Guðjón Valur og Þórey Rósa handknattleiksfólk ársins Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. desember 2018 18:00 Handknattleiksfólk ársins 2018 Facebook/HSÍ Handknattleikssamband Íslands hefur tilkynnt um val á handknattleiksfólki ársins 2018. Landsliðshornamennirnir Þórey Rósa Stefánsdóttir og Guðjón Valur Sigurðsson urðu fyrir valinu að þessu sinni. Umsögn HSÍ um handknattleiksfólk ársins má sjá hér fyrir neðan.Handknattleikskona ársins: Þórey Rósa StefánsdóttirHandknattleikskona ársins 2018 er Þórey Rósa Stefánsdóttir, hægri hornamaður úr Fram í Reykjavík. Þórey Rósa er 29 ára, fædd 14. ágúst 1989. Hún spilaði með ÍR til 16 ára aldurs þegar hún skipti yfir í Fram og hóf þar sinn feril með meistaraflokki haustið 2005. Þórey tók þátt í miklum uppgangi kvennaliðs Fram áður en hún fór í atvinnumennsku til hollenska liðsins E&O Emmen. Þá spilaði Þórey í stuttan tíma með Vfl Oldenburg áður en hún flutti sig til Team Tvis Holstebro í Danmörku sumarið 2011. Hún var Evrópumeistari vorið 2013 með Holstebro en flutti sig síðar það sumar til Noregs þar sem Þórey spilaði með Vipers Kristiansand næstu 4 ár í toppbaráttu í norsku deildinni. Þórey flutti heim 2017 og gekk til liðs við Fram á nýjan leik, þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari með Fram nú í vor. Þann 20. apríl 2011 lék Þórey sinn fyrsta landsleik í Antalya í Tyrklandi gegn heimakonum og skoraði 2 mörk í leiknum. Þórey hefur verið lykilmaður í A landsliði kvenna undanfarin ár, hún hefur spilað 96 landsleiki og skorað í þeim 275 mörk. Auk þess lék Þórey á sínum tíma 31 unglingalandsleik og skoraði í þeim 72 mörk. Þá var Þórey Rósa fyrirliði A landsliðs kvenna sem tryggði sér sæti í umspilsleikjum fyrir HM næsta sumar.Handknattleiksmaður ársins: Guðjón Valur Sigurðsson Handknattleiksmaður ársins 2018 er Guðjón Valur Sigurðsson, vinstri hornamaður Rhein-Necker Löwen í Þýskalandi og fyrirliði A landsliðs karla. Guðjón Valur er 39 ára, fæddur 8. ágúst 1979. Hann er alinn upp í Gróttu og steig þar sín fyrstu skref með meistaraflokki. Guðjón Valur spilaði með KA á Akureyri um tíma en fór í atvinnumennsku til Þýskalands sumarið 2001. Í Þýskalandi spilaði hann með Essen og varð Evrópumeistari með þeim árið 2005, seinna það ár gekk hann til liðs við Gummersbach. Árið 2008 gekk hann til liðs við Rein-Neckar Löwen. Það var síðan tímabilið 2011-2012 sem hann söðlaði um og fór til Danmerkur og spilaði þar með AG Köbenhavn. Hann fór aftur til Þýskalands 2012 og gekk þá til liðs við THW Kiel. Hann varð Þýskalandsmeistari og þýskur bikarmeistari með Kiel 2013 og Þýskalandsmeistari 2014. Guðjón Valur gekk til liðs við Barcelona sumarið 2014 og þar sem hann vann alla titla sem í boði voru vorið 2015. Eftir annan Spánarmeistaratitilinn í röð vorið 2016 hélt Guðjón Valur á ný til Þýskalands og gekk í annað sinn í raðir Rhein-Necker Löwen. Með Rhein-Necker Löwen var Guðjón Þýskalandsmeistari vorið 2017 ásamt því að vera fjórði markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar en vorið 2018 endaði liðið í 2. sæti. Guðjón spilaði sinn fyrsta A-landsleik 16. desember 1999 í Haarlem í Hollandi á móti Rúmeníu og skoraði þar 2 mörk. Þá hefur hann verið lykilmaður í landsliðinu um langt skeið. Guðjón náði stórum áfanga á árinu þegar hann varð markahæsti landsliðsmaður í heiminum frá upphafi. Hann hefur leikið 348 A-landsleiki og skorað í þeim 1816 mörk. Þá lék hann 14 leiki með yngri landsliðum og skoraði í þeim 23 mörk. Sem atvinnumaður hefur Guðjón Valur verið frábær fyrirmynd ungra handboltaiðkenda bæði hér á landi og erlendis í bráðum tvo áratugi. Íslenski handboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands hefur tilkynnt um val á handknattleiksfólki ársins 2018. Landsliðshornamennirnir Þórey Rósa Stefánsdóttir og Guðjón Valur Sigurðsson urðu fyrir valinu að þessu sinni. Umsögn HSÍ um handknattleiksfólk ársins má sjá hér fyrir neðan.Handknattleikskona ársins: Þórey Rósa StefánsdóttirHandknattleikskona ársins 2018 er Þórey Rósa Stefánsdóttir, hægri hornamaður úr Fram í Reykjavík. Þórey Rósa er 29 ára, fædd 14. ágúst 1989. Hún spilaði með ÍR til 16 ára aldurs þegar hún skipti yfir í Fram og hóf þar sinn feril með meistaraflokki haustið 2005. Þórey tók þátt í miklum uppgangi kvennaliðs Fram áður en hún fór í atvinnumennsku til hollenska liðsins E&O Emmen. Þá spilaði Þórey í stuttan tíma með Vfl Oldenburg áður en hún flutti sig til Team Tvis Holstebro í Danmörku sumarið 2011. Hún var Evrópumeistari vorið 2013 með Holstebro en flutti sig síðar það sumar til Noregs þar sem Þórey spilaði með Vipers Kristiansand næstu 4 ár í toppbaráttu í norsku deildinni. Þórey flutti heim 2017 og gekk til liðs við Fram á nýjan leik, þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari með Fram nú í vor. Þann 20. apríl 2011 lék Þórey sinn fyrsta landsleik í Antalya í Tyrklandi gegn heimakonum og skoraði 2 mörk í leiknum. Þórey hefur verið lykilmaður í A landsliði kvenna undanfarin ár, hún hefur spilað 96 landsleiki og skorað í þeim 275 mörk. Auk þess lék Þórey á sínum tíma 31 unglingalandsleik og skoraði í þeim 72 mörk. Þá var Þórey Rósa fyrirliði A landsliðs kvenna sem tryggði sér sæti í umspilsleikjum fyrir HM næsta sumar.Handknattleiksmaður ársins: Guðjón Valur Sigurðsson Handknattleiksmaður ársins 2018 er Guðjón Valur Sigurðsson, vinstri hornamaður Rhein-Necker Löwen í Þýskalandi og fyrirliði A landsliðs karla. Guðjón Valur er 39 ára, fæddur 8. ágúst 1979. Hann er alinn upp í Gróttu og steig þar sín fyrstu skref með meistaraflokki. Guðjón Valur spilaði með KA á Akureyri um tíma en fór í atvinnumennsku til Þýskalands sumarið 2001. Í Þýskalandi spilaði hann með Essen og varð Evrópumeistari með þeim árið 2005, seinna það ár gekk hann til liðs við Gummersbach. Árið 2008 gekk hann til liðs við Rein-Neckar Löwen. Það var síðan tímabilið 2011-2012 sem hann söðlaði um og fór til Danmerkur og spilaði þar með AG Köbenhavn. Hann fór aftur til Þýskalands 2012 og gekk þá til liðs við THW Kiel. Hann varð Þýskalandsmeistari og þýskur bikarmeistari með Kiel 2013 og Þýskalandsmeistari 2014. Guðjón Valur gekk til liðs við Barcelona sumarið 2014 og þar sem hann vann alla titla sem í boði voru vorið 2015. Eftir annan Spánarmeistaratitilinn í röð vorið 2016 hélt Guðjón Valur á ný til Þýskalands og gekk í annað sinn í raðir Rhein-Necker Löwen. Með Rhein-Necker Löwen var Guðjón Þýskalandsmeistari vorið 2017 ásamt því að vera fjórði markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar en vorið 2018 endaði liðið í 2. sæti. Guðjón spilaði sinn fyrsta A-landsleik 16. desember 1999 í Haarlem í Hollandi á móti Rúmeníu og skoraði þar 2 mörk. Þá hefur hann verið lykilmaður í landsliðinu um langt skeið. Guðjón náði stórum áfanga á árinu þegar hann varð markahæsti landsliðsmaður í heiminum frá upphafi. Hann hefur leikið 348 A-landsleiki og skorað í þeim 1816 mörk. Þá lék hann 14 leiki með yngri landsliðum og skoraði í þeim 23 mörk. Sem atvinnumaður hefur Guðjón Valur verið frábær fyrirmynd ungra handboltaiðkenda bæði hér á landi og erlendis í bráðum tvo áratugi.
Íslenski handboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða