Innlent

Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur á Miklubraut

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Tilkynnt var um slysið um sjöleytið og er enginn talinn alvarlega slasaður.
Tilkynnt var um slysið um sjöleytið og er enginn talinn alvarlega slasaður. Vísir/Tómas Þór
Þrír voru fluttir á slysadeild til skoðunar eftir tveggja bíla árekstur á Miklubraut við Nauthólsveg. 

Tilkynnt var um slysið um sjöleytið og er enginn talinn alvarlega slasaður en sem fyrr segir voru þrír fluttir á slysadeild til að gæta fyllsta öryggis.

Í fyrstu var talið að olíuleki væri á vettvangi og sendi slökkvilið dælubíl á svæðið að sögn varðstjóra en í ljós kom að um var að ræða leka úr vatnskassa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×