Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2018 15:58 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Stöð 2 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið svokallaða ítarlega og að hún fari vandlega yfir málið. „Ég held að það hafi verið mjög mikilvægt að borgarráð kallaði eftir heildarúttekt á þessu því við eigum ekki að venjast því að farið sé fram úr fjárheimildum án þess að umboðs sé leitað. Það sem vekur athygli er að það er fleira en eitt og fleira en tvennt sem fer úrskeiðis. Það er mjög margt sem er ekki eins og það á að vera. Nú bíður okkar það verkefni að fara í umbætur til að tryggja að þetta gerist ekki aftur. Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar, hlýtur harða útreið í skýrslunni fyrir að gæta ekki aðhalds og sinna ekki upplýsingagjöf um verkið til sinna yfirmanna. Er það niðurstaða Innri endurskoðunar að sveitarstjórnarlög voru brotin í málinu og reglur borgarinnar. Segir Innri endurskoðun Braggann hafa týnst á milli stórra verkefna og öðlast sjálfstætt líf án eftirlits. Klippa: Borgarstjóri finnur til ábyrgðar í braggamálinuSegir skýrsluna bæta litlu við um ábyrgð Dagur var spurður að loknum kynningarfundi skýrslunnar hvort einhver þurfi að sæta ábyrgð vegna málsins. Sagði Dagur að frá því málið komst í hámæli hafa þeir sem höfðu umsjón með verkinu gengist við ábyrgð sinni og ekki hafi bæst mikið við það í skýrslunni. „En þó lítur þetta ekki bara að einstaklingum eða embættum heldur líka þeim ferlum sem við höfum til að gefa borgarstjóra og borgarráði glögga mynd af því ef það stefnir í framúrkeyrslu. Þarna eru ýmis umbótarverkefni sem við sjáum fyrir okkur að þurfi að ráðast í til að stjórnsýsla Reykjavíkurborgar varðandi utanumhald um öll verkefni sé til fyrirmyndar.“Bragginn í Nauthólsvík.Vísir/VilhelmFinnur til ábyrgðar Dagur sagðist aðspurður finna til ábyrgðar. „Ég er æðsti embættismaður borgarinnar. Ég er ekki sáttur þegar verkefni fara fram úr og ég finn til ábyrgðar gagnvart því að þetta verði ekki bara einhver skýrsla um Nauthólsveg 100 heldur að við förum nú saman, ég, formaður borgarráðs og fulltrúi minnihlutans, í það að gera tillögur að nauðsynlegum umbótum þannig að við lærum af þessum og tryggjum að svona gerist ekki aftur.“ Spurður hvort hann telji að álíka mál eigi sér stað í borgarkerfinu þessa stundina sagði Dagur borgaryfirvöld fara reglulega yfir fjárfestingar. „Og eitt af því sem þessi umræða hefur leitt af sér, ekki bara hjá borginni, heldur líka hjá ríkinu og mjög víða, er að framúrkeyrslur og kostnaðareftirlit er mjög mikið í umræðunni. Ég finn fyrir miklum metnaði hjá borgarráði og öllum borgarfulltrúum og borgarkerfinu að fara yfir mál. Við vitum að það getur komið upp að eitthvað óvænt gerist og það þarf að verja meira fé en áætlað var í upphafi en þá er mikilvægt að sækja heimildir til þess, útskýra hvers vegna og gefa þeim sem hafa endanlegt fjárstjórnarvald tækifæri til að kalla eftir endurskoðuðu áætlunum, einhverri nýrri stefnu eða jafnvel að segja stopp.“ Braggamálið Tengdar fréttir Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið svokallaða ítarlega og að hún fari vandlega yfir málið. „Ég held að það hafi verið mjög mikilvægt að borgarráð kallaði eftir heildarúttekt á þessu því við eigum ekki að venjast því að farið sé fram úr fjárheimildum án þess að umboðs sé leitað. Það sem vekur athygli er að það er fleira en eitt og fleira en tvennt sem fer úrskeiðis. Það er mjög margt sem er ekki eins og það á að vera. Nú bíður okkar það verkefni að fara í umbætur til að tryggja að þetta gerist ekki aftur. Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar, hlýtur harða útreið í skýrslunni fyrir að gæta ekki aðhalds og sinna ekki upplýsingagjöf um verkið til sinna yfirmanna. Er það niðurstaða Innri endurskoðunar að sveitarstjórnarlög voru brotin í málinu og reglur borgarinnar. Segir Innri endurskoðun Braggann hafa týnst á milli stórra verkefna og öðlast sjálfstætt líf án eftirlits. Klippa: Borgarstjóri finnur til ábyrgðar í braggamálinuSegir skýrsluna bæta litlu við um ábyrgð Dagur var spurður að loknum kynningarfundi skýrslunnar hvort einhver þurfi að sæta ábyrgð vegna málsins. Sagði Dagur að frá því málið komst í hámæli hafa þeir sem höfðu umsjón með verkinu gengist við ábyrgð sinni og ekki hafi bæst mikið við það í skýrslunni. „En þó lítur þetta ekki bara að einstaklingum eða embættum heldur líka þeim ferlum sem við höfum til að gefa borgarstjóra og borgarráði glögga mynd af því ef það stefnir í framúrkeyrslu. Þarna eru ýmis umbótarverkefni sem við sjáum fyrir okkur að þurfi að ráðast í til að stjórnsýsla Reykjavíkurborgar varðandi utanumhald um öll verkefni sé til fyrirmyndar.“Bragginn í Nauthólsvík.Vísir/VilhelmFinnur til ábyrgðar Dagur sagðist aðspurður finna til ábyrgðar. „Ég er æðsti embættismaður borgarinnar. Ég er ekki sáttur þegar verkefni fara fram úr og ég finn til ábyrgðar gagnvart því að þetta verði ekki bara einhver skýrsla um Nauthólsveg 100 heldur að við förum nú saman, ég, formaður borgarráðs og fulltrúi minnihlutans, í það að gera tillögur að nauðsynlegum umbótum þannig að við lærum af þessum og tryggjum að svona gerist ekki aftur.“ Spurður hvort hann telji að álíka mál eigi sér stað í borgarkerfinu þessa stundina sagði Dagur borgaryfirvöld fara reglulega yfir fjárfestingar. „Og eitt af því sem þessi umræða hefur leitt af sér, ekki bara hjá borginni, heldur líka hjá ríkinu og mjög víða, er að framúrkeyrslur og kostnaðareftirlit er mjög mikið í umræðunni. Ég finn fyrir miklum metnaði hjá borgarráði og öllum borgarfulltrúum og borgarkerfinu að fara yfir mál. Við vitum að það getur komið upp að eitthvað óvænt gerist og það þarf að verja meira fé en áætlað var í upphafi en þá er mikilvægt að sækja heimildir til þess, útskýra hvers vegna og gefa þeim sem hafa endanlegt fjárstjórnarvald tækifæri til að kalla eftir endurskoðuðu áætlunum, einhverri nýrri stefnu eða jafnvel að segja stopp.“
Braggamálið Tengdar fréttir Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33
Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05