Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 78-92 │Stólarnir hefja nýtt ár á toppnum eftir sigur gegn Keflavík Bjarni Þórarinn Hallfreðsson í Blue-höllinni og Keflavík skrifa 20. desember 2018 23:30 Brynjar Þór átti góðan leik í kvöld, líkt og allt Tindastólsliðið vísir/bára Tindastóll heimsótti Keflvíkinga í stórleik umferðarinnar í Dominos deild karla í kvöld. Jafnt var á með liðunum fyrstu mínúturnar en um miðjan fyrsta leikhluta náðu Tindastólsmenn forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Snemma í öðrum leikhluta var forysta þeirra komin í tuttugu stig en þá tóku Keflvíkingar við sér og náðu að minnka muninn mest niður í þrjú stig. En þá tóku norðanmenn við sér að nýju og náðu upp þægilegri forystu sem hélt út allan leikinn. Lokatölur í Blue höllinni í Keflavík, 92-78, Tindastól í vil. Af hverju vann Tindastóll? Þetta var sanngjarn sigur hjá Tindastól. Þeir voru heilt yfir betri í kvöld. Þeir náðu forystunni snemma leiks og héldu henni allt til enda. Það er ekkert launungamál að Tindastóll er eitt besta lið landsins, en í kvöld mættu þeir löskuðu Keflavíkurliði. Keflavík er nú að leita sér að nýjum erlendum leikmanni og verður spennandi að sjá hvernig liðið kemur út úr þeirri leit. Hverjir stóðu upp úr? Byrjunarlið Tindastóls stóð sig gríðarlega vel. Þeir skoruðu allir yfir tíu stig en Danero Thomas varð stigahæstur með 22 stig og þá kom Helgi Rafn inn á með baráttuna, ekki í fyrsta skiptið. Hjá Keflavík var Michael Craion lang bestur og skoraði hann 37 stig. Hvað gekk illa? Keflavík töpuðu boltanum full oft, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og þá var vítanýting liðsins aðeins 56%. Sú tala þarf að hækka. Þá þurfa Keflvíkingar að fá meira út úr Herði Axel og Gunnari, þá sérstaklega þeim síðarnefnda, en hann átti ekki nægilega góðan leik í kvöld. Hvað gerist næst? Ég býst fastlega við því að flestir hverjir sem tengjast liðunum muni halda upp á jólin ásamt sínum nánustu. Deildin er komin í jólafrí og hefst aftur á nýju ári. Keflvíkingar hefja árið með látum en þeir fá granna sína úr Njarðvík í heimsókn í stórleik og þá munu Stólarnir heimsækja Þór Þorlákshöfn Sverrir Þór: Tindastóll eitthvað albesta liðið á landinu Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur var að vonum svekktur eftir tap Keflavíkur gegn Tindastóli í Dominos deild karla. „Svekkjandi hvað við byrjuðum illa. Við spiluðum slaka vörn framan af leik og þeir ná forskoti en við komum okkur inn í þetta aftur. En það fór mikil orka í það og við höfðum ekki orku í það að fylgja því eftir seint í leiknum,“ sagði Sverrir. Keflvíkingar byrjuðu leikinn illa og misstu Stólana fram úr sér snemma leiks. Þeir náðu hins vegar aðeins að klóra í bakkann í lok annars leikhluta. Keflavík tapaði boltanum oft klaufalega í fyrri hálfleik og þá voru vítaskotin ekki að detta niður hjá heimamönnum. Sverrir segir að það hafi verið eitt af lykilatriðunum yfir því að Keflavík tapaði leiknum. „Já ætli það sé ekki málið plús það að Tindastóll hitti rosalega vel. Þeir voru með 50% þriggja stiga skotnýtingu í fyrri hálfleik. Við máttum hvergi missa menn og þá var okkur refsað með að þeir settu niður skotin og það gerir þetta erfiðara. Við erum kannski að reyna spila hörku vörn og lítið eftir af klukku, boltinn gengur hjá þeim og við erum að reyna trufla skotið og það fer ofan í. Í staðinn fyrir að við náum að trufla það, ná frákastinu og keyra á þá. Þeir eru með hörku lið, eitthvað albesta liðið á landinu.“ Leikmannahópur Keflavíkur var þynnri í kvöld en venjulega. Reggie Dupree er að jafna sig eftir meiðsli og spilaði aðeins í sex mínútur í kvöld. Þá er liðið búið að senda spænska leikmann sinn, Javier Seco heim og þá er Mantas Mockevicius, litháenski leikmaður liðsins enn erlendis. Sverrir segir að það hafi spilað inn í. „Já að sjálfsögðu. Ég spilaði á mjög fáum mönnum og þá sást þegar leið á leikinn að lykilmenn voru orðnir þreyttir. Við vorum að vonast eftir því að Reggie hafi verið orðinn heill. Hann var aðeins með á æfingu í gær. Við erum að spila á í raun og veru á sex mönnum. Það er erfitt á móti Tindastóli sem gat rúllað betur, og nánast alltaf með ferska fætur inn á. Líkt og áður segir er Keflavík búið að segja upp samningnum við Javier Seco en Sverrir segir að hann hafi ekki staðið undan væntingum. „Hann stóð ekki undir væntingum. Hann var lítið sem ekkert að hjálpa okkur, hvorki sóknarlega né varnarlega. Við sáum ekki ástæðu fyrir að vera með atvinnumann sem er ekki að gera neitt til að bæta liðið okkar,“ sagði Sverrir um Seco eftir leik. Sverrir segir að Keflavík sé byrjað að leita að nýjum erlendum leikmanni. „Við stefnum að því já, það er í skoðun.“ Israel Martin: Erfiðasti leikurinn í fyrri hlutanum Israel Martin, þjálfari Tindastóls var kampakátur eftir sigurinn hjá sínum gegn Keflavík. „Ég er mjög ánægður. Þetta var mjög erfiður leikur. Þetta var erfiðasti leikurinn í þessum fyrri hluta tímabilsins. Þeir eru mjög sterkir með Gunnar og Hörð í fararbroddi. Við duttum aðeins niður á köflum þar sem þeir náðu að minnka muninn, en við sýndum gott hugarfar í kvöld, sérstaklega varnarlega. Við héldum planinu okkar varnarlega, við vorum góðir einn á einn og auðvitað er mjög erfitt að stoppa Craion. En við vorum að frákasta mjög vel. Við unnum þá með fráköstum, og að halda þeim í 78 stigum er mjög gott,“ sagði Israel. Israel segir að þetta hafi verið erfiður sigur, en að Tindastóll hafi gert vel í að stöðva Hörð Axel og Gunnar Ólafs. „Þeir gefast aldrei upp. Við vorum að vinna með tuttugu stigum, og þá náðu þeir góðum mínútum í enda annars leikhluta. Lykillinn okkar í kvöld var að stöðva hraðarupphlaupin þeirra, sérstaklega frá Gunnari. Samband hans og Harðar er fullkomið. Þrátt fyrir að Craion skoraði 37 stig, þá náðum við að stöðva Hörð og Gunnar. Hörður er lykillinn í liðinu, hann stjórnar öllu hér. Landsliðsmaður og einn besti leikstjórnandi landsins, án efa. Við reyndum í dag að láta honum líða illa. Ef tölvan í liðinu virkar ekki, mun restin af liðinu líða illa.“ Tindastóll fer inn í nýtt ár á toppi deildarinnar ásamt Njarðvíkingum. „Ég er mjög ánægður með það. Við erum búnir að tapa einum leik. Njarðvík hafa verið að spila mjög vel líka. Ég get ekki kvartað. Það er of snemmt að segja hvað er besta lið landsins í dag. Ég tel að þetta séu sex lið sem geta unnið hvort annað. En ég held að Njarðvík sé með eitt af dýpri leikmannahópum í deildinni.“ Brynjar Þór: Hárrétt ákvörðun hjá mér að fara í Tindastól Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Tindastóls var gríðarlega sáttur með sigur Tindastóls í kvöld gegn Keflavík í kvöld. Brynjar hrósar sérstaklega liðsheildinni hjá Tindastóli í kvöld. „Frábær liðssigur, frábær vörn. Við vorum mjög góðir á löngum köflum í leiknum, mjög heilsteyptir. Þetta var bara flottur liðssigur, það var eiginlega það sem stóð upp úr. Það voru allir að koma með eitthvað á borðið, bæði varnar og sóknarlega. Craion er erfiður, hann er ógeðslega góður. Hann var okkur erfiður ljár í þúfu en við reyndum að gera þetta eins erfitt fyrir alla aðra. Ég er gríðarlega sáttur að koma á þennan útivöll og vinna þennan leik.“ Tindastóll leiddi nær allan leikinn, með mest tuttugu stigum en Keflvíkingar náðu að klóra í bakkann undir lok fyrri hálfleiks. Þrátt fyrir það var þetta sanngjarn sigur Tindastóls og var Brynjar sammála því. „Jú engin spurning. Mér fannst við eiginlega sjálfum okkur verstir þegar við hentum frá okkur forystunni í lok fyrri hálfleiks. Klaufalegir tapaðir boltar sem skilaði auðveldum körfum og stemmningunni sem fylgdi því. Annars fannst mér við vera með þá varnarlega sérstaklega. Þeir létu okkur hafa fyrir því sóknarlega. Þótt við skoruðum 92 stig þá voru þetta erfið 92 stig. Það var mikið af því að við þurftum að sækja á körfuna og búa til skot. En mjög gott að skora 92 stig á útivelli.“ Tindastóll fer inn í nýtt ár á toppi deildarinnar ásamt Njarðvík. Aðspurður hvort að þetta sé orðið tveggja hesta hlaup um deildameistaratitilinn segir Brynjar að það líti út fyrir það. „Það lítur út fyrir það en þetta er fljótt að breytast. Við viljum enda á toppnum enda hefur það sýnt sig í gegnum söguna að deildarmeistararnir eru líklegastir til að vinna.“ Brynjar er líkt og allir vita uppalinn KR-ingur, og fyrir þetta tímabil hafði hann aðeins leikið með uppeldisfélaginu hér á landi. Hann skipti yfir í Tindastól í sumar og sér alls ekki eftir því. „Þetta er bara frábært. Þetta er yndislegt líf fyrir fjölskylduna og maður saknar ekki umferðarinnar í Reykjavík. Þetta var bara hárrétt ákvörðun hjá mér. Ég finn það bara körfuboltalega og andlega, það er komið eitthvað hungur aftur sem var aðeins byrjað að dofna. Dominos-deild karla
Tindastóll heimsótti Keflvíkinga í stórleik umferðarinnar í Dominos deild karla í kvöld. Jafnt var á með liðunum fyrstu mínúturnar en um miðjan fyrsta leikhluta náðu Tindastólsmenn forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Snemma í öðrum leikhluta var forysta þeirra komin í tuttugu stig en þá tóku Keflvíkingar við sér og náðu að minnka muninn mest niður í þrjú stig. En þá tóku norðanmenn við sér að nýju og náðu upp þægilegri forystu sem hélt út allan leikinn. Lokatölur í Blue höllinni í Keflavík, 92-78, Tindastól í vil. Af hverju vann Tindastóll? Þetta var sanngjarn sigur hjá Tindastól. Þeir voru heilt yfir betri í kvöld. Þeir náðu forystunni snemma leiks og héldu henni allt til enda. Það er ekkert launungamál að Tindastóll er eitt besta lið landsins, en í kvöld mættu þeir löskuðu Keflavíkurliði. Keflavík er nú að leita sér að nýjum erlendum leikmanni og verður spennandi að sjá hvernig liðið kemur út úr þeirri leit. Hverjir stóðu upp úr? Byrjunarlið Tindastóls stóð sig gríðarlega vel. Þeir skoruðu allir yfir tíu stig en Danero Thomas varð stigahæstur með 22 stig og þá kom Helgi Rafn inn á með baráttuna, ekki í fyrsta skiptið. Hjá Keflavík var Michael Craion lang bestur og skoraði hann 37 stig. Hvað gekk illa? Keflavík töpuðu boltanum full oft, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og þá var vítanýting liðsins aðeins 56%. Sú tala þarf að hækka. Þá þurfa Keflvíkingar að fá meira út úr Herði Axel og Gunnari, þá sérstaklega þeim síðarnefnda, en hann átti ekki nægilega góðan leik í kvöld. Hvað gerist næst? Ég býst fastlega við því að flestir hverjir sem tengjast liðunum muni halda upp á jólin ásamt sínum nánustu. Deildin er komin í jólafrí og hefst aftur á nýju ári. Keflvíkingar hefja árið með látum en þeir fá granna sína úr Njarðvík í heimsókn í stórleik og þá munu Stólarnir heimsækja Þór Þorlákshöfn Sverrir Þór: Tindastóll eitthvað albesta liðið á landinu Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur var að vonum svekktur eftir tap Keflavíkur gegn Tindastóli í Dominos deild karla. „Svekkjandi hvað við byrjuðum illa. Við spiluðum slaka vörn framan af leik og þeir ná forskoti en við komum okkur inn í þetta aftur. En það fór mikil orka í það og við höfðum ekki orku í það að fylgja því eftir seint í leiknum,“ sagði Sverrir. Keflvíkingar byrjuðu leikinn illa og misstu Stólana fram úr sér snemma leiks. Þeir náðu hins vegar aðeins að klóra í bakkann í lok annars leikhluta. Keflavík tapaði boltanum oft klaufalega í fyrri hálfleik og þá voru vítaskotin ekki að detta niður hjá heimamönnum. Sverrir segir að það hafi verið eitt af lykilatriðunum yfir því að Keflavík tapaði leiknum. „Já ætli það sé ekki málið plús það að Tindastóll hitti rosalega vel. Þeir voru með 50% þriggja stiga skotnýtingu í fyrri hálfleik. Við máttum hvergi missa menn og þá var okkur refsað með að þeir settu niður skotin og það gerir þetta erfiðara. Við erum kannski að reyna spila hörku vörn og lítið eftir af klukku, boltinn gengur hjá þeim og við erum að reyna trufla skotið og það fer ofan í. Í staðinn fyrir að við náum að trufla það, ná frákastinu og keyra á þá. Þeir eru með hörku lið, eitthvað albesta liðið á landinu.“ Leikmannahópur Keflavíkur var þynnri í kvöld en venjulega. Reggie Dupree er að jafna sig eftir meiðsli og spilaði aðeins í sex mínútur í kvöld. Þá er liðið búið að senda spænska leikmann sinn, Javier Seco heim og þá er Mantas Mockevicius, litháenski leikmaður liðsins enn erlendis. Sverrir segir að það hafi spilað inn í. „Já að sjálfsögðu. Ég spilaði á mjög fáum mönnum og þá sást þegar leið á leikinn að lykilmenn voru orðnir þreyttir. Við vorum að vonast eftir því að Reggie hafi verið orðinn heill. Hann var aðeins með á æfingu í gær. Við erum að spila á í raun og veru á sex mönnum. Það er erfitt á móti Tindastóli sem gat rúllað betur, og nánast alltaf með ferska fætur inn á. Líkt og áður segir er Keflavík búið að segja upp samningnum við Javier Seco en Sverrir segir að hann hafi ekki staðið undan væntingum. „Hann stóð ekki undir væntingum. Hann var lítið sem ekkert að hjálpa okkur, hvorki sóknarlega né varnarlega. Við sáum ekki ástæðu fyrir að vera með atvinnumann sem er ekki að gera neitt til að bæta liðið okkar,“ sagði Sverrir um Seco eftir leik. Sverrir segir að Keflavík sé byrjað að leita að nýjum erlendum leikmanni. „Við stefnum að því já, það er í skoðun.“ Israel Martin: Erfiðasti leikurinn í fyrri hlutanum Israel Martin, þjálfari Tindastóls var kampakátur eftir sigurinn hjá sínum gegn Keflavík. „Ég er mjög ánægður. Þetta var mjög erfiður leikur. Þetta var erfiðasti leikurinn í þessum fyrri hluta tímabilsins. Þeir eru mjög sterkir með Gunnar og Hörð í fararbroddi. Við duttum aðeins niður á köflum þar sem þeir náðu að minnka muninn, en við sýndum gott hugarfar í kvöld, sérstaklega varnarlega. Við héldum planinu okkar varnarlega, við vorum góðir einn á einn og auðvitað er mjög erfitt að stoppa Craion. En við vorum að frákasta mjög vel. Við unnum þá með fráköstum, og að halda þeim í 78 stigum er mjög gott,“ sagði Israel. Israel segir að þetta hafi verið erfiður sigur, en að Tindastóll hafi gert vel í að stöðva Hörð Axel og Gunnar Ólafs. „Þeir gefast aldrei upp. Við vorum að vinna með tuttugu stigum, og þá náðu þeir góðum mínútum í enda annars leikhluta. Lykillinn okkar í kvöld var að stöðva hraðarupphlaupin þeirra, sérstaklega frá Gunnari. Samband hans og Harðar er fullkomið. Þrátt fyrir að Craion skoraði 37 stig, þá náðum við að stöðva Hörð og Gunnar. Hörður er lykillinn í liðinu, hann stjórnar öllu hér. Landsliðsmaður og einn besti leikstjórnandi landsins, án efa. Við reyndum í dag að láta honum líða illa. Ef tölvan í liðinu virkar ekki, mun restin af liðinu líða illa.“ Tindastóll fer inn í nýtt ár á toppi deildarinnar ásamt Njarðvíkingum. „Ég er mjög ánægður með það. Við erum búnir að tapa einum leik. Njarðvík hafa verið að spila mjög vel líka. Ég get ekki kvartað. Það er of snemmt að segja hvað er besta lið landsins í dag. Ég tel að þetta séu sex lið sem geta unnið hvort annað. En ég held að Njarðvík sé með eitt af dýpri leikmannahópum í deildinni.“ Brynjar Þór: Hárrétt ákvörðun hjá mér að fara í Tindastól Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Tindastóls var gríðarlega sáttur með sigur Tindastóls í kvöld gegn Keflavík í kvöld. Brynjar hrósar sérstaklega liðsheildinni hjá Tindastóli í kvöld. „Frábær liðssigur, frábær vörn. Við vorum mjög góðir á löngum köflum í leiknum, mjög heilsteyptir. Þetta var bara flottur liðssigur, það var eiginlega það sem stóð upp úr. Það voru allir að koma með eitthvað á borðið, bæði varnar og sóknarlega. Craion er erfiður, hann er ógeðslega góður. Hann var okkur erfiður ljár í þúfu en við reyndum að gera þetta eins erfitt fyrir alla aðra. Ég er gríðarlega sáttur að koma á þennan útivöll og vinna þennan leik.“ Tindastóll leiddi nær allan leikinn, með mest tuttugu stigum en Keflvíkingar náðu að klóra í bakkann undir lok fyrri hálfleiks. Þrátt fyrir það var þetta sanngjarn sigur Tindastóls og var Brynjar sammála því. „Jú engin spurning. Mér fannst við eiginlega sjálfum okkur verstir þegar við hentum frá okkur forystunni í lok fyrri hálfleiks. Klaufalegir tapaðir boltar sem skilaði auðveldum körfum og stemmningunni sem fylgdi því. Annars fannst mér við vera með þá varnarlega sérstaklega. Þeir létu okkur hafa fyrir því sóknarlega. Þótt við skoruðum 92 stig þá voru þetta erfið 92 stig. Það var mikið af því að við þurftum að sækja á körfuna og búa til skot. En mjög gott að skora 92 stig á útivelli.“ Tindastóll fer inn í nýtt ár á toppi deildarinnar ásamt Njarðvík. Aðspurður hvort að þetta sé orðið tveggja hesta hlaup um deildameistaratitilinn segir Brynjar að það líti út fyrir það. „Það lítur út fyrir það en þetta er fljótt að breytast. Við viljum enda á toppnum enda hefur það sýnt sig í gegnum söguna að deildarmeistararnir eru líklegastir til að vinna.“ Brynjar er líkt og allir vita uppalinn KR-ingur, og fyrir þetta tímabil hafði hann aðeins leikið með uppeldisfélaginu hér á landi. Hann skipti yfir í Tindastól í sumar og sér alls ekki eftir því. „Þetta er bara frábært. Þetta er yndislegt líf fyrir fjölskylduna og maður saknar ekki umferðarinnar í Reykjavík. Þetta var bara hárrétt ákvörðun hjá mér. Ég finn það bara körfuboltalega og andlega, það er komið eitthvað hungur aftur sem var aðeins byrjað að dofna.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti