum íslenska landsliðsins. Mér bauðst síðan að fara til Rússlands og kynnast því hvernig liðið starfaði þar. Það var geggjuð reynsla og eitthvað sem ég mun búa að alla ævi. Ég naut hverrar mínútu og þetta var fyrst og fremst ofboðslega skemmtilegur tími. Ég var bara eins og svampur að soga að mér þekkingu. Þetta var eitthvað sem ég mun aldrei gleyma og verð alltaf þakklátur fyrir,“ segir Bjarki Már um tíma sinn í Rússlandi. „Þetta var jafnframt stórt stökk sem opnaði enn fleiri möguleika. Um haustið fékk Freyr Alexandersson mig til að sinna sams konar vinnu fyrir kvennalandsliðið í undankeppni HM,“ segir hann um upphaf starfa sinna sem leikgreinandi hjá KSÍ. „Síðasta ár hefur verið ævintýri líkast. Hlutirnir hafa þróast hratt og ég hef aflað mér aukinnar reynslu og þekkingar á nýju sviði.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Sjá meira
Þegar Heimir Hallgrímsson var kynntur til leiks sem aðalþjálfari katarska knattspyrnuliðsins Al Arabi var á sama tíma tilkynnt að með honum í för á þessar framandi slóðir yrði ungur og tiltölulega óþekktur íslenskur þjálfari. Þessi 24 ára Seltirningur sem verður í þjálfarateymi Heimis heitir Bjarki Már Ólafsson og hefur þrátt fyrir ungan aldur bæði reynt margt í lífinu og komið nafni sínu vel á framfæri í íslenskum þjálfaraheimi. Þegar hann var tæplega tvítugur gekkst hann undir nauðsynlega hjartaaðgerð, en meðfæddur hjartagalli var farinn að há honum í daglegu lífi. Hjarta hans vann undir töluvert meira álagi en gerist og gengur hjá einstaklingum með eðlilega hjartastarfsemi og leki frá hjartaloku hans orðinn svo mikill að aðgerð var óhjákvæmileg. Veikindi hans urðu til þess að stefnubreyting varð á knattspyrnuferli hans, en í stað þess að stefna að því að verða knattspyrnumaður í fremstu röð sett Bjarki Már stefnuna á að ná frama í þjálfarabransanum. Það hefur svo sannarlega tekist. Hann hefur sinnt hinum ýmsu störfum fyrir uppeldisfélag sitt, Gróttu, meðal annars þjálfað yngri flokka hjá félaginu. Hann var svo 22 ára gamall ráðinn yfirþjálfari Gróttu sem er nokkuð sjaldgæft þegar tekið er mið af aldri hans þegar hann tók við starfinu. Þá hefur hann sinnt afreksæfingum hjá félaginu og síðasta eina og hálfa árið verið í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá Seltjarnarnesliðinu sem fór upp úr 2. deild í haust.Hefur skýr markmið um ferilinn Í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Rússlandi í sumar fékk Heimir svo Bjarka Má til þess að sinna störfum fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fyrir og á meðan á mótinu stóð. Bjarki Már sinnti leikgreiningu fyrir íslenska liðið og bauðst að fara út á HM og starfa fyrir liðið á þessari sögulegu stund í íslenskri knattspyrnu. Þegar rætt er við Bjarka Má kemur fljótlega í ljós hvers vegna Heimir ákvað að fá hann til aðstoðar við sig við þjálfun íslenska liðsins og síðar Al Arabi. Hann virðist við fyrstu kynni afar þroskaður og skýr einstaklingur sem veit upp á hár hvert hann vill stefna. Þá er hann vel að sér í knattspyrnufræðunum og með skemmtilega hugmyndafræði þegar kemur að því hvernig nálgast á einstaklinginn og spila knattspyrnu.„Ég hef ávallt sett mér skýr markmið og tileinkað mér það að leggja hart að mér hvern einasta dag til að færa mig nær þeim. Fyrir fimm árum varð það ljóst að ég yrði að breyta um vettvang innan knattspyrnunnar úr því að spila sjálfur í að þjálfa vegna hjartavandræða minna. Ég hafði mikinn metnað sem leikmaður og stefndi í atvinnumennsku. Þegar ég byrjaði að þjálfa vissi ég það strax að mig langaði að starfa erlendis í umhverfi sem myndi efla mig enn frekar og þroska mig sem þjálfara. Ég stefndi leynt og ljóst að því og nú hef ég fengið slíkt tækifæri sem ég er afskaplega þakklátur fyrir og það er bara algjör draumur. Jafnframt er ég meðvitaður um það að halda áfram að afla mér þekkingar og reynslu til að færa mig nær næstu markmiðum,“ segir hann þegar Fréttablaðið hringir í hann til Katar rúmri viku eftir að hann er fluttur til Doha. „Það er erfitt að lýsa katörsku samfélagi, en hlutirnir gerast mjög hratt hérna og það er nokkuð yfirþyrmandi hversu stórt allt er hérna. Æfingaaðstæður liðsins eru á allt öðru stigi hvað gæði varðar en það sem ég hef áður séð. Ég hef heimsótt félög í hæsta gæðaflokki bæði á Norðurlöndum og í Evrópu. Aðstæðurnar þar standast engan samanburð við það sem er til staðar hér. Komast raunar ekki í hálfkvisti við þetta. Það segir sína sögu að á næstu vikum munu franska stórliðið PSG og þýska stórveldið Bayern München æfa hér. Þá flykkjast landslið víða að til að nýta sér aðstöðuna í æfingu og keppni á þessum tíma árs. Svo maður getur fylgst með aðferðum færustu þjálfara heims og lært af þeim,“ segir hann um fyrstu kynni sín af Katar. Það er ekki algengt að svo ungur þjálfari fái tækifæri til þess að þjálfa í atvinnumannaumhverfi. Bjarki Már segist eiga uppeldisfélaginu margt að þakka fyrir skjótan frama sinn í þjálfaraheiminum.Uppeldisfélagið á stóran þátt „Grótta tók vel á mínum málum þegar í ljós kom að ég þyrfti að leggja skóna á hilluna vegna veikinda. Þeir buðu mér verkefni og sáu um að móta mig sem þjálfara. Þeir treystu mér fljótlega fyrir ábyrgðarfullum verkefnum og ég var fremur snöggur að vinna mig upp metorðastigann hjá félaginu. Það að hafa þjálfað krakka á öllum aldri hefur þróað og þroskað hugmyndafræðina. Vegna þess að ég hef þjálfað leikmenn á öllum aldurs- og getustigum horfi ég á það sem getur gerst og hægt er að laga. Að sama skapi hugsa ég lengra fram í tímann,“ segir hann um fyrstu árin í þjálfun. „Fljótlega var mér treyst fyrir því að taka við sem yfirþjálfari knattspyrnudeildar Gróttu. Við Magnús Örn Helgason smíðuðum „Gróttuleiðina“, stefnu fyrir yngriflokkastarf félagsins sem á að vera meistaraflokkum félagsins til heilla. Þar er lögð áhersla á það meðal annars að sinna hverjum og einum einstaklingi eins vel og nokkur kostur er og finna verkefni við hæfi fyrir hann. Markmið stefnunnar var að hugsa til lengri tíma hvað varðar langtímamarkmið iðkenda Gróttu. Mér finnst hafa tekist vel til með að fylgja þessari stefnu og ungir leikmenn hafa fengið tækifæri til þess að vaxa og þroskast og gegna stórum hlutverkum í meistaraflokkum félagsins með góðum árangri. Það var mér ómetanlegt að fá að vera yfirþjálfari 22 ára gamall og öðlast þá reynslu sem því starfi fylgir. Þá stend ég í þakkarskuld við Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason sem tóku mig inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Þeir hjálpuðu mér mikið og ég lærði fjölmargt af þeim. Ég væri ekki í Katar að þjálfa hjá atvinnumannaliði og á þeirri vegferð sem ég er á í dag ef ég hefði ekki fengið þau tækifæri sem Grótta veitti mér,“ segir Bjarki Már um ár sín á Seltjarnarnesinu. Á meðan Bjarki Már starfaði hjá Gróttu fór hann í athyglisvert verkefni á aðrar framandi slóðir fyrir íslenskt samfélag. Hann starfaði í Kólumbíu við þjálfun í fátækrahverfinu Ciudad Bolivar í Bógóta og í kjölfarið flutti hann til Svíþjóðar. Hann langaði að komast inn í akademíuumhverfi og átti þess kost á sænskri grundu.Fékk tilboð að utan um þjálfun „Árið 2014 var Magni Fannberg, sem er núna yfirmaður akademíunnar hjá norska liðinu Brann, að starfa fyrir sænska liðið Brommapojkarna. Hann hafði lesið sögu mína í grein sem birtist í fjölmiðlum í kringum jólin 2013, eftir að Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þáverandi fræðslustjóri KSÍ og þjálfari ÍBV, hafði deilt samskiptum okkar á samfélagsmiðlum og vakið athygli á því að ég þurfti að hætta að leika fótbolta vegna veikinda langt fyrir aldur fram. Siggi Raggi hjálpaði mér mikið að taka skrefið yfir í þjálfun með því að bjóða mér hlutverk í leikgreiningu hjá ÍBV. Það var jafnframt í fyrsta skipti sem ég kynntist því sviði fótboltans. Í framhaldinu bauð Magni mér að heimsækja sig til Stokkhólms til að kynnast starfinu þar. Ég skrópaði í útskriftarferð Verzló og varði viku heima hjá Magna og fylgdist með æfingum og leikjum hjá félaginu. Þá kynntist ég atvinnuþjálfaralífinu fyrir alvöru og stefnan varð enn skýrari. Ári seinna, þegar Þorlákur Árnason var yfirmaður akademíunnar hjá sama liði, fékk ég að þjálfa á nokkrum æfingum og þegar ég loks flutti til Stokkhólms árið 2016 átti ég í viðræðum við AIK um að starfa í akademíunni þar. Ég hafði farið í umfangsmikla hjartaaðgerð rúmum mánuði áður en ég fór til Svíþjóðar og ég þurfti lengri tíma til þess að jafna mig eftir þá aðgerð. Í ljósi þeirra aðstæðna varð ég að gefa frá mér það starf sem mér stóð til boða í Stokkhólmi og halda heim til Íslands,“ segir hann.Hjartaaðgerðin þroskaði mig „Hjartavandamálin og aðgerðin sem á eftir fylgdi reyndu verulega á en tímabilið eftir aðgerðina hefur reynst mér mjög lærdómsríkt og þroskandi. Fyrir hjartaaðgerðina var lekinn í hjartalokunum svo mikill að hjartað vann undir miklu álagi. Ég viðurkenni það fúslega að ég var eðlilega þó nokkuð stressaður og kvíðinn í aðdraganda aðgerðarinnar. Þetta er mikið inngrip í líkamsstarfsemina og mánuðirnir fyrir aðgerð voru erfiðir. Ég á sem betur fer gott fólk að sem hjálpaði mér í yfir þennan hjalla. Aðgerðin gekk eins og best varð á kosið og ég finn ekkert fyrir einkennum hvorki í leik né starfi núna sem er frábær tilfinning,“ segir þessi geðþekki piltur um erfiða tíma í sínu lífi. „Þó svo að aðgerðin hafi gengið vel var mér kippt út úr daglegu lífi. Það tók þó nokkurn tíma að komast aftur í eðlilega rútínu og að jafna mig eftir aðgerðina. Ég ætlaði mér að byrja að starfa mánuði þar á eftir í nýju landi. Það reyndist eftir á að hyggja aðeins of bratt. Eftir að hafa verið kvíðinn og stressaður fyrir aðgerðina tók við þungt og erfitt tímabil. Það tók tíma að vinna sig út úr því,“ segir hann enn fremur um tímann í kringum aðgerðina. Hann segir að hann hafi hins vegar jafnað sig að fullu bæði líkamlega og andlega nokkrum mánuðum seinna.Fagmannleg og góð vinnubrögð Bjarka Más vöktu verðskuldaða athygli á þeim vettvangi sem hann starfaði á og samhliða hélt hann úti bloggsíðu sem vakti athygli. Öðrum hvorum megin við síðustu áramót fangaði hann athygli Heimis sem var þá þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem var á leið í sitt stærsta verkefni í sögunni. Þó svo að samstarf Bjarka Más og Heimis hafi byrjað í ársbyrjun á þessu ári á það sér þó lengri aðdraganda.Lærði mikið í Rússlandi „Ég hef fylgst með Heimi síðan hann var að þjálfa ÍBV og svo hjá KSÍ. Lars Lagerbäck kemur svo til skjalanna og ég sé að það eru spennandi tímar fram undan. Ég hætti sjálfur að spila knattspyrnu haustið 2013 og vantaði vinnu sumarið 2014 og var spenntur fyrir starfi íslenska karlalandsliðsins á þeim tíma. Ég var ráðinn sem vallarstarfsmaður á Laugardalsvelli sumarið 2014 og átti þess kost að fylgjast með störfum Heimis, Lars og Freys Alexanderssonar með landsliðum KSÍ. Þar fékk ég smjörþefinn af toppþjálfurum. Það að vera nálægt þeim var mjög hvetjandi og skerpti sýn mína hvað þjálfun varðar,“ segir hann um fyrstu kynni sín af Heimi. „Ég var svo vallarstarfsmaður þegar Pep Guardiola kom hingað með Manchester City til þess að spila æfingarleik. Ég átti samskipti við þá og það var mjög gefandi. Við Heimir eigum báðir ættir að rekja til Vestmannaeyja, hann innfæddur Eyjamaður líkt og pabbi minn. Árið 2017 fór ég til Danmerkur sem var liður í þjálfaramenntun minni þegar ég var að sækja mér UEFA A-gráðuna. Heimir var kennari á því námskeiði. Ég flutti leikgreiningarverkefni þar og Heimir var hrifinn af vinnunni hjá hópnum mínum. Seinna í náminu fékk ég Ólaf Helga Kristjánsson sem yfirleiðbeinanda minn og af honum lærði ég mikið. Ég er ævinlega þakklátur fyrir það tækifæri sem KSÍ gaf mér við að veita mér aðgöngu að náminu til UEFA A-gráðunnar þetta ungum að árum. Ég útskrifaðist snemma árs 2018 og í vor ákvað ég að heyra í Heimi og óskaði eftir því að fá fund með honum til þess að fá ráðleggingar um störf mín og næstu skref á þjálfaraferlinum. Þar nefnir Heimir að ég komi inn í leikgreiningarteymið hjá íslenska karlalandsliðinu. Liðið er þarna á leiðinni á heimsmeistaramótið og ég varð samstundis rosalega spenntur,“ segir hann. „Ég fékk lítið verkefni til að byrja með þar sem ég fékk að fylgjast með Davíð Snorra, Arnari Bill og Frey sem mynduðu á þessum tíma leikgreiningarteymið í kringum íslenska liðið. Ég fékk svo að leikgreina Noreg fyrir vináttulandsleik við þá í aðdraganda heimsmeistaramótsins. Ég var meðvitaður um að þarna bauðst stórt tækifæri til að sýna hvað í mér bjó. Og ég var staðráðinn í að nýta mér það til fulls. Á þessari stundu kristallaðist það í huga mér að nýta tækifærið á vettvangi þjálfunar þar sem draumar mínir sem leikmanns brustu. Ég lagði mikla vinnu og metnað í verkefnið. Mér gekk vel að kynna vinnuna fyrir þjálfarateyminu og þeir ákváðu að bjóða mér í framhaldinu að kynna greininguna fyrir leikmönnum íslenska landsliðsins. Mér bauðst síðan að fara til Rússlands og kynnast því hvernig liðið starfaði þar. Það var geggjuð reynsla og eitthvað sem ég mun búa að alla ævi. Ég naut hverrar mínútu og þetta var fyrst og fremst ofboðslega skemmtilegur tími. Ég var bara eins og svampur að soga að mér þekkingu. Þetta var eitthvað sem ég mun aldrei gleyma og verð alltaf þakklátur fyrir,“ segir Bjarki Már um tíma sinn í Rússlandi. „Þetta var jafnframt stórt stökk sem opnaði enn fleiri möguleika. Um haustið fékk Freyr Alexandersson mig til að sinna sams konar vinnu fyrir kvennalandsliðið í undankeppni HM,“ segir hann um upphaf starfa sinna sem leikgreinandi hjá KSÍ. „Síðasta ár hefur verið ævintýri líkast. Hlutirnir hafa þróast hratt og ég hef aflað mér aukinnar reynslu og þekkingar á nýju sviði.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Sjá meira