Eyðum 16 milljörðum meira í jólavertíðinni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. desember 2018 06:15 Tölur sýna að í jólaösinni í nóvember og desember er mikið álag á greiðslukortum landsmanna. Fréttablaðið/Anton Brink Hvert ár eyðum við meira en árið áður en aldrei meira en frá síðari hluta nóvember til jóla. Þessir mánuðir voru samanlagt 16 milljörðum króna stærri í fyrra, samanborið við aðra mánuði. Miðað við jólaveltuna í fyrra eyddi hvert mannsbarn á Íslandi nærri 50 þúsund krónum fyrir jólin, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Sagan segir að eyðslan verði fjarri því minni í ár. Óformleg könnun Fréttablaðsins meðal átta manns í Tilverunni í síðustu viku sýndi að fólk ætlaði að meðaltali að eyða um 100 þúsund krónum í jólagjafir fyrir þessi jól. Það er engum blöðum um það að fletta að kortavelta rýkur upp vikurnar fyrir jól. Það sýna meðal annars opinberar tölur úr Hagvísi Seðlabanka Íslands sem sjá má í töflu hér til hliðar. Hún sýnir þróun greiðslukortaveltu heimila árin 2015-2017. Þróunin er alltaf sú sama. Nær eini munurinn er að útgjöldin aukast með hverju ári en taka síðan undantekningarlaust verulegan nær lóðréttan kipp upp á við um miðjan nóvember til ársloka. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, tók saman innlenda kortaveltu í íslenskri verslun í nóvember og desember í fyrra. Séu þeir mánuðir bornir saman við hina mánuði ársins voru nóvember og desember samanlagt 16 milljörðum stærri en ef þeir væru það sem kalla mætti venjulegir mánuðir. „Ef ég deili því á 350 þúsund íbúa landsins gerir það 47 þúsund krónur á mann eða 234 þúsund fyrir fimm manna fjölskyldu. Þetta inniheldur ekki kortalán né viðskipti með reiðufé,“ segir Árni Sverrir. Nær örugglega er upphæðin því mun hærri. Til að setja þessa auknu útgjöld heimilanna í samhengi þá tæki það ríflega 26 þúsund Íslendinga tvo mánuði á lágmarkslaunum að vinna sér inn fyrir þessari auknu eyðslu. Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um minni sóun, hvort heldur sem kemur að umbúðum eða mat, þá verða alltaf gefnar gjafir, fólk mun alltaf kaupa sér nýja skó, kerti og spil og nýjustu tölur fyrir þessi jól benda til að þróunin verði sú sama í ár. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti fyrr í þessari viku tölur um að velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun hefði aukist um 5 prósent í nóvember, samanborið við sama mánuð í fyrra. Í netverslun er þessi aukning 15 prósent og hefur líklega aldrei verið meiri á þessum tíma. En eins og með svo margt annað þá eru fleiri en ein leið til að gera hlutina. Jólin eru þar engin undantekning. Sumir kjósa að minnka umsvifin, skera niður, eins og Tilveran fjallar um hér í dag. Birtist í Fréttablaðinu Jól Skólpmengun við Faxaskjól Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Hvert ár eyðum við meira en árið áður en aldrei meira en frá síðari hluta nóvember til jóla. Þessir mánuðir voru samanlagt 16 milljörðum króna stærri í fyrra, samanborið við aðra mánuði. Miðað við jólaveltuna í fyrra eyddi hvert mannsbarn á Íslandi nærri 50 þúsund krónum fyrir jólin, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Sagan segir að eyðslan verði fjarri því minni í ár. Óformleg könnun Fréttablaðsins meðal átta manns í Tilverunni í síðustu viku sýndi að fólk ætlaði að meðaltali að eyða um 100 þúsund krónum í jólagjafir fyrir þessi jól. Það er engum blöðum um það að fletta að kortavelta rýkur upp vikurnar fyrir jól. Það sýna meðal annars opinberar tölur úr Hagvísi Seðlabanka Íslands sem sjá má í töflu hér til hliðar. Hún sýnir þróun greiðslukortaveltu heimila árin 2015-2017. Þróunin er alltaf sú sama. Nær eini munurinn er að útgjöldin aukast með hverju ári en taka síðan undantekningarlaust verulegan nær lóðréttan kipp upp á við um miðjan nóvember til ársloka. Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, tók saman innlenda kortaveltu í íslenskri verslun í nóvember og desember í fyrra. Séu þeir mánuðir bornir saman við hina mánuði ársins voru nóvember og desember samanlagt 16 milljörðum stærri en ef þeir væru það sem kalla mætti venjulegir mánuðir. „Ef ég deili því á 350 þúsund íbúa landsins gerir það 47 þúsund krónur á mann eða 234 þúsund fyrir fimm manna fjölskyldu. Þetta inniheldur ekki kortalán né viðskipti með reiðufé,“ segir Árni Sverrir. Nær örugglega er upphæðin því mun hærri. Til að setja þessa auknu útgjöld heimilanna í samhengi þá tæki það ríflega 26 þúsund Íslendinga tvo mánuði á lágmarkslaunum að vinna sér inn fyrir þessari auknu eyðslu. Þrátt fyrir aukna vitundarvakningu um minni sóun, hvort heldur sem kemur að umbúðum eða mat, þá verða alltaf gefnar gjafir, fólk mun alltaf kaupa sér nýja skó, kerti og spil og nýjustu tölur fyrir þessi jól benda til að þróunin verði sú sama í ár. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti fyrr í þessari viku tölur um að velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun hefði aukist um 5 prósent í nóvember, samanborið við sama mánuð í fyrra. Í netverslun er þessi aukning 15 prósent og hefur líklega aldrei verið meiri á þessum tíma. En eins og með svo margt annað þá eru fleiri en ein leið til að gera hlutina. Jólin eru þar engin undantekning. Sumir kjósa að minnka umsvifin, skera niður, eins og Tilveran fjallar um hér í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Skólpmengun við Faxaskjól Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira