Innlent

Fuglar geta nýst gegn drónum

Sighvatur Jónsson skrifar
Fuglar geta nýst til að verjast drónaárásum eins og gerðar hafa verið á Gatwick flugvelli í London. Ekki er vitað hvaðan þeir drónar koma eða hver stjórnar þeim. Flugvellinum var lokað aftur nú fyrir stundu vegna dróna.

Gatwick flugvöllurinn var opnaður í morgun eftir að hafa verið lokaður í einn og hálfan sólarhring vegna dróna sem sveimuðu yfir vellinum undanfarna þrjá sólarhringa. Allt flug um völlinn hefur farið úr skorðum á háannatíma rétt fyrir jólin. Vangaveltur voru uppi um að skjóta drónana niður en það var talið of hættulegt.

Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugleiðsögusviðs Isavia, segir að búið sé að hanna eldvörpur sem eru notaðar til að skjóta neti yfir dróna. Hollendingar hafi verið að þjálfa erni með varða fætur til að grípa dróna auk þess sem þróuð hafi verið leisertækni til að skjóta niður dróna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×