Vonar að fleiri feður nýti fæðingarorlof Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. desember 2018 08:00 Hámarksgreiðslur til foreldra hækka um áramótin. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN „Við sjáum það á tölfræðinni okkar að hámarksfjárhæð greiðslna virðist hafa áhrif á fæðingarorlofstöku feðra. Auðvitað eru samt fjölmargir aðrir þættir sem hafa áhrif. Skuldir hækkuðu til að mynda mikið í kjölfar hrunsins og þá hafði fólk kannski ekki efni á því að báðir foreldrar færu í fæðingarorlof,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Í vikunni var tilkynnt að hámarksgreiðslur úr sjóðnum myndu um áramót hækka úr 520 þúsund krónum á mánuði upp í 600 þúsund og gildir hækkunin fyrir foreldra barna sem fæðast eftir áramót. Fyrir foreldra á vinnumarkaði eru mánaðarlegar greiðslur 80 prósent af meðalheildarlaunum á tólf mánaða tímabili sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingarmánuð barns. Leó Örn segist vonast til að með þessari hækkun takist að auka hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof þannig það nálgist stöðuna eins og hún var fyrir hrun. Árið 2008 nýttu 90 prósent feðra eitthvað af rétti sínum til fæðingarorlofs. Er þá eins og annars staðar í tölfræði um fæðingarorlof miðað við fæðingarár barns. „Hlutfallið fyrir 2008 var sögulega hátt í alþjóðlegum samanburði. Fæðingarorlofstaka feðra á Íslandi er mjög há, líka í samanburði við hin Norðurlöndin.“ Í kjölfar hrunsins voru hámarksgreiðslur lækkaðar umtalsvert en hafa á undanförnum árum farið hækkandi aftur. Lægst fór hlutfall feðra sem nýttu fæðingarorlof í 80 prósent árið 2013. Ef litið er á hlutfall feðra sem lenda í þakinu varðandi hámarksgreiðslur má sjá að feðrum sem nýta fæðingarorlof er aftur tekið að fjölga. Árið 2008 lentu aðeins átta prósent feðra á vinnumarkaði sem tóku fæðingarorlof í þakinu. Það hlutfall hækkaði upp í tæpan helming þegar mest var árið 2012 en hefur miðað við bráðabirgðatölur síðustu tveggja ára lækkað í um þriðjung. „Þetta virðist breytast þegar greiðslurnar hækkuðu í október 2016 en það hreyfði augljóslega við kerfinu. Sú hækkun og hækkunin núna um áramótin þýðir 62 prósenta hækkun á hámarksgreiðslum á ekki lengri tíma. Það er veruleg hækkun á skömmum tíma í svona kerfi.“ Þar sem foreldrar geta nýtt fæðingarorlof í allt að tvö ár frá fæðingardegi barns liggja ekki fyrir endanlegar tölur fyrir árin 2016, 2017 og yfirstandandi ár. Þó er hægt að sjá aukningu meðal feðra í bráðabirgðatölum þessara ára. Þannig hafa tæp 83 prósent feðra barna fæddra 2016 nýtt fæðingarorlof og rúm 84 prósent fyrir 2017. Sé litið til þess dagafjölda sem feður nýta af fæðingarorlofi sínu er enn töluvert í land með að ná dagafjöldanum eins og hann var á árunum í kringum hrun. Árin 2007 og 2008 nýttu feður að meðaltali 101 dag og var meðaltalið raunar yfir 90 daga allt frá 2003 til 2010. Samkvæmt lögunum eiga báðir foreldrar rétt á 90 daga orlofi sem ekki er hægt að framselja auk 90 daga sameiginlegs réttar. „Þetta þýðir að feður voru farnir að taka hluta af sameiginlega réttinum. Það er í rauninni ótrúlega magnað að pörin voru farin að skipta fæðingarorlofinu þannig. Þetta er eitthvað sem við myndum vilja sjá aftur. Kerfið er sannarlega að virka sem tæki í jafnréttisbaráttunni þegar þú sérð feðurna komna yfir 90 dagana. Með þessum hækkunum um áramótin munum við vonandi ná því aftur.“ Leó tekur fram að það muni taka um eitt og hálft ár að sjá hvernig breytingarnar um áramót muni skila sér því kerfið sé svo fljótandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
„Við sjáum það á tölfræðinni okkar að hámarksfjárhæð greiðslna virðist hafa áhrif á fæðingarorlofstöku feðra. Auðvitað eru samt fjölmargir aðrir þættir sem hafa áhrif. Skuldir hækkuðu til að mynda mikið í kjölfar hrunsins og þá hafði fólk kannski ekki efni á því að báðir foreldrar færu í fæðingarorlof,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Í vikunni var tilkynnt að hámarksgreiðslur úr sjóðnum myndu um áramót hækka úr 520 þúsund krónum á mánuði upp í 600 þúsund og gildir hækkunin fyrir foreldra barna sem fæðast eftir áramót. Fyrir foreldra á vinnumarkaði eru mánaðarlegar greiðslur 80 prósent af meðalheildarlaunum á tólf mánaða tímabili sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingarmánuð barns. Leó Örn segist vonast til að með þessari hækkun takist að auka hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof þannig það nálgist stöðuna eins og hún var fyrir hrun. Árið 2008 nýttu 90 prósent feðra eitthvað af rétti sínum til fæðingarorlofs. Er þá eins og annars staðar í tölfræði um fæðingarorlof miðað við fæðingarár barns. „Hlutfallið fyrir 2008 var sögulega hátt í alþjóðlegum samanburði. Fæðingarorlofstaka feðra á Íslandi er mjög há, líka í samanburði við hin Norðurlöndin.“ Í kjölfar hrunsins voru hámarksgreiðslur lækkaðar umtalsvert en hafa á undanförnum árum farið hækkandi aftur. Lægst fór hlutfall feðra sem nýttu fæðingarorlof í 80 prósent árið 2013. Ef litið er á hlutfall feðra sem lenda í þakinu varðandi hámarksgreiðslur má sjá að feðrum sem nýta fæðingarorlof er aftur tekið að fjölga. Árið 2008 lentu aðeins átta prósent feðra á vinnumarkaði sem tóku fæðingarorlof í þakinu. Það hlutfall hækkaði upp í tæpan helming þegar mest var árið 2012 en hefur miðað við bráðabirgðatölur síðustu tveggja ára lækkað í um þriðjung. „Þetta virðist breytast þegar greiðslurnar hækkuðu í október 2016 en það hreyfði augljóslega við kerfinu. Sú hækkun og hækkunin núna um áramótin þýðir 62 prósenta hækkun á hámarksgreiðslum á ekki lengri tíma. Það er veruleg hækkun á skömmum tíma í svona kerfi.“ Þar sem foreldrar geta nýtt fæðingarorlof í allt að tvö ár frá fæðingardegi barns liggja ekki fyrir endanlegar tölur fyrir árin 2016, 2017 og yfirstandandi ár. Þó er hægt að sjá aukningu meðal feðra í bráðabirgðatölum þessara ára. Þannig hafa tæp 83 prósent feðra barna fæddra 2016 nýtt fæðingarorlof og rúm 84 prósent fyrir 2017. Sé litið til þess dagafjölda sem feður nýta af fæðingarorlofi sínu er enn töluvert í land með að ná dagafjöldanum eins og hann var á árunum í kringum hrun. Árin 2007 og 2008 nýttu feður að meðaltali 101 dag og var meðaltalið raunar yfir 90 daga allt frá 2003 til 2010. Samkvæmt lögunum eiga báðir foreldrar rétt á 90 daga orlofi sem ekki er hægt að framselja auk 90 daga sameiginlegs réttar. „Þetta þýðir að feður voru farnir að taka hluta af sameiginlega réttinum. Það er í rauninni ótrúlega magnað að pörin voru farin að skipta fæðingarorlofinu þannig. Þetta er eitthvað sem við myndum vilja sjá aftur. Kerfið er sannarlega að virka sem tæki í jafnréttisbaráttunni þegar þú sérð feðurna komna yfir 90 dagana. Með þessum hækkunum um áramótin munum við vonandi ná því aftur.“ Leó tekur fram að það muni taka um eitt og hálft ár að sjá hvernig breytingarnar um áramót muni skila sér því kerfið sé svo fljótandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira