Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. desember 2018 07:30 Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssamtaka fiskeldisfyrirtækja FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. Þetta kemur fram í frumvarpsdrögum um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó sem kynnt var í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fyrir á komandi vorþingi og gert ráð fyrir að lögin taki gildi 1. janúar 2020. Til ársins 2022 munu rekstrarleyfishafar þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi en helmingi lægri upphæð fyrir kílóið af ófrjóum laxi, regnbogasilungi og eldi með lokuðum eldisbúnaði. Frá og með 2023 mun upphæðin hækka um helming, það er fimmtán krónur greiðist fyrir kílóið af frjóum laxi en 7,5 krónur á hvert kíló af öðrum tegundum. Ekki er lagt til að gjaldið renni í sérstakan uppbyggingarsjóð á eldissvæðum til uppbyggingar innviða. Í drögunum kemur fram að í upphafi verði gjaldið ákveðið lægra til að koma til móts við fyrirtæki í greininni sem mörg eru nú að byggja upp framleiðslu sína. „Fiskeldi er núna á uppbyggingarskeiði og því fylgir mikil fjárfesting. Mér sýnist í fljótu bragði þarna lagðar til umtalsverðar hækkanir á fiskeldisfyrirtæki og á þessu uppbyggingarstigi verður það að teljast harla óvenjulegt,“ segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. „Við höfum sagt að okkur þyki eðlilegt að greinin greiði eðlilegt gjald en við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að það hljóti að gerast eftir að uppbyggingarskeiði lýkur og framleiðsla er komin á skrið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. Þetta kemur fram í frumvarpsdrögum um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó sem kynnt var í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fyrir á komandi vorþingi og gert ráð fyrir að lögin taki gildi 1. janúar 2020. Til ársins 2022 munu rekstrarleyfishafar þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi en helmingi lægri upphæð fyrir kílóið af ófrjóum laxi, regnbogasilungi og eldi með lokuðum eldisbúnaði. Frá og með 2023 mun upphæðin hækka um helming, það er fimmtán krónur greiðist fyrir kílóið af frjóum laxi en 7,5 krónur á hvert kíló af öðrum tegundum. Ekki er lagt til að gjaldið renni í sérstakan uppbyggingarsjóð á eldissvæðum til uppbyggingar innviða. Í drögunum kemur fram að í upphafi verði gjaldið ákveðið lægra til að koma til móts við fyrirtæki í greininni sem mörg eru nú að byggja upp framleiðslu sína. „Fiskeldi er núna á uppbyggingarskeiði og því fylgir mikil fjárfesting. Mér sýnist í fljótu bragði þarna lagðar til umtalsverðar hækkanir á fiskeldisfyrirtæki og á þessu uppbyggingarstigi verður það að teljast harla óvenjulegt,“ segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. „Við höfum sagt að okkur þyki eðlilegt að greinin greiði eðlilegt gjald en við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að það hljóti að gerast eftir að uppbyggingarskeiði lýkur og framleiðsla er komin á skrið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira